„Ansi margir að missa vinnuna sína“ Guðný Hrönn skrifar 17. febrúar 2018 13:00 Hjónin Bjarney Jóhannsdóttir og Logi Sigurjónsson standa á tímamótum. Hjónin Bjarney Jóhannsdóttir og Logi Sigurjónsson hafa undanfarin fjögur ár verið með umboðið fyrir Tupperware á Íslandi en þau standa nú á tímamótum því Tupperware hefur ákveðið að hætta að selja vöruna hér á landi og sagði nýverið upp samningunum við Frostís heildverslun sem þau hjónin eiga. „Það sem er að gerast núna er að það var tekin ákvörðun um þessa skipulagsbreytingu á Evrópumarkaði. Í þessari skipulagsbreytingu fannst þeim þeir þurfa að loka markaðnum á Íslandi, þó að Tupperware sé eftirsótt hér. Við höfum til dæmis verið að ná unga fólkinu inn og erum núna að selja til þriggja kynslóða. Ráðgjafar okkar eru á öllum aldri og það ríkir góður andi í hópnum,“ útskýrir Bjarney sem er að vonum ósátt við þessa ákvörðun.„Ég vil meira að segja meina að áhuginn sé upp á við og það er metnaður hjá ráðgjöfum að þjónusta vel sína viðskipavini.“ Bjarney og Logi eru með 113 ráðgjafa á skrá hjá sér sem selja Tupperware áfram til viðskiptavina. „Af þeim 113 eru svona 30-70 virkir, eftir vikum, þannig að það eru ansi margir að missa vinnuna sína.“ Bjarney hafði samband við Tupperware í Ameríku til að kanna hvort hægt væri að fá vörurnar frá Ameríkumarkaði en hún fékk þau svör að það væri ekki hægt að svo stöddu. „Já, fólk er mjög svekkt. Ég hef fengið fullt af viðbrögðum. Fólk er ekki sátt við að missa vöruna af markaðinum hjá okkur.“Bjarney og Logi eru eigendur heildverslunarinnar Frostís.Markmiðið að komast inn á öll íslensk heimili Tupperware hefur verið á markaði á Íslandi frá árinu 1989 og segir Bjarney að á þeim tíma hafi merkið náð mikilli fótfestu hér á landi. „Það er breiður neytendahópur sem kaupir Tupperware enda hefur það verið okkar markmið að komast „inn“ á öll heimili á landinu.“ Hver er galdurinn á bak við vinsældirnar? „Þessar heimakynningar eru sérstaða Tupperware. Þessi persónulegu viðskipti og ráðgjöf sem við veitum. Við viljum t.d. ekki selja fólki eitthvað sem það notar ekki. Svo er það ábyrgðin en Tupperware hefur ávallt bætt verksmiðju- og efnisgallaðar vörur en nú bíðum við eftir svörum frá þeim um hvað verður hér eftir. Þeir leggja línuna upp núna að bæta þannig galla á vörum sem eru yngri en tveggja ára.“ Spurð út í hvaða Tupperware-vöru hún haldi að fólk muni sakna mest segir Bjarney: „Það er erfitt að svara. Hnoðskálin er til dæmis eitthvað sem flestir þekkja, sú skál er til á mjög mörgum heimilum. En í dag tölum við mikið um saxarana okkar sem spara okkur tíma við eldamennskuna. Svo eru það grænmetisílátin og örbylgjuvörurnar. Það er erfitt að nefna eitt því línan er svo breið.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Hera Björk mun kynna stigin Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Sjá meira
Hjónin Bjarney Jóhannsdóttir og Logi Sigurjónsson hafa undanfarin fjögur ár verið með umboðið fyrir Tupperware á Íslandi en þau standa nú á tímamótum því Tupperware hefur ákveðið að hætta að selja vöruna hér á landi og sagði nýverið upp samningunum við Frostís heildverslun sem þau hjónin eiga. „Það sem er að gerast núna er að það var tekin ákvörðun um þessa skipulagsbreytingu á Evrópumarkaði. Í þessari skipulagsbreytingu fannst þeim þeir þurfa að loka markaðnum á Íslandi, þó að Tupperware sé eftirsótt hér. Við höfum til dæmis verið að ná unga fólkinu inn og erum núna að selja til þriggja kynslóða. Ráðgjafar okkar eru á öllum aldri og það ríkir góður andi í hópnum,“ útskýrir Bjarney sem er að vonum ósátt við þessa ákvörðun.„Ég vil meira að segja meina að áhuginn sé upp á við og það er metnaður hjá ráðgjöfum að þjónusta vel sína viðskipavini.“ Bjarney og Logi eru með 113 ráðgjafa á skrá hjá sér sem selja Tupperware áfram til viðskiptavina. „Af þeim 113 eru svona 30-70 virkir, eftir vikum, þannig að það eru ansi margir að missa vinnuna sína.“ Bjarney hafði samband við Tupperware í Ameríku til að kanna hvort hægt væri að fá vörurnar frá Ameríkumarkaði en hún fékk þau svör að það væri ekki hægt að svo stöddu. „Já, fólk er mjög svekkt. Ég hef fengið fullt af viðbrögðum. Fólk er ekki sátt við að missa vöruna af markaðinum hjá okkur.“Bjarney og Logi eru eigendur heildverslunarinnar Frostís.Markmiðið að komast inn á öll íslensk heimili Tupperware hefur verið á markaði á Íslandi frá árinu 1989 og segir Bjarney að á þeim tíma hafi merkið náð mikilli fótfestu hér á landi. „Það er breiður neytendahópur sem kaupir Tupperware enda hefur það verið okkar markmið að komast „inn“ á öll heimili á landinu.“ Hver er galdurinn á bak við vinsældirnar? „Þessar heimakynningar eru sérstaða Tupperware. Þessi persónulegu viðskipti og ráðgjöf sem við veitum. Við viljum t.d. ekki selja fólki eitthvað sem það notar ekki. Svo er það ábyrgðin en Tupperware hefur ávallt bætt verksmiðju- og efnisgallaðar vörur en nú bíðum við eftir svörum frá þeim um hvað verður hér eftir. Þeir leggja línuna upp núna að bæta þannig galla á vörum sem eru yngri en tveggja ára.“ Spurð út í hvaða Tupperware-vöru hún haldi að fólk muni sakna mest segir Bjarney: „Það er erfitt að svara. Hnoðskálin er til dæmis eitthvað sem flestir þekkja, sú skál er til á mjög mörgum heimilum. En í dag tölum við mikið um saxarana okkar sem spara okkur tíma við eldamennskuna. Svo eru það grænmetisílátin og örbylgjuvörurnar. Það er erfitt að nefna eitt því línan er svo breið.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Hera Björk mun kynna stigin Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Sjá meira