Innlent

Veður á ekki hafa áhrif á kjördag

Kjartan Kjartansson skrifar
Vætusamt og skýjað var þegar starfsmenn gerðu tilbúið fyrir kjördag í gær en spáð er bjartara veðri í höfuðborginni á kjördag.
Vætusamt og skýjað var þegar starfsmenn gerðu tilbúið fyrir kjördag í gær en spáð er bjartara veðri í höfuðborginni á kjördag. Vísir
Útlit er fyrir haustsól sunnan- og vestanlands á kjördag og ágætisveður heilt á litið á landinu. Þó gæti orðið svalt og stöku él á norðaustanverðu landinu, samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar.

Vindur snýst í norðvestanátt og gæti jafnvel orðið hvassara um tíma fyrri part dags á Austurlandi á morgun. Að öðru leyti er spáð björtu og fallegu veðri sunnan- og vestanlands.

Hitinn á að verða á bilinu fjögur til tíu stig en spár gera ráð fyrir að kólni þegar kemur fram á daginn og hitinn verði um frostmark undir kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×