Ógleði olli veseni í upptökum Guðný Hrönn skrifar 4. maí 2017 11:15 Eva Laufey Kjaran var ekki alltaf upp á sitt besta á setti við gerð þáttanna Í eldhúsi Evu. Vísir/Ernir Sjónvarpskonan Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir birtist á skjánum í kvöld í nýrri þáttaröð, Í eldhúsi Evu. Eva Laufey naut þess í botn að taka upp þættina þó að morgunógleðin hafi sett strik í reikninginn en hún og eiginmaður hennar eiga von á barni. „Þessi þáttaröð sýnir þegar ég heimsæki frábæra veitingastaði og fæ að vera eins konar starfsmaður á plani ásamt því að ég fæ til mín góða gesti heim í eldhús sem kenna mér ýmis góð trix í eldhúsinu og fræða mig til dæmis um matarsóun okkar Íslendinga,“ segir Eva Laufey spurð út í hvað nýju sjónvarpsþættirnir hennar snúast um.„Í lok hvers þáttar býð ég svo áhorfendum heim til mín í eldhúsið mitt þar sem við eldum saman einfalda og góða rétti sem allir ættu að geta leikið eftir, og mér fannst það sérstaklega skemmtilegt að taka þættina upp heima og fá tækifæri til þess að bjóða áhorfendum heim til mín – ég hef ekki gert það áður og það er þess vegna mun persónulegra fyrir mig.“ Eva Laufey skemmti sér konunglega við gerð þáttanna en ferlið var samt ekki alltaf dans á rósum þar sem morgunógleði setti strik í reikninginn. „Ég var sem sagt komin um það bil fjórtán vikur á leið þegar við hófum tökur og var enn að berjast við blessaða morgunógleðina, og jú, ég ætla ekki að mæla sterklega með því að gera matreiðsluþætti með mikla ógleði,“ segir hún og hlær. Gosdrykkir og brauðát komu henni í gegnum þetta.„En ég vinn sem betur fer með svo frábæru tökuliði og þeir sýndu þessu auðvitað fullan skilning og þá voru gerð hlé þegar ógleðin stóð sem hæst?…og gosdrykkir komu mér í gegnum þetta?… og brauðát. Þess vegna var enn betra að vera heima hjá mér í upptökum, þegar heilsan er ekki upp á tíu! Þetta er sem betur fer bara fyndið núna,“ segir Eva Laufey sem getur hlegið að þessu núna. „En það var erfitt að vera ekki nógu hress alla upptökudagana, að vera flökurt og líða eins og maður sé þunnur allan daginn er ekkert endilega besta dagsformið sem ég hefði kosið.“ Eva Laufey og Haddi, eiginmaður hennar, eiga von á stelpu í september þannig að meðgangan er rúmlega hálfnuð. „Ég er komin yfir þennan erfiða hjalla,“ segir Eva sem er hrikalega spennt fyrir nýjasta fjölskyldumeðliminum sem er á leiðinni. „Við Haddi eigum svo eina sem verður þriggja ára í júlí, hana Ingibjörgu Rósu, og það verður því dásamlegt að fá eina litla skruddu í viðbót.” Í eldhúsi Evu fara í loftið í kvöld. Spurð út í hvort hún eigi uppáhaldsþátt á Eva erfitt með að svara. „Ég get ekki valið einn uppáhalds – þeir eru jafn ólíkir og þeir eru margir. Í fyrsta þættinum heimsæki ég bakaríið Brauð og Co. og læri að baka croissant frá grunni og mér þótti það einstaklega skemmtilegt því ég ELSKA croissant. Ég elska reyndar bakstur almennt og það mætti jú kannski segja að kökukerlingin ég hafi verið í essinu mínu í þeim þætti. Naut þess í botn! Svo fannst mér stórkostlegt að elda indverskan mat á Austur-Indíafjelaginu og að læra að útbúa alvöru sushi á Sushi Social, og að búa til ferskt pasta með öllu tilheyrandi. Sem sagt, ég elska alla þættina og hvert þema og hver þáttur hefur sinn sjarma.“ Evu fannst heillandi að fá að vera „starfsmaður á plani“ á öllum þessum ólíku stöðum. „Það skemmtilegasta er auðvitað að fá tækifæri til þess að gera það sem ég elska, að þróa nýjar uppskriftir, að fá að vera starfsmaður á plani á veitingastöðum og læra af öllu þessu frábæra fagfólki sem þar starfar og fara síðan heim í eldhúsið mitt og elda fyrir áhorfendur. Ég lærði rosalega margt í þessari seríu og vona að það skili sér heim í stofu og áhorfendur læri líka margt í leiðinni. Það skemmtilegasta er líka auðvitað að vinna með frábæra tökuliðinu mínu, en að vinna með því gerir alla daga stórkostlega.“ Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Fleiri fréttir Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Sjá meira
