Viðbúnaðarstig aukið: Töluverðar líkur á að fuglaflensan berist til landsins Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. mars 2017 15:04 Viðbúnaðarstig hefur verið hækkað. vísir/eyþór Viðbúnaðarstig vegna varna gegn fuglaflensu hér á landi hefur verið auki. Taldar eru töluverðar líkur á að afbrigði fuglaflensuveirunnar sem nú geisar í Evrópu berist hingað til lands og að alifuglar smitist af veirunni. Aukið viðbúnaðarstig þýðir að allir fuglar í haldi þurfi tímabundið að vera haldnir í yfirbyggðum gerðum þar sem villtir fuglar komast ekki inn í eða í fuglaheldum húsum, að því er segir í tilkynningu frá Matvælastofnun. Starfshópur á vegum stofnunarinnar hefur metið ástandið og telur töluverðar líkur á að veiran berist með farfuglum sem nú eru farnir að streyma til landsins. „Í þeim faraldri sem geisar í Evrópu nú er smit frá villtum fuglum talin vera megin smitleiðin í alifugla. Það er því hætta á að alifuglar hér á landi smitist af þeim farfuglunum sem koma frá sýktum svæðum, sér í lagi þeir sem haldnir eru utandyra og þar sem smitvörnum er ábótavant,“ segir í tilkynningunni. Afleiðingar sjúkdómsins eru alvarlegar, þar sem stór hluti fuglanna getur drepist og fyrirskipa þarf aflífun á öllum fuglum á búi sem fuglaflensa greinist á, auk ýmis konar takmarkana sem leggja þarf á starfsemi á stóru svæði umhverfis viðkomandi bú. Ekki er talin vera smithætta fyrir fólk af þessu afbrigði fuglaflensuveirunnar og ekki stafar smithætta af neyslu afurða úr alifuglum. Það er óvíst hvað aukið viðbúnaðarstig mun vara í langan tíma en starfshópurinn endurmetur smithættuna reglulega. Óvíst er hvað aukið viðbúnaðarstig mun vara í langan tíma en starfshópurinn endurmetur smithættuna reglulega. Birtar hafa verið reglur um smitvarnir, sem nálgast má á vef Matvælastofnunar. Afbrigðið, H5N8, hefur meðal annars greinst á þeim slóðum sem íslenskir fuglar halda sig að vetri til. Tengdar fréttir Telja líklegt að fuglaflensa berist hingað til lands Viðbúnaðarstig hefur verið hækkað. 2. mars 2017 11:56 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira
Viðbúnaðarstig vegna varna gegn fuglaflensu hér á landi hefur verið auki. Taldar eru töluverðar líkur á að afbrigði fuglaflensuveirunnar sem nú geisar í Evrópu berist hingað til lands og að alifuglar smitist af veirunni. Aukið viðbúnaðarstig þýðir að allir fuglar í haldi þurfi tímabundið að vera haldnir í yfirbyggðum gerðum þar sem villtir fuglar komast ekki inn í eða í fuglaheldum húsum, að því er segir í tilkynningu frá Matvælastofnun. Starfshópur á vegum stofnunarinnar hefur metið ástandið og telur töluverðar líkur á að veiran berist með farfuglum sem nú eru farnir að streyma til landsins. „Í þeim faraldri sem geisar í Evrópu nú er smit frá villtum fuglum talin vera megin smitleiðin í alifugla. Það er því hætta á að alifuglar hér á landi smitist af þeim farfuglunum sem koma frá sýktum svæðum, sér í lagi þeir sem haldnir eru utandyra og þar sem smitvörnum er ábótavant,“ segir í tilkynningunni. Afleiðingar sjúkdómsins eru alvarlegar, þar sem stór hluti fuglanna getur drepist og fyrirskipa þarf aflífun á öllum fuglum á búi sem fuglaflensa greinist á, auk ýmis konar takmarkana sem leggja þarf á starfsemi á stóru svæði umhverfis viðkomandi bú. Ekki er talin vera smithætta fyrir fólk af þessu afbrigði fuglaflensuveirunnar og ekki stafar smithætta af neyslu afurða úr alifuglum. Það er óvíst hvað aukið viðbúnaðarstig mun vara í langan tíma en starfshópurinn endurmetur smithættuna reglulega. Óvíst er hvað aukið viðbúnaðarstig mun vara í langan tíma en starfshópurinn endurmetur smithættuna reglulega. Birtar hafa verið reglur um smitvarnir, sem nálgast má á vef Matvælastofnunar. Afbrigðið, H5N8, hefur meðal annars greinst á þeim slóðum sem íslenskir fuglar halda sig að vetri til.
Tengdar fréttir Telja líklegt að fuglaflensa berist hingað til lands Viðbúnaðarstig hefur verið hækkað. 2. mars 2017 11:56 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira
Telja líklegt að fuglaflensa berist hingað til lands Viðbúnaðarstig hefur verið hækkað. 2. mars 2017 11:56