Ágústspá Siggu Kling - Tvíburi: Það býr í þér sálfræðingur 4. ágúst 2017 09:00 Elsku hjartans Tvíburinn minn, þú lifir sko lífinu til fulls og fylgir þinni lífsspeki helst fram í rauðan dauðann og ég bara dáist að krafti þínum og öllu því sem þú hefur til að bera. Þú ert svo yndislega næmur og beintengdur við almættið sem færir þér alls konar hugboð og þú þarft helst alltaf að hrinda öllu af stað núna eða strax. Þú hefur líka svo einstakt ímyndunarafl sem getur gert þig alveg vitlausan, þess vegna er svo mikilvægt að þú notir þetta afl til að skapa og skreyta líf þitt í öllum litum. Það er algengt að þú hafir góða rödd, getir sungið eða sért svo skemmtileg ræðumanneskja að annað fólk verður furðu lostið, en ef þú reynir að festa þig niður í ramma og vera eitthvað svo afskaplega skynsamur þá verðurðu alveg drepleiðinlegur og það hefur verstu áhrifin á þig. Það býr í þér sálfræðingur og þú gefur öðrum svo góð ráð, en gleymir stundum að fara eftir þeim sjálfur og þú felur tilfinningarnar þínar og sýnir ástina meira í formi athafna og gjafa - en þegar þú ert kominn á ystu nöf þá flæða orðin. Hugsaðu bara alltaf að þú sért á ystu nöf og leyfðu orðunum að flæða, því orðheppnara merki er ekki til. Þú lifir á hlátri, sól og sumri svo hafðu það alltaf í hádegismat. Plánetan Merkúr dansar yfir Tvíburanum og eflir það sem þú segir og það sem þú hugsar og þú verður svo snilldargóður í öllum samskiptum svo drífðu þig í að tala við þann eða þá sem geta komið þér þangað sem þú vilt - núna er tíminn. Það er í orku þinni að vera miðpunktur athyglinnar hvort sem þú vilt það eða ekki. Þú stendur alltaf upp úr hópnum því þú hefur svo mikinn karakter að bera og hefur svo skemmtilega hæfileika til að daðra og getur daðrað þig fremst í röðina, hvar svo sem sú röð er nú. Í ástinni verðurðu að hafa maka sem þú þarft að hafa fyrir því þá eru miklu meiri líkur að þú viljir halda í hann. En enginn segir þér til í ástinni og þegar þú ert á lausu áttu til að vera of hvikull og vera ástfanginn upp fyrir haus fyrir hádegi en vera svo skítsama seinnipartinn. Og í ástinni skaltu alls ekki vera ráðgjafi þess sem þú elskar heldur skaltu magna upp ástina og leyfa þeim sem þú elskar að vera nákvæmlega eins og hann vill. Ég segi það enn og aftur: þú ert sumarið. Setningin þín er: Ég fer í fríið (Þorgeir Ástvaldsson)Frægir Tvíburar: Ragnar Sigurðsson landsliðsmaður, Örn Árnason leikari, Óli Geir Jónsson plötusnúður, Bjarni töframaður, Hrund Þórsdóttir fréttakona, Össur Skarphéðinsson húmoristi, Johnny Depp leikari, Páll Magnússon fjölmiðlamaður, Kjartan Atli Kjartansson lífsspekúlant, Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari, Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, Andri Freyr útvarpsmaður og Lýðveldið Ísland, Donald Trump, Þórarinn Þórarinsson blaðamaður, Bjartmar Guðlaugsson, söngvari og snillingur. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Sjá meira
Elsku hjartans Tvíburinn minn, þú lifir sko lífinu til fulls og fylgir þinni lífsspeki helst fram í rauðan dauðann og ég bara dáist að krafti þínum og öllu því sem þú hefur til að bera. Þú ert svo yndislega næmur og beintengdur við almættið sem færir þér alls konar hugboð og þú þarft helst alltaf að hrinda öllu af stað núna eða strax. Þú hefur líka svo einstakt ímyndunarafl sem getur gert þig alveg vitlausan, þess vegna er svo mikilvægt að þú notir þetta afl til að skapa og skreyta líf þitt í öllum litum. Það er algengt að þú hafir góða rödd, getir sungið eða sért svo skemmtileg ræðumanneskja að annað fólk verður furðu lostið, en ef þú reynir að festa þig niður í ramma og vera eitthvað svo afskaplega skynsamur þá verðurðu alveg drepleiðinlegur og það hefur verstu áhrifin á þig. Það býr í þér sálfræðingur og þú gefur öðrum svo góð ráð, en gleymir stundum að fara eftir þeim sjálfur og þú felur tilfinningarnar þínar og sýnir ástina meira í formi athafna og gjafa - en þegar þú ert kominn á ystu nöf þá flæða orðin. Hugsaðu bara alltaf að þú sért á ystu nöf og leyfðu orðunum að flæða, því orðheppnara merki er ekki til. Þú lifir á hlátri, sól og sumri svo hafðu það alltaf í hádegismat. Plánetan Merkúr dansar yfir Tvíburanum og eflir það sem þú segir og það sem þú hugsar og þú verður svo snilldargóður í öllum samskiptum svo drífðu þig í að tala við þann eða þá sem geta komið þér þangað sem þú vilt - núna er tíminn. Það er í orku þinni að vera miðpunktur athyglinnar hvort sem þú vilt það eða ekki. Þú stendur alltaf upp úr hópnum því þú hefur svo mikinn karakter að bera og hefur svo skemmtilega hæfileika til að daðra og getur daðrað þig fremst í röðina, hvar svo sem sú röð er nú. Í ástinni verðurðu að hafa maka sem þú þarft að hafa fyrir því þá eru miklu meiri líkur að þú viljir halda í hann. En enginn segir þér til í ástinni og þegar þú ert á lausu áttu til að vera of hvikull og vera ástfanginn upp fyrir haus fyrir hádegi en vera svo skítsama seinnipartinn. Og í ástinni skaltu alls ekki vera ráðgjafi þess sem þú elskar heldur skaltu magna upp ástina og leyfa þeim sem þú elskar að vera nákvæmlega eins og hann vill. Ég segi það enn og aftur: þú ert sumarið. Setningin þín er: Ég fer í fríið (Þorgeir Ástvaldsson)Frægir Tvíburar: Ragnar Sigurðsson landsliðsmaður, Örn Árnason leikari, Óli Geir Jónsson plötusnúður, Bjarni töframaður, Hrund Þórsdóttir fréttakona, Össur Skarphéðinsson húmoristi, Johnny Depp leikari, Páll Magnússon fjölmiðlamaður, Kjartan Atli Kjartansson lífsspekúlant, Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari, Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, Andri Freyr útvarpsmaður og Lýðveldið Ísland, Donald Trump, Þórarinn Þórarinsson blaðamaður, Bjartmar Guðlaugsson, söngvari og snillingur.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Sjá meira