Sjónvarpskonan Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir birtist á skjánum í kvöld í nýrri þáttaröð, Í eldhúsi Evu. Eva Laufey naut þess í botn að taka upp þættina þó að morgunógleðin hafi sett strik í reikninginn en hún og eiginmaður hennar eiga von á barni. „Þessi þáttaröð sýnir þegar ég heimsæki frábæra veitingastaði og fæ að vera eins konar starfsmaður á plani ásamt því að ég fæ til mín góða gesti heim í eldhús sem kenna mér ýmis góð trix í eldhúsinu og fræða mig til dæmis um matarsóun okkar Íslendinga,“ segir Eva Laufey spurð út í hvað nýju sjónvarpsþættirnir hennar snúast um.„Í lok hvers þáttar býð ég svo áhorfendum heim til mín í eldhúsið mitt þar sem við eldum saman einfalda og góða rétti sem allir ættu að geta leikið eftir, og mér fannst það sérstaklega skemmtilegt að taka þættina upp heima og fá tækifæri til þess að bjóða áhorfendum heim til mín – ég hef ekki gert það áður og það er þess vegna mun persónulegra fyrir mig.“ Eva Laufey skemmti sér konunglega við gerð þáttanna en ferlið var samt ekki alltaf dans á rósum þar sem morgunógleði setti strik í reikninginn. „Ég var sem sagt komin um það bil fjórtán vikur á leið þegar við hófum tökur og var enn að berjast við blessaða morgunógleðina, og jú, ég ætla ekki að mæla sterklega með því að gera matreiðsluþætti með mikla ógleði,“ segir hún og hlær. Gosdrykkir og brauðát komu henni í gegnum þetta.„En ég vinn sem betur fer með svo frábæru tökuliði og þeir sýndu þessu auðvitað fullan skilning og þá voru gerð hlé þegar ógleðin stóð sem hæst?…og gosdrykkir komu mér í gegnum þetta?… og brauðát. Þess vegna var enn betra að vera heima hjá mér í upptökum, þegar heilsan er ekki upp á tíu! Þetta er sem betur fer bara fyndið núna,“ segir Eva Laufey sem getur hlegið að þessu núna. „En það var erfitt að vera ekki nógu hress alla upptökudagana, að vera flökurt og líða eins og maður sé þunnur allan daginn er ekkert endilega besta dagsformið sem ég hefði kosið.“ Eva Laufey og Haddi, eiginmaður hennar, eiga von á stelpu í september þannig að meðgangan er rúmlega hálfnuð. „Ég er komin yfir þennan erfiða hjalla,“ segir Eva sem er hrikalega spennt fyrir nýjasta fjölskyldumeðliminum sem er á leiðinni. „Við Haddi eigum svo eina sem verður þriggja ára í júlí, hana Ingibjörgu Rósu, og það verður því dásamlegt að fá eina litla skruddu í viðbót.” Í eldhúsi Evu fara í loftið í kvöld. Spurð út í hvort hún eigi uppáhaldsþátt á Eva erfitt með að svara. „Ég get ekki valið einn uppáhalds – þeir eru jafn ólíkir og þeir eru margir. Í fyrsta þættinum heimsæki ég bakaríið Brauð og Co. og læri að baka croissant frá grunni og mér þótti það einstaklega skemmtilegt því ég ELSKA croissant. Ég elska reyndar bakstur almennt og það mætti jú kannski segja að kökukerlingin ég hafi verið í essinu mínu í þeim þætti. Naut þess í botn! Svo fannst mér stórkostlegt að elda indverskan mat á Austur-Indíafjelaginu og að læra að útbúa alvöru sushi á Sushi Social, og að búa til ferskt pasta með öllu tilheyrandi. Sem sagt, ég elska alla þættina og hvert þema og hver þáttur hefur sinn sjarma.“ Evu fannst heillandi að fá að vera „starfsmaður á plani“ á öllum þessum ólíku stöðum. „Það skemmtilegasta er auðvitað að fá tækifæri til þess að gera það sem ég elska, að þróa nýjar uppskriftir, að fá að vera starfsmaður á plani á veitingastöðum og læra af öllu þessu frábæra fagfólki sem þar starfar og fara síðan heim í eldhúsið mitt og elda fyrir áhorfendur. Ég lærði rosalega margt í þessari seríu og vona að það skili sér heim í stofu og áhorfendur læri líka margt í leiðinni. Það skemmtilegasta er líka auðvitað að vinna með frábæra tökuliðinu mínu, en að vinna með því gerir alla daga stórkostlega.“
Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Fleiri fréttir Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Sjá meira