„Ég hafði aldrei hugsað þetta sem Lion King-atriði“ Guðný Hrönn skrifar 17. janúar 2018 10:00 Til vinstri má sjá Davíð Þór halda á Huldu Guðnýju á meðan mamman, Hólmfríður Berentsdóttir, fylgist með. Til hægri má sjá Rafiki halda á Simba litla. Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju, hefur undanfarið vakið lukku hjá Lion King-aðdáendum í skírnarathöfnum. Hann hefur nefnilega vanið sig á að lyfta barninu sem verið er að skíra upp fyrir höfuð í lok athafnarinnar. Þessi gjörningur minnir óneitanlega á eitt þekktasta atriði teiknimyndarinnar Lion King frá árinu 1994, þegar Rafiki sýnir öllum dýrunum í skóginum Simba litla. Spurður út í gjörninginn segir Davíð: „Þetta er ekkert sem ég fann upp, ég var einu sinni í skírn hjá Erni Bárði Jónssyni og að lokinni skírninni fékk hann barnið í fangið og tók svona Rafiki-senu.“„Ég tengdi það nú ekkert við Lion King, mér fannst þetta bara fallegt atriði svo ég vandi mig á að gera þetta sjálfur.“ „Það var svo bara fyrir nokkrum dögum sem eitt foreldri þakkaði mér fyrir athöfnina og sagði: „Mér fannst sérstaklega skemmtilegt Lion King-atriðið í lokin.“ Ég hafði aldrei hugsað þetta sem Lion King-atriði og ég skildi ekki alveg hvað hann átti við. Þetta er bara eitthvað sem ég sá kollega gera og fannst virka vel,“ segir Davíð og hlær. Davíð þykir viðeigandi að nota þessa aðferð til að kynna barnið sem verið er að skíra fyrir fólki. „Barnið er miðpunktur skírnarinnar og þá er gott að enda athöfnina á að sýna söfnuðinum barnið, aðalatriðið. Eins og alltaf þegar fólk er tekið inn í eitthvert nýtt samfélag, nýjan hóp, þá er fólki stillt upp og kynnt fyrir öllum.“ Davíð segir að í skírnarathöfnum fái prestar oft svigrúm til að slá á létta stengi og gera eitthvað sniðugt. „Skírnir eru svo miklar fjölskylduathafnir þannig að maður gerir þetta bara eftir því hvernig stemningin er.“ Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira
Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju, hefur undanfarið vakið lukku hjá Lion King-aðdáendum í skírnarathöfnum. Hann hefur nefnilega vanið sig á að lyfta barninu sem verið er að skíra upp fyrir höfuð í lok athafnarinnar. Þessi gjörningur minnir óneitanlega á eitt þekktasta atriði teiknimyndarinnar Lion King frá árinu 1994, þegar Rafiki sýnir öllum dýrunum í skóginum Simba litla. Spurður út í gjörninginn segir Davíð: „Þetta er ekkert sem ég fann upp, ég var einu sinni í skírn hjá Erni Bárði Jónssyni og að lokinni skírninni fékk hann barnið í fangið og tók svona Rafiki-senu.“„Ég tengdi það nú ekkert við Lion King, mér fannst þetta bara fallegt atriði svo ég vandi mig á að gera þetta sjálfur.“ „Það var svo bara fyrir nokkrum dögum sem eitt foreldri þakkaði mér fyrir athöfnina og sagði: „Mér fannst sérstaklega skemmtilegt Lion King-atriðið í lokin.“ Ég hafði aldrei hugsað þetta sem Lion King-atriði og ég skildi ekki alveg hvað hann átti við. Þetta er bara eitthvað sem ég sá kollega gera og fannst virka vel,“ segir Davíð og hlær. Davíð þykir viðeigandi að nota þessa aðferð til að kynna barnið sem verið er að skíra fyrir fólki. „Barnið er miðpunktur skírnarinnar og þá er gott að enda athöfnina á að sýna söfnuðinum barnið, aðalatriðið. Eins og alltaf þegar fólk er tekið inn í eitthvert nýtt samfélag, nýjan hóp, þá er fólki stillt upp og kynnt fyrir öllum.“ Davíð segir að í skírnarathöfnum fái prestar oft svigrúm til að slá á létta stengi og gera eitthvað sniðugt. „Skírnir eru svo miklar fjölskylduathafnir þannig að maður gerir þetta bara eftir því hvernig stemningin er.“
Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira