Töframaðurinn og leikarinn Ricky Jay er látinn Atli Ísleifsson skrifar 25. nóvember 2018 08:23 Ricky Jay fór meðal annars með hlutverki í Bond-myndinni Tomorrow Never Dies. Getty/Paul Archuleta Bandaríski töframaðurinn og leikarinn Ricky Jay er látinn, 72 ára að aldri. Jay var talinn einn hæfileikasti töframaður heims, en hann gerði einnig garðinn frægan í kvikmyndum á borð við Boogie Nights, Magnolia og Bond-myndinni Tomorrow Never Dies. Hann hét raunverulega Richard Jay Potash, fæddist í New York og byrjaði að koma fram sem töframaður þegar fjögurra ára gamall. Hann er talinn einn fyrsti töframaðurinn sem byrjaði að troða upp á grín- og næturklúbbum. Í frétt BBC kemur fram að hann hafi einnig verið þekktur fyrir getu sína að kasta spilum úr spilastokk langar leiðir. Í Heimsmetabók Guinness segir að hann hafi eitt sinn kastað spili úr spilastokk heila 58 metra þar sem það mældist mest á 145 kílómetra hraða. Í Bond-myndinni Tomorrow Never Dies fór hann með hlutverk ómennisins og tölvuþrjótsins Henry Gupta sem starfaði á snærum aðal vonda karlsins, Elliot Carver. Í Boogie Nights, mynd Paul Thomas Anderson frá árinu 1997, fór hann með hlutverk Kurt Longjohn og þá talaði hann inn á kvikmynd Anderson frá 1999, Magnolia. Einnig má nefna að hann fór með hlutverk Eddie Sawyer í fyrstu þáttaröð Deadwood.Behold Ricky Jay attacking Conan O'Brien and Jackie Chan with playing cards, one of the primary reasons for which late night television was created. https://t.co/TiYiKmyb50— Dan Telfer (@dantelfer) November 25, 2018 Starfsbræður hans úr töframanna- og leikarastétt hafa minnst Jay, meðal annars Penn Jilette úr tvíeykinu Penn & Teller og leikarinn Neil Patrick Harris.Master magician and historian Ricky Jay has passed away. The breadth of his knowledge and appreciation for magic and the allied arts was truly remarkable. Such sad news, such a profound loss. #RIP https://t.co/VRYRxhkQKr— Neil Patrick Harris (@ActuallyNPH) November 25, 2018 Oh man, Ricky Jay. Just a genius. One of the best who ever lived. We'll all miss you, Ricky. Oh man.— Penn Jillette (@pennjillette) November 25, 2018 Andlát Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Jóhanna Guðrún gæsuð Lífið Fleiri fréttir Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Sjá meira
Bandaríski töframaðurinn og leikarinn Ricky Jay er látinn, 72 ára að aldri. Jay var talinn einn hæfileikasti töframaður heims, en hann gerði einnig garðinn frægan í kvikmyndum á borð við Boogie Nights, Magnolia og Bond-myndinni Tomorrow Never Dies. Hann hét raunverulega Richard Jay Potash, fæddist í New York og byrjaði að koma fram sem töframaður þegar fjögurra ára gamall. Hann er talinn einn fyrsti töframaðurinn sem byrjaði að troða upp á grín- og næturklúbbum. Í frétt BBC kemur fram að hann hafi einnig verið þekktur fyrir getu sína að kasta spilum úr spilastokk langar leiðir. Í Heimsmetabók Guinness segir að hann hafi eitt sinn kastað spili úr spilastokk heila 58 metra þar sem það mældist mest á 145 kílómetra hraða. Í Bond-myndinni Tomorrow Never Dies fór hann með hlutverk ómennisins og tölvuþrjótsins Henry Gupta sem starfaði á snærum aðal vonda karlsins, Elliot Carver. Í Boogie Nights, mynd Paul Thomas Anderson frá árinu 1997, fór hann með hlutverk Kurt Longjohn og þá talaði hann inn á kvikmynd Anderson frá 1999, Magnolia. Einnig má nefna að hann fór með hlutverk Eddie Sawyer í fyrstu þáttaröð Deadwood.Behold Ricky Jay attacking Conan O'Brien and Jackie Chan with playing cards, one of the primary reasons for which late night television was created. https://t.co/TiYiKmyb50— Dan Telfer (@dantelfer) November 25, 2018 Starfsbræður hans úr töframanna- og leikarastétt hafa minnst Jay, meðal annars Penn Jilette úr tvíeykinu Penn & Teller og leikarinn Neil Patrick Harris.Master magician and historian Ricky Jay has passed away. The breadth of his knowledge and appreciation for magic and the allied arts was truly remarkable. Such sad news, such a profound loss. #RIP https://t.co/VRYRxhkQKr— Neil Patrick Harris (@ActuallyNPH) November 25, 2018 Oh man, Ricky Jay. Just a genius. One of the best who ever lived. We'll all miss you, Ricky. Oh man.— Penn Jillette (@pennjillette) November 25, 2018
Andlát Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Jóhanna Guðrún gæsuð Lífið Fleiri fréttir Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Sjá meira