Tekur að sér hunda í heimilisleit Guðný Hrönn skrifar 10. febrúar 2018 11:00 Aría, Sabine Leskopf og Dimma stilltu sér upp fyrir ljósmyndara. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ég hef sjálf alltaf átt gæludýr. Amma mín átti nefnilega gæludýrabúð þegar ég var lítil og við fengum alltaf dýrin sem við kölluðum stundum „útsöluvörur“,“ segir dýravinurinn Sabine Leskopf og hlær. „Ég ólst upp í Þýskalandi, þannig að það voru skjaldbökur, páfagaukar og bara alls konar. Og ég hef svo sjálf átt hund síðan árið 2009. Sá hundur sem ég á núna heitir Dimma og er blendingur. Ég fékk hana frá fólki sem gat ekki haft hana lengur árið 2013,“ útskýrir Sabine. Árið 2014 setti Sabine sig í samband við Dýrahjálp og bauð fram krafta sína. „Dýrahjálp eru sjálfboðaliðasamtök sem sjá um að finna ný heimili fyrir dýr. Og Dýrahjálp heldur utan um hóp fólks sem býður dýrum heimili í millibilsástandi, á meðan verið er að finna varanlegt heimili,“ segir Sabine sem er í þeim hópi. Þessa stundina er hún með hundinn Aríu í fóstri. „Hún er hjá mér á meðan verið er að finna nýtt heimili og auglýsa eftir nýjum eigendum fyrir Aríu.“ Sabine hefur verið með um einn eða tvo hunda að meðaltali í fóstri yfir ár. „Það getur verið ógeðslega erfitt að láta hunda frá sér aftur eftir að hafa haft þá í fóstri. Sérstaklega fyrir börnin mín. Þá höfum við þurft að taka okkur pásu. Það er erfitt að láta hund frá sér sem manni er virkilega farið að þykja vænt um.“ Sabine tekur dæmi um einn hund sem henni þótti mjög erfitt að láta frá sér. Það er hundurinn Máni. „Hann var alveg yndislegur karakter og honum kom svo vel saman við minn hund. Það voru rosalega margir sem sóttu um að fá hann þannig að ég kynntist fullt af fólki á meðan á því ferli stóð,“ segir Sabine glöð. „En Máni endaði hjá ungum manni frá Frakklandi, sá maður tók sér íslenskt nafn eftir að hafa búið hér lengi og það er svo fyndið að hann heitir líka Máni. Þannig að Máni býr hjá Mána. Hann býr í Vík og hefur það mjög gott.“ Sabine bætir við að hún vilji benda fólki á vef Dýrahjálpar, dyrahjalp.is.Sabine LeskopfErindi um hundamenningu í borginni Oft á tíðum lenda hundar hjá Dýrahjálp þar sem viðhorf Íslendinga gagnvart hundahaldi er stutt komið ef miðað er við nágrannalönd. Til dæmis er erfitt að finna leiguhúsnæði sem leyfir hunda. Í starfi sínu sem formaður heilbrigðisnefndar Reykjavíkur hefur Sabine lært að opinská umræða sé mikilvæg. Sabine mun halda erindi í dag á málþingi um hundahald í Reykjavíkurborg. Þar mun Sabine ræða almennt um framtíðarsýn Reykjavíkurbúa hvað varða hundamenningu. „Ég er formaður heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Og það er náttúrulega svolítil áskorun af því að í augum margra hundaeigenda er hundaeftirlit eitthvert fjandsamlegt fyrirbæri. En þannig er það nú ekki,“ segir Sabine. „Að vera formaður heilbrigðisnefndar hefur verið góður skóli fyrir mig og ég hef lært um mikilvægi hundaeftirlitsins. Hvað varðar hundamenningu þá erum við svolítið eftir á ef við miðum við nágrannalönd. Enn eru svo margir fastir í þeirri hugsun að hundar eigi bara að vera í sveit en hundar í sveit eru ekki gæludýr, frekar vinnudýr eða búfé. Gæludýr hafa allt aðra þýðingu fyrir fólk og það skortir svolítið skilning. Þar er ég sérstaklega að hugsa um fólk sem er annars mjög eingrað eða til dæmis þunglynt, þar sem ég hef oft heyrt um að gæludýr geri kraftaverk. Einnig höfum við nokkrum sinnum gefið leyfi fyrir heimsóknir hunda á deildum fyrir fólk með heilabilun eða slíkt. Sumir eru hins vegar alfarið á móti því að hafa hunda í borginni. Svo verða hundaeigendur reiðir og vilja breyta hundamenningunni. Og það hefur verið svo mikil áskorun fyrir mig að fá þessa tvo hópa til að tala saman. En í starfi mínu verð ég líka að gæta hagsmuna og réttinda þeirra sem eru með ofnæmi eða eru kannski hræddir við hunda. Ég verð að virða skoðanir allra. Og ég ætla í erindi mínu að tala um þetta og hvernig við getum breytt viðhorfum fólks og fundið leið sem gerir borgina skemmtilegri fyrir alla,“ segir Sabine sem er viss um að það sé vel hægt að leysa þau vandamál sem snúa að hundahaldi í borginni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Velti mér ekki upp úr vandamálum Lífið Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira
