Uppselt á námskeið Þorgríms í Toskana Benedikt Bóas skrifar 3. maí 2018 08:00 Þorgrímur Andri að setja saman einhverja stórkostlega snilld á pappír sem hann sýnir á Instagram. Það kemur fólk alls staðar að á námskeiðið. Fyrirtækið sem heldur það hafði samband við mig í gegnum Instagram og spurði hvort ég væri til í að koma og kenna. Ég sagði strax já enda frítt flug, fín laun og maður er í viku í Toskanahéraði að kenna fólki alls staðar að úr heiminum,“ segir listmálarinn Þorgrímur Andri Einarsson en það seldist upp á námskeið þar sem hann mun kenna á tveimur vikum. Færri komust á námskeiðið en vildu og er biðlistinn orðinn nánast jafn langur og fjöldi þátttakenda. „Það seldist upp á tveimur vikum sem er ekki algengt, segja þau mér. Það er kominn biðlisti og fyrirtækið sem heldur þetta námskeið er búið að biðja mig að koma aftur á næsta ári,“ segir hann. „Þetta er ákveðin viðurkenning og mjög spennandi verkefni. Ég hef ekki komið í þetta hérað þó ég hafi komið til Ítalíu og er mjög spenntur enda Toskanahéraðið ótrúlega fallegt og passar vel við olíumálverk.“Verk eftir Þorgrím.Þorgrímur hefur rúmlega 43 þúsund fylgjendur á Instagram og rignir inn tilkynningum og ummælum við það sem hann gerir á þeim bænum. Hann segir að samfélagsmiðillinn hafi opnað stórar dyr fyrir sér, meðal annars þetta námskeið. „Það er mikið af skemmtilegum tækifærum að koma frá Instagram. Mig grunaði það og lagði áherslu á að vera svolítið virkur á þessum miðli þegar ég byrjaði. Það er verið að bjóða mér að taka þátt í alls konar verkefnum sem væri ekki að gerast ef ekki væri fyrir þennan miðil, og nú er ég að fara til Ítalíu.“ Þorgrímur var áður í tónlist og lærði í London og Hollandi áður en hann tók sér pensil í hönd og fór að mála. Hann er sjálfmenntaður en allt þetta ferli byrjaði þegar hann sá sitt fyrsta YouTube-myndband. „Ég var í tónlistinni en færði mig svo yfir í málun. Þegar ég var að klára tónsmíðanám í Hollandi féll ég fyrir málverkinu – sem er kannski pínu fyndið.“ Fram undan er einnig sýning í Eisenhauer-galleríinu í Martha’s Vineyard í Bandaríkjunum. En áður en að þessu tvennu kemur heldur hann sýninguna Hetjur og ferfætlingar í Galleríi Fold sem verður opnuð á laugardag. „Þetta er sýning á nýjum olíumálverkum og kallast Hetjur og fjórfætlingar. Þetta eru í raun tvær seríur, annars vegar af dýrum og hins vegar verk af kvenmódelum sem eru hetjurnar. Þetta eru tvær seríur sem eru ekki tengdar að öðru leyti en að stíll og yfirbragð er það sama.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Fleiri fréttir Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Sjá meira
Það kemur fólk alls staðar að á námskeiðið. Fyrirtækið sem heldur það hafði samband við mig í gegnum Instagram og spurði hvort ég væri til í að koma og kenna. Ég sagði strax já enda frítt flug, fín laun og maður er í viku í Toskanahéraði að kenna fólki alls staðar að úr heiminum,“ segir listmálarinn Þorgrímur Andri Einarsson en það seldist upp á námskeið þar sem hann mun kenna á tveimur vikum. Færri komust á námskeiðið en vildu og er biðlistinn orðinn nánast jafn langur og fjöldi þátttakenda. „Það seldist upp á tveimur vikum sem er ekki algengt, segja þau mér. Það er kominn biðlisti og fyrirtækið sem heldur þetta námskeið er búið að biðja mig að koma aftur á næsta ári,“ segir hann. „Þetta er ákveðin viðurkenning og mjög spennandi verkefni. Ég hef ekki komið í þetta hérað þó ég hafi komið til Ítalíu og er mjög spenntur enda Toskanahéraðið ótrúlega fallegt og passar vel við olíumálverk.“Verk eftir Þorgrím.Þorgrímur hefur rúmlega 43 þúsund fylgjendur á Instagram og rignir inn tilkynningum og ummælum við það sem hann gerir á þeim bænum. Hann segir að samfélagsmiðillinn hafi opnað stórar dyr fyrir sér, meðal annars þetta námskeið. „Það er mikið af skemmtilegum tækifærum að koma frá Instagram. Mig grunaði það og lagði áherslu á að vera svolítið virkur á þessum miðli þegar ég byrjaði. Það er verið að bjóða mér að taka þátt í alls konar verkefnum sem væri ekki að gerast ef ekki væri fyrir þennan miðil, og nú er ég að fara til Ítalíu.“ Þorgrímur var áður í tónlist og lærði í London og Hollandi áður en hann tók sér pensil í hönd og fór að mála. Hann er sjálfmenntaður en allt þetta ferli byrjaði þegar hann sá sitt fyrsta YouTube-myndband. „Ég var í tónlistinni en færði mig svo yfir í málun. Þegar ég var að klára tónsmíðanám í Hollandi féll ég fyrir málverkinu – sem er kannski pínu fyndið.“ Fram undan er einnig sýning í Eisenhauer-galleríinu í Martha’s Vineyard í Bandaríkjunum. En áður en að þessu tvennu kemur heldur hann sýninguna Hetjur og ferfætlingar í Galleríi Fold sem verður opnuð á laugardag. „Þetta er sýning á nýjum olíumálverkum og kallast Hetjur og fjórfætlingar. Þetta eru í raun tvær seríur, annars vegar af dýrum og hins vegar verk af kvenmódelum sem eru hetjurnar. Þetta eru tvær seríur sem eru ekki tengdar að öðru leyti en að stíll og yfirbragð er það sama.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Fleiri fréttir Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning