Há tré felld í Öskjuhlíð fyrir öryggi í flugi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 14. janúar 2017 07:00 Trjátopparnir í Öskjuhlíð ná svo hátt að það ógnar öryggi í flugi. vísir/Anton Brink „Flugvöllurinn, hvar sem hann kann að verða síðar, er núna hér samkvæmt skipulagi og þessi tré eru upp í öryggislínur,“ segir Þórólfur Jónsson, deildarstjóri Náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg, um væntanlega grisjun trjáa í Öskjuhlíð. Fella á 130 grenitré sem ná upp fyrir öryggisviðmið í aðflugslínu að Reykjavíkurflugvelli. Þegar sama krafa Isavia kom fram árið 2011 var hún harðlega gagnrýnd af Skógræktarfélagi Reykjavíkur og endaði borgin á að hafna áformunum. Með samkomulagi ríkisins og borgarinnar frá því í október 2013 var hins vegar ákveðið að trén yrðu felld. Að sögn Þórólfs er það helst á brún axlar út úr Öskjuhlíð sem þarf að fella tré. „Þar er grenilundur sem þarf að fara allur,“ segir hann. Reiknað sé með að á þeim stað verði ný tré gróðursett.Trjátopparnir í Öskjuhlíð ná svo hátt að öryggi í flugi stafar hætta af.vísir/anton brink„Að hluta til getur þetta verið grisjun, í stað þess að við séum að skilja stóru trén eftir eins og í venjulegri grisjun erum við að gera öfugt; tökum stóru trén og lægri trén standa eftir,“ segir Þórólfur. Þegar málið kom upphaflega til umræðu 2011 var rætt um að hugsanlega yrðu trén ekki felld heldur sagað ofan af þeim en Þórólfur segir það ekki í myndinni. „Það yrði óskapnaður sem við viljum ekki láta sjá eftir okkur,“ segir hann. Trén verði því söguð niður við jörð. Þórólfur kveðst ekki vita hversu gömul trén eru sem verða felld. „Kaldhæðnin í þessu er kannski að það voru starfsmenn Flugmálastjórnar sem byrjuðu að planta þarna í hlíðina upp úr 1950 þótt þetta séu nú líklega ekki sömu tré þótt sagan væri líklega betri þannig,“ segir hann.Þórólfur JónssonNokkrir verktakar hafa fengið gögn vegna útboðs á trjáfellingunni og býst Þórólfur við að þeir skili tilboðum í næstu viku. Verkinu eigi að vera lokið í mars. Trén sem til falla fara ekki langt heldur verða áfram í Öskjuhlíðinni. Greinarnir verða kurlaðar í stíga. „Stofnarnir eiga svo að fara í hof Ásatrúarmanna. Það er ákveðin sjálfbærni í því,“ segir Þórólfur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
„Flugvöllurinn, hvar sem hann kann að verða síðar, er núna hér samkvæmt skipulagi og þessi tré eru upp í öryggislínur,“ segir Þórólfur Jónsson, deildarstjóri Náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg, um væntanlega grisjun trjáa í Öskjuhlíð. Fella á 130 grenitré sem ná upp fyrir öryggisviðmið í aðflugslínu að Reykjavíkurflugvelli. Þegar sama krafa Isavia kom fram árið 2011 var hún harðlega gagnrýnd af Skógræktarfélagi Reykjavíkur og endaði borgin á að hafna áformunum. Með samkomulagi ríkisins og borgarinnar frá því í október 2013 var hins vegar ákveðið að trén yrðu felld. Að sögn Þórólfs er það helst á brún axlar út úr Öskjuhlíð sem þarf að fella tré. „Þar er grenilundur sem þarf að fara allur,“ segir hann. Reiknað sé með að á þeim stað verði ný tré gróðursett.Trjátopparnir í Öskjuhlíð ná svo hátt að öryggi í flugi stafar hætta af.vísir/anton brink„Að hluta til getur þetta verið grisjun, í stað þess að við séum að skilja stóru trén eftir eins og í venjulegri grisjun erum við að gera öfugt; tökum stóru trén og lægri trén standa eftir,“ segir Þórólfur. Þegar málið kom upphaflega til umræðu 2011 var rætt um að hugsanlega yrðu trén ekki felld heldur sagað ofan af þeim en Þórólfur segir það ekki í myndinni. „Það yrði óskapnaður sem við viljum ekki láta sjá eftir okkur,“ segir hann. Trén verði því söguð niður við jörð. Þórólfur kveðst ekki vita hversu gömul trén eru sem verða felld. „Kaldhæðnin í þessu er kannski að það voru starfsmenn Flugmálastjórnar sem byrjuðu að planta þarna í hlíðina upp úr 1950 þótt þetta séu nú líklega ekki sömu tré þótt sagan væri líklega betri þannig,“ segir hann.Þórólfur JónssonNokkrir verktakar hafa fengið gögn vegna útboðs á trjáfellingunni og býst Þórólfur við að þeir skili tilboðum í næstu viku. Verkinu eigi að vera lokið í mars. Trén sem til falla fara ekki langt heldur verða áfram í Öskjuhlíðinni. Greinarnir verða kurlaðar í stíga. „Stofnarnir eiga svo að fara í hof Ásatrúarmanna. Það er ákveðin sjálfbærni í því,“ segir Þórólfur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira