Áttunda barn Clint Eastwood mætti á frumsýningu sem staðfesti þrálátan orðróm Atli Ísleifsson og Birgir Olgeirsson skrifa 13. desember 2018 00:04 Clint Eastwood á frumsýningu The Mule. Vísir/Getty Nýjasta kvikmynd bandaríska Óskarsverðlaunahafans Clint Eastwood var frumsýnd vestanhafs í vikunni. Myndin ber heitið The Mule en öll börn Eastwoods voru samankomin á frumsýningunni, átta talsins. Orðrómur hafði gengið lengi vel um Hollywood að Eastwood hefði eignast barn áður en hann sló í gegn fyrir mörgum áratugum og það barn hafi verið gefið til ættleiðingar. Eastwood gekkst þó ekki við því opinberlega að þetta hefði átt sér stað. Það vakti því mikla athygli á frumsýningunni á mánudag þegar áttunda afkvæmið bættist í hóp barna hans sem var á frumsýningunni. Um er að ræða Laurie Eastwood sem Clint Eastwood er sagður hafa eignast með konu sem hann átti í launsambandi við þegar hann var trúlofaður Maggie Johnson árið 1953. Yngsta dóttir Eastwood, hin 22 ára gamla Morgan, staðfesti við viðstadda á frumsýningunni að Laurie væri systir hennar. Hún birti mynd á Instagram þar sem hún sagði það afar sjaldgæft að öll átta afkvæmi Clints Eastwood væru saman á mynd. Það gerði einnig Alison Eastwood sem Clint eignaðist með Maggie Johnson. Laurie er fyrir miðju á myndinni. View this post on InstagramI'm not sure there has ever been a picture of all 8 kids together but here it is... #eastwoods A post shared by Alison Eastwood (@alison.e.wood) on Dec 10, 2018 at 11:59pm PSTÆvisagnaritarinn Patrick McGilligan sagði fyrst frá tilvist Laurie en McGilligan sagði Eastwood hafa átt í nánu sambandi við móður Laurie. Börn Clint Eastwood eru: Laurie Eastwood sem er sögð hafa fæðst um 1953. Kimber Lynn Eastwood sem hann eignaðist með Roxanne Tunis árið 1964. Kyle Eastwood sem hann eignaðist með Maggie Johnson árið 1968. Allison Eastwood sem hann eignaðist með Maggie Johnson árið 1972. Scott Eastwood sem hann eignaðist með Jacelyn Reeves árið 1986. Kathryn Eastwood sem hann eignaðist með Jacelyn Reeves árið 1988. Francesca Eastwood sem hann eignaðist með Frances Fisher árið 1993. Morgan Eastwood sem hann eignaðist með Dina Ruiz árið 1996. Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Sjá meira
Nýjasta kvikmynd bandaríska Óskarsverðlaunahafans Clint Eastwood var frumsýnd vestanhafs í vikunni. Myndin ber heitið The Mule en öll börn Eastwoods voru samankomin á frumsýningunni, átta talsins. Orðrómur hafði gengið lengi vel um Hollywood að Eastwood hefði eignast barn áður en hann sló í gegn fyrir mörgum áratugum og það barn hafi verið gefið til ættleiðingar. Eastwood gekkst þó ekki við því opinberlega að þetta hefði átt sér stað. Það vakti því mikla athygli á frumsýningunni á mánudag þegar áttunda afkvæmið bættist í hóp barna hans sem var á frumsýningunni. Um er að ræða Laurie Eastwood sem Clint Eastwood er sagður hafa eignast með konu sem hann átti í launsambandi við þegar hann var trúlofaður Maggie Johnson árið 1953. Yngsta dóttir Eastwood, hin 22 ára gamla Morgan, staðfesti við viðstadda á frumsýningunni að Laurie væri systir hennar. Hún birti mynd á Instagram þar sem hún sagði það afar sjaldgæft að öll átta afkvæmi Clints Eastwood væru saman á mynd. Það gerði einnig Alison Eastwood sem Clint eignaðist með Maggie Johnson. Laurie er fyrir miðju á myndinni. View this post on InstagramI'm not sure there has ever been a picture of all 8 kids together but here it is... #eastwoods A post shared by Alison Eastwood (@alison.e.wood) on Dec 10, 2018 at 11:59pm PSTÆvisagnaritarinn Patrick McGilligan sagði fyrst frá tilvist Laurie en McGilligan sagði Eastwood hafa átt í nánu sambandi við móður Laurie. Börn Clint Eastwood eru: Laurie Eastwood sem er sögð hafa fæðst um 1953. Kimber Lynn Eastwood sem hann eignaðist með Roxanne Tunis árið 1964. Kyle Eastwood sem hann eignaðist með Maggie Johnson árið 1968. Allison Eastwood sem hann eignaðist með Maggie Johnson árið 1972. Scott Eastwood sem hann eignaðist með Jacelyn Reeves árið 1986. Kathryn Eastwood sem hann eignaðist með Jacelyn Reeves árið 1988. Francesca Eastwood sem hann eignaðist með Frances Fisher árið 1993. Morgan Eastwood sem hann eignaðist með Dina Ruiz árið 1996.
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Sjá meira