Hús rís í Ingólfsfirði eftir sjötíu ára hlé Kristján Már Unnarsson skrifar 28. nóvember 2018 21:30 Frá Eyri við Ingólfsfjörð. Nýja íbúðarhúsið sést fremst. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Eftir áratuga hlé hefur kyrrðin í Ingólfsfirði á Ströndum verið rofin með hamarshöggum og vélarhljóðum. Fyrsta íbúðarhúsið í yfir sjötíu ár rís nú á Eyri en þar var síldarverksmiðja rekin fram yfir stríð. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Litla þorpið á Eyri við Ingólfsfjörð er frægast fyrir síldarverksmiðjuna sem byggð var á árunum 1943 til 1944, tíu árum á eftir verksmiðjunni í Djúpuvík, en starfseminni í Ingólfsfirði lauk árið 1951. Áratug síðar hófst rækjuútgerð þaðan með rækjuvinnslu en eftir að hún hætti árið 1971 lagðist þorpið í dvala. En nú heyrast aftur hamarshögg. Þar er verið að byggja hús, það fyrsta sem rís á Eyri í meira en sjötíu ár. Að smíðinni stendur Guðjón Egill Ingólfsson verkfræðingur frá Ingólfsfirði. Guðjón segir föður sinn hafa byggt hús árið 1946 og frændi hans hafi byggt hús ári áður, 1945.Guðjón Egill Ingólfsson verkfræðingur byggir nýja húsið í Ingólfsfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Gamla íbúðarhúsið á Eyri er orðið of lítið fyrir stórfjölskylduna, sem sækir þangað til orlofsdvalar á sumrin, og segist Guðjón með húsbyggingunni vera að rýma til fyrir systkini sín. „Þannig að ég sé ekki fyrir þeim í fjölskylduhúsinu þegar þau eru að koma.“ -Þannig að þetta er hugsað sem sumarbústaður? „Já, þetta er svona sumarhús fyrir mig hérna á sumrin.“Séð út Ingólfsfjörð. Gamla síldarverksmiðjan í forgrunni.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Guðjón fæddist í Ingólfsfirði árið 1956 og bjó þar fram á unglingsár. Hann gerði húsið fokhelt fyrir veturinn og stefnir að því að klára það næsta sumar. Hann telur þessa húsbyggingu þó ekki merki þess að byggðaþróun sé að snúast við í Árneshreppi. „Þó að heilsársbúseta í bili virðist kannski vera að leggjast af þá á þessi sveit, svona á annan hátt, mikla framtíð fyrir sér, það er engin spurning,“ segir Guðjón. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30 Matarinnkaupin með flugi eftir að búðinni var lokað Einu matvöruverslun Árneshrepps var lokað í dag. Enn eitt áfallið, segir oddvitinn, sem vill freista þess að semja við verslanir í Reykjavík um að senda vörur með flugi. 28. september 2018 22:00 Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Eftir áratuga hlé hefur kyrrðin í Ingólfsfirði á Ströndum verið rofin með hamarshöggum og vélarhljóðum. Fyrsta íbúðarhúsið í yfir sjötíu ár rís nú á Eyri en þar var síldarverksmiðja rekin fram yfir stríð. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Litla þorpið á Eyri við Ingólfsfjörð er frægast fyrir síldarverksmiðjuna sem byggð var á árunum 1943 til 1944, tíu árum á eftir verksmiðjunni í Djúpuvík, en starfseminni í Ingólfsfirði lauk árið 1951. Áratug síðar hófst rækjuútgerð þaðan með rækjuvinnslu en eftir að hún hætti árið 1971 lagðist þorpið í dvala. En nú heyrast aftur hamarshögg. Þar er verið að byggja hús, það fyrsta sem rís á Eyri í meira en sjötíu ár. Að smíðinni stendur Guðjón Egill Ingólfsson verkfræðingur frá Ingólfsfirði. Guðjón segir föður sinn hafa byggt hús árið 1946 og frændi hans hafi byggt hús ári áður, 1945.Guðjón Egill Ingólfsson verkfræðingur byggir nýja húsið í Ingólfsfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Gamla íbúðarhúsið á Eyri er orðið of lítið fyrir stórfjölskylduna, sem sækir þangað til orlofsdvalar á sumrin, og segist Guðjón með húsbyggingunni vera að rýma til fyrir systkini sín. „Þannig að ég sé ekki fyrir þeim í fjölskylduhúsinu þegar þau eru að koma.“ -Þannig að þetta er hugsað sem sumarbústaður? „Já, þetta er svona sumarhús fyrir mig hérna á sumrin.“Séð út Ingólfsfjörð. Gamla síldarverksmiðjan í forgrunni.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Guðjón fæddist í Ingólfsfirði árið 1956 og bjó þar fram á unglingsár. Hann gerði húsið fokhelt fyrir veturinn og stefnir að því að klára það næsta sumar. Hann telur þessa húsbyggingu þó ekki merki þess að byggðaþróun sé að snúast við í Árneshreppi. „Þó að heilsársbúseta í bili virðist kannski vera að leggjast af þá á þessi sveit, svona á annan hátt, mikla framtíð fyrir sér, það er engin spurning,“ segir Guðjón. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30 Matarinnkaupin með flugi eftir að búðinni var lokað Einu matvöruverslun Árneshrepps var lokað í dag. Enn eitt áfallið, segir oddvitinn, sem vill freista þess að semja við verslanir í Reykjavík um að senda vörur með flugi. 28. september 2018 22:00 Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30
Matarinnkaupin með flugi eftir að búðinni var lokað Einu matvöruverslun Árneshrepps var lokað í dag. Enn eitt áfallið, segir oddvitinn, sem vill freista þess að semja við verslanir í Reykjavík um að senda vörur með flugi. 28. september 2018 22:00
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent