Talið stórkostlegt gáleysi að senda sms undir stýri Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. maí 2017 12:50 Konan fær ekki fullar bætur þar sem hún var talin hafa sýnt af sér stórkostlegt gáleysi með því að senda sms undir stýri. vísir/getty Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær Vátryggingafélag Íslands, VÍS, af kröfu konu sem keyrði bíl sínum framan á aðra bifreið á Reykjanesbraut í október 2014. Konan ók bílnum yfir á rangan vegarhelming sem varð til þess að að hún lenti framan á bifreiðinni. Hún tjáði lögreglu sem kom á staðinn að hún hefði verið að senda sms undir stýrir og því ekki fylgst nógu vel með veginum. Í skýrslu lögreglunnar kom fram að aðstæður hefðu verið með þeim hætti að myrkur var úti og að malbik vegar hafi verið blautt. Þá segir að konan hafi ekið bíl sínum á 80 kílómetra hraða á klukkustund en ökumaður bílsins sem hún ók framan á hafi verið á 60 kílómetra hraða. Ökumaðurinn ók út í kant til að reyna að forðast áreksturinn þegar hann sá hinn bílinn koma yfir á rangan vegarhelming.Varanleg örorka konunnar átta prósent Konan sem stefndi VÍS hafði fengið bætur greiddar frá tryggingafélaginu sem námu 1/3 þess tjóns sem hún varð fyrir en upphæðin var í samræmi við niðurstöðu úrskurðarnefndar í vátryggingarmálum. Þangað leitaði konan eftir að VÍS hafði hafnað bótakröfu hennar þar sem fyrirtækið taldi hana hafa sýnt af sér stórkostlegt gáleysi þar sem hún var að senda sms á meðan hún var að keyra. Úrskurðarnefndin taldi það einnig en þó ætti að greiða konunni bætur að hluta. Varanleg örorka hennar eftir slysið er átta prósent. Fyrir dómi byggði konan málið á því að hún hefði sýnt af sér gáleysi við aksturinn en ekki stórkostlegt gáleysi. Það væri því ekki rétt að skerða bótarétt hennar um 2/3.„Sök stefnanda var því mikil“ Tryggingafélagið byggði hins vegar á því að konan hefði nú þegar fengið tjón sitt bætt og ætti ekki rétt á frekari greiðslum. Hún hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi við aksturinn þar sem hún var að senda sms og því væri heimilt að skerða bótagreiðsluna til hennar að 2/3 hluta. Héraðsdómur féllst á þessi rök VÍS með vísan í það að ólöglegt er „að nota farsíma við akstur vélknúins ökutækis nema handfrjáls búnaður væri notaður,“ eins og segir í dómnum. Þá segir þar jafnframt: „Á þeim vegarkafla er slysið varð, 4. október 2014, var umferð úr gagnstæðum áttum ekki aðskilin með vegriði eða á annan hátt og ein akbraut í hvora átt. Umferðarhraði var töluverður. Hefur stefnandi lýst því að hún hafi ekið á 80 km. hraða m.v. klst. er áreksturinn hafi orðið, sem hafi verið innan hámarkshraða á veginum. Mörg mjög alvarleg umferðarslys, þ. á m. banaslys, hafa átt sér stað á Reykjanesbraut við viðlíka aðstæður og hér voru. Þegar umferð úr gagnstæðum áttum er ekki skilin að með vegriði eða á annan tryggan hátt verður högg það mikið við framanáakstur að líkur á banaslysi eru miklar, svo sem dæmin sanna. Sök stefnanda var því mikil þegar hún ákvað að senda smáskilaboð úr farsíma sínum við akstur á 80 km. hraða m.v. klst. umrætt sinn. Hún fór ekki að þeirri skýru varúðarreglu sem mælt er fyrir um í 47. gr. a laga nr. 50/1987. Óumdeilt er að þetta framferði stefnanda orsakaði tjón hennar. Þegar til hins háa sakarstigs er litið er það mat dómsins að stefnandi hafi gerst sek um stórkostlegt gáleysi í skilningi 90. gr. laga nr. 30/2004, sem heimilað hafi stefnda að skerða bætur til hennar um 2/3 hluta. Á þeim forsendum verður stefndi sýknaður af öllum kröfum stefnanda, en við skýringu á ákvæðum 1. mgr. 90. gr. i.f. laga nr. 30/2004 nægir að eitthvert þeirra atriða sem þar eru tilgreind ráði niðurstöðu málsins.“ Var VÍS því sýknað af kröfu konunnar en dóm héraðsdóms má sjá hér. Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær Vátryggingafélag Íslands, VÍS, af kröfu konu sem keyrði bíl sínum framan á aðra bifreið á Reykjanesbraut í október 2014. Konan ók bílnum yfir á rangan vegarhelming sem varð til þess að að hún lenti framan á bifreiðinni. Hún tjáði lögreglu sem kom á staðinn að hún hefði verið að senda sms undir stýrir og því ekki fylgst nógu vel með veginum. Í skýrslu lögreglunnar kom fram að aðstæður hefðu verið með þeim hætti að myrkur var úti og að malbik vegar hafi verið blautt. Þá segir að konan hafi ekið bíl sínum á 80 kílómetra hraða á klukkustund en ökumaður bílsins sem hún ók framan á hafi verið á 60 kílómetra hraða. Ökumaðurinn ók út í kant til að reyna að forðast áreksturinn þegar hann sá hinn bílinn koma yfir á rangan vegarhelming.Varanleg örorka konunnar átta prósent Konan sem stefndi VÍS hafði fengið bætur greiddar frá tryggingafélaginu sem námu 1/3 þess tjóns sem hún varð fyrir en upphæðin var í samræmi við niðurstöðu úrskurðarnefndar í vátryggingarmálum. Þangað leitaði konan eftir að VÍS hafði hafnað bótakröfu hennar þar sem fyrirtækið taldi hana hafa sýnt af sér stórkostlegt gáleysi þar sem hún var að senda sms á meðan hún var að keyra. Úrskurðarnefndin taldi það einnig en þó ætti að greiða konunni bætur að hluta. Varanleg örorka hennar eftir slysið er átta prósent. Fyrir dómi byggði konan málið á því að hún hefði sýnt af sér gáleysi við aksturinn en ekki stórkostlegt gáleysi. Það væri því ekki rétt að skerða bótarétt hennar um 2/3.„Sök stefnanda var því mikil“ Tryggingafélagið byggði hins vegar á því að konan hefði nú þegar fengið tjón sitt bætt og ætti ekki rétt á frekari greiðslum. Hún hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi við aksturinn þar sem hún var að senda sms og því væri heimilt að skerða bótagreiðsluna til hennar að 2/3 hluta. Héraðsdómur féllst á þessi rök VÍS með vísan í það að ólöglegt er „að nota farsíma við akstur vélknúins ökutækis nema handfrjáls búnaður væri notaður,“ eins og segir í dómnum. Þá segir þar jafnframt: „Á þeim vegarkafla er slysið varð, 4. október 2014, var umferð úr gagnstæðum áttum ekki aðskilin með vegriði eða á annan hátt og ein akbraut í hvora átt. Umferðarhraði var töluverður. Hefur stefnandi lýst því að hún hafi ekið á 80 km. hraða m.v. klst. er áreksturinn hafi orðið, sem hafi verið innan hámarkshraða á veginum. Mörg mjög alvarleg umferðarslys, þ. á m. banaslys, hafa átt sér stað á Reykjanesbraut við viðlíka aðstæður og hér voru. Þegar umferð úr gagnstæðum áttum er ekki skilin að með vegriði eða á annan tryggan hátt verður högg það mikið við framanáakstur að líkur á banaslysi eru miklar, svo sem dæmin sanna. Sök stefnanda var því mikil þegar hún ákvað að senda smáskilaboð úr farsíma sínum við akstur á 80 km. hraða m.v. klst. umrætt sinn. Hún fór ekki að þeirri skýru varúðarreglu sem mælt er fyrir um í 47. gr. a laga nr. 50/1987. Óumdeilt er að þetta framferði stefnanda orsakaði tjón hennar. Þegar til hins háa sakarstigs er litið er það mat dómsins að stefnandi hafi gerst sek um stórkostlegt gáleysi í skilningi 90. gr. laga nr. 30/2004, sem heimilað hafi stefnda að skerða bætur til hennar um 2/3 hluta. Á þeim forsendum verður stefndi sýknaður af öllum kröfum stefnanda, en við skýringu á ákvæðum 1. mgr. 90. gr. i.f. laga nr. 30/2004 nægir að eitthvert þeirra atriða sem þar eru tilgreind ráði niðurstöðu málsins.“ Var VÍS því sýknað af kröfu konunnar en dóm héraðsdóms má sjá hér.
Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira