Krefst tuga milljóna króna í skaðabætur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. september 2017 13:33 Sveinn Gestur Tryggvason leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur. Aðstandendur Arnars Jónssonar Aspar krefjast tug milljóna króna í skaðabætur frá Sveini. Vísir Barnsmóðir og sambýliskona Arnars Jónssonar Aspar, sem lést í kjölfar stórfelldrar líkamsárásar við heimili sitt að Æsustöðum í Mosfellsdal í júní síðastliðnum, krefst hátt í 50 milljóna króna í skaðabætur fyrir sig og dóttur sína úr hendi Sveins Gests Tryggvasonar sem ákærður er fyrir líkamsárásina á Arnar. Annars vegar gerir konan kröfu upp á tæpar 30 milljónir króna og hins vegar upp á rúmlega 18 milljónir króna fyrir dóttur sína. Þetta kemur fram í ákæru héraðssaksóknara á hendur Sveini Gesti sem gefin var út á fimmtudaginn í liðinni viku. Þar segir jafnframt að móðir Arnars krefjist fimm milljóna króna í miskabætur og þá krefst faðir hans bóta vegna útfarar og svo miskabóta, samtals um 1,7 milljónir króna.Kafnaði af völdum samverkandi þátta Fyrir hönd eldri dóttur Arnars gerir svo barnsmóðir hans kröfu um miskabætur að fjárhæð fimm milljónir króna sem og bætur vegna missis framfæranda að upphæð 1,3 milljónir króna. Samtals nema skaðabótakröfurnar í málinu því rúmum 60 milljónum króna. Sveinn Gestur er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til bana Arnars. Í ákærunni segir að Arnar hafi látið lífið vegna þess að öndunarhæfni hans minnkaði mikið. Það olli svo því að hann kafnaði en kæfinguna má rekja til nokkurra samverkandi þátta, það er „einkenna æsingaóráðs, þeirrar þvinguðu frambeygðu stöðu sem hann var í með hendur fyrir aftan bak, þunga ákærða sem þrýsti á brjósthol hans aftanvert, hálstaks í langan tíma og mótspyrnu hans sjálfs,“ eins og segir í ákæru. Sama dag og ákæran var gefin út var Sveinn Gestur leiddur fyrir dómara sem úrskurðaði hann í áframhaldandi gæsluvarðhald til 28. september næstkomandi. Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Sveinn Gestur lýsir áfram yfir sakleysi Verjandi Sveins Gests Tryggvasonar, sem var í gær ákærður vegna dauða Arnars Jónssonar Aspar, segir umbjóðanda sinn hafna ákærunni. "Hann hefur lýst sig saklausan af þessum ásökunum og heldur sig fast við það,“ segir verjandinn, Þorgils Þorgilsson, í samtali við blaðið. 1. september 2017 07:00 Kafnaði af völdum nokkurra samverkandi þátta Þetta kemur fram í ákæru á hendur Sveini Gesti Tryggvasyni en hann er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til bana Arnars Jónssonar Aspar. 4. september 2017 12:09 Sveinn Gestur ekki ákærður fyrir manndráp Héraðssaksóknari hefur ákært Svein Gest Tryggvason fyrir stórfellda líkamsárás. 31. ágúst 2017 16:04 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Sjá meira
Barnsmóðir og sambýliskona Arnars Jónssonar Aspar, sem lést í kjölfar stórfelldrar líkamsárásar við heimili sitt að Æsustöðum í Mosfellsdal í júní síðastliðnum, krefst hátt í 50 milljóna króna í skaðabætur fyrir sig og dóttur sína úr hendi Sveins Gests Tryggvasonar sem ákærður er fyrir líkamsárásina á Arnar. Annars vegar gerir konan kröfu upp á tæpar 30 milljónir króna og hins vegar upp á rúmlega 18 milljónir króna fyrir dóttur sína. Þetta kemur fram í ákæru héraðssaksóknara á hendur Sveini Gesti sem gefin var út á fimmtudaginn í liðinni viku. Þar segir jafnframt að móðir Arnars krefjist fimm milljóna króna í miskabætur og þá krefst faðir hans bóta vegna útfarar og svo miskabóta, samtals um 1,7 milljónir króna.Kafnaði af völdum samverkandi þátta Fyrir hönd eldri dóttur Arnars gerir svo barnsmóðir hans kröfu um miskabætur að fjárhæð fimm milljónir króna sem og bætur vegna missis framfæranda að upphæð 1,3 milljónir króna. Samtals nema skaðabótakröfurnar í málinu því rúmum 60 milljónum króna. Sveinn Gestur er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til bana Arnars. Í ákærunni segir að Arnar hafi látið lífið vegna þess að öndunarhæfni hans minnkaði mikið. Það olli svo því að hann kafnaði en kæfinguna má rekja til nokkurra samverkandi þátta, það er „einkenna æsingaóráðs, þeirrar þvinguðu frambeygðu stöðu sem hann var í með hendur fyrir aftan bak, þunga ákærða sem þrýsti á brjósthol hans aftanvert, hálstaks í langan tíma og mótspyrnu hans sjálfs,“ eins og segir í ákæru. Sama dag og ákæran var gefin út var Sveinn Gestur leiddur fyrir dómara sem úrskurðaði hann í áframhaldandi gæsluvarðhald til 28. september næstkomandi.
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Sveinn Gestur lýsir áfram yfir sakleysi Verjandi Sveins Gests Tryggvasonar, sem var í gær ákærður vegna dauða Arnars Jónssonar Aspar, segir umbjóðanda sinn hafna ákærunni. "Hann hefur lýst sig saklausan af þessum ásökunum og heldur sig fast við það,“ segir verjandinn, Þorgils Þorgilsson, í samtali við blaðið. 1. september 2017 07:00 Kafnaði af völdum nokkurra samverkandi þátta Þetta kemur fram í ákæru á hendur Sveini Gesti Tryggvasyni en hann er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til bana Arnars Jónssonar Aspar. 4. september 2017 12:09 Sveinn Gestur ekki ákærður fyrir manndráp Héraðssaksóknari hefur ákært Svein Gest Tryggvason fyrir stórfellda líkamsárás. 31. ágúst 2017 16:04 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Sjá meira
Sveinn Gestur lýsir áfram yfir sakleysi Verjandi Sveins Gests Tryggvasonar, sem var í gær ákærður vegna dauða Arnars Jónssonar Aspar, segir umbjóðanda sinn hafna ákærunni. "Hann hefur lýst sig saklausan af þessum ásökunum og heldur sig fast við það,“ segir verjandinn, Þorgils Þorgilsson, í samtali við blaðið. 1. september 2017 07:00
Kafnaði af völdum nokkurra samverkandi þátta Þetta kemur fram í ákæru á hendur Sveini Gesti Tryggvasyni en hann er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til bana Arnars Jónssonar Aspar. 4. september 2017 12:09
Sveinn Gestur ekki ákærður fyrir manndráp Héraðssaksóknari hefur ákært Svein Gest Tryggvason fyrir stórfellda líkamsárás. 31. ágúst 2017 16:04