Skora á Sigríði að stöðva flutning hælisleitenda til Grikklands og Ítalíu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. mars 2017 16:56 Sigríði var send áskorunin í dag. vísir/ernir Átta þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa skorað á Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra að stöðva tafarlaust allar endursendingar umsækjenda um alþjóðlega vernd til Ítalíu og Grikklands. Vilja þeir einnig að allar endursendingar sem þegar hafa átt sér stað verði endurskoðaðar. „Vakin er athygli á því að Mannréttindadómstóll Evrópu hefur ítrekað úrskurðað að endursendingar flóttamanna til landa þar sem hætta er á að þeir verði sendir áfram til landsvæðis þar sem grundvallarréttindum þeirra er hætta búin stangist á við Mannréttindasáttmála Evrópu sem og alþjóðlegan flóttamannarétt,“ segir í áskoruninni. Þá beri þess að geta að Mannréttindadómstóllinn hafi ekki snúið við ákvörðunum sínum um að endursendingar aðildarríkja til Grikklands stangist á við mannréttindasáttmálann, vegna óviðunandi aðbúnaðar flóttamanna þar í landi. Sömuleiðis hafi dómstóllinn gert alvarlegar athugasemdir við endursendingar viðkvæmra og varnarlausra einstaklinga til Ítalíu vegna bágra aðstæðna þar. „Dómsmálaráðuneytið hætti af þessum sökum endursendingum til þessara ríkja í desember 2015. Undirrituð telja þá ákvörðun enn eiga rétt á sér. Enn býr flóttafólk við óviðunandi aðstæður í þessum ríkjum.“ Þingmennirnir sem skrifa undir áskorunina eru Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Andrés Ingi Jónsson, Gunnar Hrafn Jónsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Logi Einrasosn, Guðjón S. Brjánsson, Ásta Guðrún Helgadóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir. Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira
Átta þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa skorað á Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra að stöðva tafarlaust allar endursendingar umsækjenda um alþjóðlega vernd til Ítalíu og Grikklands. Vilja þeir einnig að allar endursendingar sem þegar hafa átt sér stað verði endurskoðaðar. „Vakin er athygli á því að Mannréttindadómstóll Evrópu hefur ítrekað úrskurðað að endursendingar flóttamanna til landa þar sem hætta er á að þeir verði sendir áfram til landsvæðis þar sem grundvallarréttindum þeirra er hætta búin stangist á við Mannréttindasáttmála Evrópu sem og alþjóðlegan flóttamannarétt,“ segir í áskoruninni. Þá beri þess að geta að Mannréttindadómstóllinn hafi ekki snúið við ákvörðunum sínum um að endursendingar aðildarríkja til Grikklands stangist á við mannréttindasáttmálann, vegna óviðunandi aðbúnaðar flóttamanna þar í landi. Sömuleiðis hafi dómstóllinn gert alvarlegar athugasemdir við endursendingar viðkvæmra og varnarlausra einstaklinga til Ítalíu vegna bágra aðstæðna þar. „Dómsmálaráðuneytið hætti af þessum sökum endursendingum til þessara ríkja í desember 2015. Undirrituð telja þá ákvörðun enn eiga rétt á sér. Enn býr flóttafólk við óviðunandi aðstæður í þessum ríkjum.“ Þingmennirnir sem skrifa undir áskorunina eru Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Andrés Ingi Jónsson, Gunnar Hrafn Jónsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Logi Einrasosn, Guðjón S. Brjánsson, Ásta Guðrún Helgadóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir.
Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira