Lífið

Björk selur einstaka penthouse-íbúð í Brooklyn á einn milljarð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Virkilega falleg eign á einum besta stað í heiminum.
Virkilega falleg eign á einum besta stað í heiminum.
Söngkonan Björk Guðmundsdóttir hefur sett penthouse íbúð sína í Brooklyn í New York á sölu en ásett verð er 9 milljónir dollara eða því sem samsvarar um einn milljarður íslenskra króna. Þetta kemur fram á vefsíðu Variety en Rúv  greindi fyrst frá málinu hér á landi.

Alls eru fjögur svefnherbergi í íbúðinni sem er á efstu hæð í fallegu húsi í góðu hverfi í Brooklyn. Fjögur baðherbergi eru síðan einnig í íbúðinni sem er um 280 fermetrar að stærð.

Variety segir að á sínum tíma hafi hjónin fyrrverandi Björk Guðmundsdóttir og Matthew Barney hafi keypt íbúðina á fjórar milljónir dollara en söngkonan keypti Barney út eftir að þau skildu árið 2013.

Variety hefur til sýnis nokkrar myndir af eigninni sem er öll hin glæsilegasta. Þar má gríðarlega fallega verönd á efstu hæð þar sem sjá má stórbrotið útsýni yfir Manhattan.

Hér má sjá myndir af eigninni


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.