Ég hef sjálf alltaf átt gæludýr. Amma mín átti nefnilega gæludýrabúð þegar ég var lítil og við fengum alltaf dýrin sem við kölluðum stundum „útsöluvörur“,“ segir dýravinurinn Sabine Leskopf og hlær. „Ég ólst upp í Þýskalandi, þannig að það voru skjaldbökur, páfagaukar og bara alls konar. Og ég hef svo sjálf átt hund síðan árið 2009. Sá hundur sem ég á núna heitir Dimma og er blendingur. Ég fékk hana frá fólki sem gat ekki haft hana lengur árið 2013,“ útskýrir Sabine. Árið 2014 setti Sabine sig í samband við Dýrahjálp og bauð fram krafta sína. „Dýrahjálp eru sjálfboðaliðasamtök sem sjá um að finna ný heimili fyrir dýr. Og Dýrahjálp heldur utan um hóp fólks sem býður dýrum heimili í millibilsástandi, á meðan verið er að finna varanlegt heimili,“ segir Sabine sem er í þeim hópi. Þessa stundina er hún með hundinn Aríu í fóstri. „Hún er hjá mér á meðan verið er að finna nýtt heimili og auglýsa eftir nýjum eigendum fyrir Aríu.“ Sabine hefur verið með um einn eða tvo hunda að meðaltali í fóstri yfir ár. „Það getur verið ógeðslega erfitt að láta hunda frá sér aftur eftir að hafa haft þá í fóstri. Sérstaklega fyrir börnin mín. Þá höfum við þurft að taka okkur pásu. Það er erfitt að láta hund frá sér sem manni er virkilega farið að þykja vænt um.“ Sabine tekur dæmi um einn hund sem henni þótti mjög erfitt að láta frá sér. Það er hundurinn Máni. „Hann var alveg yndislegur karakter og honum kom svo vel saman við minn hund. Það voru rosalega margir sem sóttu um að fá hann þannig að ég kynntist fullt af fólki á meðan á því ferli stóð,“ segir Sabine glöð. „En Máni endaði hjá ungum manni frá Frakklandi, sá maður tók sér íslenskt nafn eftir að hafa búið hér lengi og það er svo fyndið að hann heitir líka Máni. Þannig að Máni býr hjá Mána. Hann býr í Vík og hefur það mjög gott.“ Sabine bætir við að hún vilji benda fólki á vef Dýrahjálpar, dyrahjalp.is.Sabine LeskopfErindi um hundamenningu í borginni Oft á tíðum lenda hundar hjá Dýrahjálp þar sem viðhorf Íslendinga gagnvart hundahaldi er stutt komið ef miðað er við nágrannalönd. Til dæmis er erfitt að finna leiguhúsnæði sem leyfir hunda. Í starfi sínu sem formaður heilbrigðisnefndar Reykjavíkur hefur Sabine lært að opinská umræða sé mikilvæg. Sabine mun halda erindi í dag á málþingi um hundahald í Reykjavíkurborg. Þar mun Sabine ræða almennt um framtíðarsýn Reykjavíkurbúa hvað varða hundamenningu. „Ég er formaður heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Og það er náttúrulega svolítil áskorun af því að í augum margra hundaeigenda er hundaeftirlit eitthvert fjandsamlegt fyrirbæri. En þannig er það nú ekki,“ segir Sabine. „Að vera formaður heilbrigðisnefndar hefur verið góður skóli fyrir mig og ég hef lært um mikilvægi hundaeftirlitsins. Hvað varðar hundamenningu þá erum við svolítið eftir á ef við miðum við nágrannalönd. Enn eru svo margir fastir í þeirri hugsun að hundar eigi bara að vera í sveit en hundar í sveit eru ekki gæludýr, frekar vinnudýr eða búfé. Gæludýr hafa allt aðra þýðingu fyrir fólk og það skortir svolítið skilning. Þar er ég sérstaklega að hugsa um fólk sem er annars mjög eingrað eða til dæmis þunglynt, þar sem ég hef oft heyrt um að gæludýr geri kraftaverk. Einnig höfum við nokkrum sinnum gefið leyfi fyrir heimsóknir hunda á deildum fyrir fólk með heilabilun eða slíkt. Sumir eru hins vegar alfarið á móti því að hafa hunda í borginni. Svo verða hundaeigendur reiðir og vilja breyta hundamenningunni. Og það hefur verið svo mikil áskorun fyrir mig að fá þessa tvo hópa til að tala saman. En í starfi mínu verð ég líka að gæta hagsmuna og réttinda þeirra sem eru með ofnæmi eða eru kannski hræddir við hunda. Ég verð að virða skoðanir allra. Og ég ætla í erindi mínu að tala um þetta og hvernig við getum breytt viðhorfum fólks og fundið leið sem gerir borgina skemmtilegri fyrir alla,“ segir Sabine sem er viss um að það sé vel hægt að leysa þau vandamál sem snúa að hundahaldi í borginni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Velti mér ekki upp úr vandamálum Lífið Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira