Sigmundur Davíð stofnar nýtt félag Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. maí 2017 18:30 Sigmundur Davíð segir hið nýstofnaða Framfarafélag ekki pólitískt. Vísir/Daníel Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tilkynnt um stofnun nýs félags sem á að „skapa öflugan vettvang fyrir frjálsa umræðu, fræðslu og framsetningu hugmynda og lausna.“ Hann var gestur þáttarins Reykjavík síðdegis á Bylgunni í dag og ræddi þar hið nýstofnaða félag, Framfarafélagið, og stöðu sína innan Framsóknarflokksins. Þá greindi hann einnig frá stofnun félagsins á Facebook-síðu sinni nú fyrir skömmu. Framfarafélagið er stofnað í kjölfar nýliðins miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins en þar virðist lengi hafa ríkt nokkur ólga um framtíð Sigmundar innan flokksins. Aðspurður hvort hann ætli hreinlega að stofna nýjan stjórnmálaflokk kvaðst Sigmundur ekki með slíkt í huga. „Nei, en það er hins vegar rétt að ástandið í flokknum er ekki gott. Þetta var reyndar góður miðstjórnarfundur að því leyti að menn voru þar afdráttarlausir, lýstu því afdráttarlaust yfir að þetta gengi ekki, staðan eins og hún er.“ Hann sagði þó að ágætt hefði verið að ræða stöðu flokksins og að eftir miðstjórnarfundinn sé ljóst að það sé ekki aðeins lítill hópur innan Framsóknarflokksins sem sé óánægður.„Mótefni við kerfisræði“ og vettvangur fyrir „lýðræðislega umræðu“Framfarafélagið heldur sinni fyrsta opna fund næstkomandi laugardag en Sigmundur segir félagið vettvang til að virkja fólk sem þekkir til á ýmsum og fjölbreyttum sviðum. Hann segir Framsóknarflokkinn ekki lengur þennan vettvang fyrir sig. „Það er ekki lengur tækifæri fyrir mig að hafa Framsóknarflokkinn sem þennan vettvang, ekki að sinni, en þetta er líka svarið við því hvernig stjórnmálin hafa verið að þróast,“ sagði Sigmundur. „Við munum leita eftir sjónarmiðum þeirra sem best þekkja til á hverju sviði og leita til fólks sem sér hlutina í nýju ljósi og getur bent á frumlegar og snjallar leiðir og lausnir,“ sagði Sigmundur enn fremur í Facebook-færslu sinni um stofnun Framfarafélagsins í dag. Í viðtalinu í Reykjavík síðdegis ítrekaði Sigmundur einnig að Framfarafélagið væri bæði svar við kerfisræði og ríkjandi ástandi í íslenskum stjórnmálum um þessar mundir, sem Sigmundi þykir einsleitt. Hann segir stjórnmálamenn jafnframt ekki sinna hlutverki sínu ef þeir forðast að skapa umræðu. Þá segir hann Framfarafélagið lið í því að „losna við kerfisræði, losna við pólitíska rétttrúnaðinn og hvetja aftur til raunverulegrar lýðræðislegri umræðu.“ Aðspurður hvort félagið sé fyrsti vísir að „Framfaraflokknum“ sagði Sigmundur félagið ekki stofnað sem stjórnmálaflokk. Þá sagði hann Framsóknarmenn vinna að stofnun félagsins en það væri ekki flokkspólitískt. Fyrst og fremst væri Framfarafélagið vettvangur fyrir lýðræðislega umræðu og hugmyndir. „Það eru Framsóknarmenn sem koma að þessu með mér en svo eru allir framfarasinnar boðnir velkomnir.“Tilkynningu Sigmundar um stofnun Framfarafélagsins má lesa hér að neðan: Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tilkynnt um stofnun nýs félags sem á að „skapa öflugan vettvang fyrir frjálsa umræðu, fræðslu og framsetningu hugmynda og lausna.“ Hann var gestur þáttarins Reykjavík síðdegis á Bylgunni í dag og ræddi þar hið nýstofnaða félag, Framfarafélagið, og stöðu sína innan Framsóknarflokksins. Þá greindi hann einnig frá stofnun félagsins á Facebook-síðu sinni nú fyrir skömmu. Framfarafélagið er stofnað í kjölfar nýliðins miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins en þar virðist lengi hafa ríkt nokkur ólga um framtíð Sigmundar innan flokksins. Aðspurður hvort hann ætli hreinlega að stofna nýjan stjórnmálaflokk kvaðst Sigmundur ekki með slíkt í huga. „Nei, en það er hins vegar rétt að ástandið í flokknum er ekki gott. Þetta var reyndar góður miðstjórnarfundur að því leyti að menn voru þar afdráttarlausir, lýstu því afdráttarlaust yfir að þetta gengi ekki, staðan eins og hún er.“ Hann sagði þó að ágætt hefði verið að ræða stöðu flokksins og að eftir miðstjórnarfundinn sé ljóst að það sé ekki aðeins lítill hópur innan Framsóknarflokksins sem sé óánægður.„Mótefni við kerfisræði“ og vettvangur fyrir „lýðræðislega umræðu“Framfarafélagið heldur sinni fyrsta opna fund næstkomandi laugardag en Sigmundur segir félagið vettvang til að virkja fólk sem þekkir til á ýmsum og fjölbreyttum sviðum. Hann segir Framsóknarflokkinn ekki lengur þennan vettvang fyrir sig. „Það er ekki lengur tækifæri fyrir mig að hafa Framsóknarflokkinn sem þennan vettvang, ekki að sinni, en þetta er líka svarið við því hvernig stjórnmálin hafa verið að þróast,“ sagði Sigmundur. „Við munum leita eftir sjónarmiðum þeirra sem best þekkja til á hverju sviði og leita til fólks sem sér hlutina í nýju ljósi og getur bent á frumlegar og snjallar leiðir og lausnir,“ sagði Sigmundur enn fremur í Facebook-færslu sinni um stofnun Framfarafélagsins í dag. Í viðtalinu í Reykjavík síðdegis ítrekaði Sigmundur einnig að Framfarafélagið væri bæði svar við kerfisræði og ríkjandi ástandi í íslenskum stjórnmálum um þessar mundir, sem Sigmundi þykir einsleitt. Hann segir stjórnmálamenn jafnframt ekki sinna hlutverki sínu ef þeir forðast að skapa umræðu. Þá segir hann Framfarafélagið lið í því að „losna við kerfisræði, losna við pólitíska rétttrúnaðinn og hvetja aftur til raunverulegrar lýðræðislegri umræðu.“ Aðspurður hvort félagið sé fyrsti vísir að „Framfaraflokknum“ sagði Sigmundur félagið ekki stofnað sem stjórnmálaflokk. Þá sagði hann Framsóknarmenn vinna að stofnun félagsins en það væri ekki flokkspólitískt. Fyrst og fremst væri Framfarafélagið vettvangur fyrir lýðræðislega umræðu og hugmyndir. „Það eru Framsóknarmenn sem koma að þessu með mér en svo eru allir framfarasinnar boðnir velkomnir.“Tilkynningu Sigmundar um stofnun Framfarafélagsins má lesa hér að neðan:
Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent