Nóg að gerast í eldhúsinu Stefán Þór Hjartarson skrifar 25. febrúar 2017 10:30 Það er ýmislegt á leiðinni frá Sturlu Atlas og félögum á næstunni. Mynd/Kjartan Hreinsson Sturla Atlas sendir frá sér nýtt lag í dag og er það fyrsta smáskífan af nýrri plötu sem kemur út um miðjan mars. Laginu fylgir myndband og er þetta allt saman afrakstur síðustu mánaða í nýja stúdíóinu þeirra en myndbandið er allt saman framleitt í því. „Við byrjuðum að smíða okkur nýtt stúdíó í ágúst, minnir mig, og gátum farið að nota það í nóvember. Þá fórum við að vinna í nýrri plötu, sem kemur út núna 16. mars. Við erum búnir að vinna í þessu síðasta mánuðinn. Þetta voru ég, Sveinbjörn Hermigervill og Arnar Ingi sem erum búnir að vera að stýra upptökum,“ segir Logi Pedro Stefánsson, upptökustjóri og tónlistargúrú, sem er einn heilinn bak við Sturla Atlas-verkefnið – en Sturla gefur í dag út nýtt lag og myndband sem líta má á sem upphitun fyrir plötuna sem kemur núna út um miðjan mánuðinn. Sturla gaf síðast út plötuna Season 2 síðasta sumar en það var þriðja plata hans, eða þeirra – fer eftir því hvernig litið er á málið. Áður höfðu komið út plöturnar Love Hurts og These Days en þær komu báðar út árið 2016. „Það sem gerist þegar við erum að smíða stúdíóið er að við smíðum líka skrifstofurými. Þar fáum við klippara og myndatökumann sem vinna vídeóið við lagið. Jóhann – Joey, leikstýrir myndbandinu, Andri sem leigir með okkur skrifborð sér um að munda myndavélina og svo er það Ágúst Elí sem klippir. Þannig að þetta er allt gert hérna „in house“,“ segir Logi aðspurður hverjir komi að myndbandinu.Hver er sagan bak við lagið – er þetta gamli góði Sturla eða er um einhverja nýja stefnu að ræða? „Þetta lag er fyrir okkur eins mikið Sturla Atlas og Sturla Atlas verður. Arnar Ingi byrjaði að semja lagið fyrir nokkrum mánuðum og ég var í Tókýó að vinna á þeim tíma – svo kem ég heim og heyri lagið, þá er það bara undirspil sem er rosalega hægt, það er svona „chopped up not slopped up“ dæmi. Ég hraðaði því um helming, byrja að koma með sönglínur og þannig – síðan skiptum við út öllum hljóðborðum og því og þetta lag bara liggur í desember. Við negldum þetta frekar fljótt.“ Sturla Atlas hefur ekki alltaf einungis verið í tónlistinni – hönnun hefur verið áberandi hjá þeim drengjum og til að mynda hefur verið hannað buff, vatnsflöskur og fatnaður undir merkjum Sturlu Atlas.Má búast við einhverju slíku í tengslum við þessa nýju plötu? „Við gefum plötuna eða mixteipið í „physical formatti“ sem verður mjög sérstakt – en ég má ekki tjá mig um það strax því að það verður partur af HönnunarMars. En eins og við segjum eru hlutirnir „cooking“ – það er eitthvað í gangi í eldhúsinu. Við erum líka samhliða þessu að gera verkefni með 66°Norður sem við erum búnir að vera að pæla í síðasta mánuðinn. Þetta verður alveg ný nálgun á þetta. Við verðum með heilgalla, flíspeysujakka með bróderingu framan á, merki á ermunum og fleira – og hanska, við gerðum hanska. Það kemur allt út á föstudaginn.“ Ýmislegt á döfinni hjá Sturla Atlas, greinilega. Þeir hafa verið mjög duglegir að koma fram upp á síðkastið og hafa spilað á öllum helstu stöðunum hér á landi, voru til að mynda að spila á Sónar-hátíðinni og spiluðu í Bretlandi í janúar. Sturla Atlas spilar á The Great escape hátíðinni í Brighton í maí. Mest lesið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira
