Í innslagi sem sýnt var í þættinum brá leikkonan Kate McKinnon sér í gervi Conway uppáklædd líkt og trúðurinn í hrollvekjumyndinni It. Í innslaginu lokkar hún fréttmann CNN til tals við sig en grínið snýst um að Conway sé að reyna að troða sér í viðtal hjá fréttamanninum og lofar hún honum því að hún muni henda þar fram ýmsum staðhæfingum sem myndu vekja mikið umtal.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem SNL gerir grín að þekktum einstaklingum í innslögum sínum en Alec Baldwin hefur meðal annars nokkrum sinnum birst í gervi Donald Trump í þáttunum við góðar undirtektir.
Innslagið má sjá í heild sinni hér að neðan.