Sturla Atlas sendir frá sér nýtt lag í dag og er það fyrsta smáskífan af nýrri plötu sem kemur út um miðjan mars. Laginu fylgir myndband og er þetta allt saman afrakstur síðustu mánaða í nýja stúdíóinu þeirra en myndbandið er allt saman framleitt í því. „Við byrjuðum að smíða okkur nýtt stúdíó í ágúst, minnir mig, og gátum farið að nota það í nóvember. Þá fórum við að vinna í nýrri plötu, sem kemur út núna 16. mars. Við erum búnir að vinna í þessu síðasta mánuðinn. Þetta voru ég, Sveinbjörn Hermigervill og Arnar Ingi sem erum búnir að vera að stýra upptökum,“ segir Logi Pedro Stefánsson, upptökustjóri og tónlistargúrú, sem er einn heilinn bak við Sturla Atlas-verkefnið – en Sturla gefur í dag út nýtt lag og myndband sem líta má á sem upphitun fyrir plötuna sem kemur núna út um miðjan mánuðinn. Sturla gaf síðast út plötuna Season 2 síðasta sumar en það var þriðja plata hans, eða þeirra – fer eftir því hvernig litið er á málið. Áður höfðu komið út plöturnar Love Hurts og These Days en þær komu báðar út árið 2016. „Það sem gerist þegar við erum að smíða stúdíóið er að við smíðum líka skrifstofurými. Þar fáum við klippara og myndatökumann sem vinna vídeóið við lagið. Jóhann – Joey, leikstýrir myndbandinu, Andri sem leigir með okkur skrifborð sér um að munda myndavélina og svo er það Ágúst Elí sem klippir. Þannig að þetta er allt gert hérna „in house“,“ segir Logi aðspurður hverjir komi að myndbandinu.Hver er sagan bak við lagið – er þetta gamli góði Sturla eða er um einhverja nýja stefnu að ræða? „Þetta lag er fyrir okkur eins mikið Sturla Atlas og Sturla Atlas verður. Arnar Ingi byrjaði að semja lagið fyrir nokkrum mánuðum og ég var í Tókýó að vinna á þeim tíma – svo kem ég heim og heyri lagið, þá er það bara undirspil sem er rosalega hægt, það er svona „chopped up not slopped up“ dæmi. Ég hraðaði því um helming, byrja að koma með sönglínur og þannig – síðan skiptum við út öllum hljóðborðum og því og þetta lag bara liggur í desember. Við negldum þetta frekar fljótt.“ Sturla Atlas hefur ekki alltaf einungis verið í tónlistinni – hönnun hefur verið áberandi hjá þeim drengjum og til að mynda hefur verið hannað buff, vatnsflöskur og fatnaður undir merkjum Sturlu Atlas.Má búast við einhverju slíku í tengslum við þessa nýju plötu? „Við gefum plötuna eða mixteipið í „physical formatti“ sem verður mjög sérstakt – en ég má ekki tjá mig um það strax því að það verður partur af HönnunarMars. En eins og við segjum eru hlutirnir „cooking“ – það er eitthvað í gangi í eldhúsinu. Við erum líka samhliða þessu að gera verkefni með 66°Norður sem við erum búnir að vera að pæla í síðasta mánuðinn. Þetta verður alveg ný nálgun á þetta. Við verðum með heilgalla, flíspeysujakka með bróderingu framan á, merki á ermunum og fleira – og hanska, við gerðum hanska. Það kemur allt út á föstudaginn.“ Ýmislegt á döfinni hjá Sturla Atlas, greinilega. Þeir hafa verið mjög duglegir að koma fram upp á síðkastið og hafa spilað á öllum helstu stöðunum hér á landi, voru til að mynda að spila á Sónar-hátíðinni og spiluðu í Bretlandi í janúar. Sturla Atlas spilar á The Great escape hátíðinni í Brighton í maí.
Mest lesið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira