Hrím hönnunarhús braut lög með hærri launum til karls Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. júlí 2017 07:00 Fólkið að baki Hrími hannaði kynjagleraugun árið 2010. Vísir/Pjetur Hrím hönnunarhús braut gegn ákvæðum jafnréttislaga með því að borga kvenkyns starfsmanni lægri laun en starfsbróður hennar. Eigendur verslunarinnar töldu sig fara eftir lögum og eru daprir yfir niðurstöðunni. Umræddur starfsmaður, Ragnheiður Stefánsdóttir, hóf störf hjá fyrirtækinu í september í fyrra. Ekki var gerður skriflegur ráðningarsamningur en henni tjáð að launin væru eftir föstum taxta. Eftir að hún fékk fastar vaktir var dagvinnukaup 1.700 krónur á tímann en yfirvinnutaxti 2.300 krónur. Í nóvember var ráðinn karlkyns starfsmaður í verslunina og að jólatörninni lokinni komst Ragnheiður að því að hann hafði fengið 2.000 krónur á tímann í dagvinnu en 2.500 krónur í yfirvinnu. Þegar því var hafnað að greiða henni jafn há laun og karlinum sagði hún upp störfum. „Þetta mál hjá mér snýst því ekki um peninga eða bætur heldur vissi ég að það hefði verið brotið á mér. Ef ég hefði ekki leitað til kærunefndarinnar þá hefði mismununin mögulega haldið áfram í framkvæmd,“ segir Ragnheiður. „Þetta var réttlætismál fyrir mér og ég vona að Hrím komi vel fram við alla starfsmenn sína sama af hvoru kyni þeir eru og greiði sömu laun fyrir jafn verðmæt störf.“Ragnheiður StefánsdóttirEinar Örn Einarsson, fjármálastjóri Hríms, segir niðurstöðuna vonbrigði. Hrím og stofnendur þess hafi alla tíð lagt sig fram í jafnréttismálum og meðal annars hannað kynjagleraugun sem seld voru á haustmánuðum 2010. Einar rekur Hrím ásamt eiginkonu sinni, Tinnu Brá Baldvinsdóttur, en hún er annar stofnandi verslunarinnar. „Þarna er um að ræða tvo starfsmenn, sinn í hvoru starfinu sem eru gjörólík í eðli sínu. Annars vegar fastráðinn karlmann og konu í helgarstarfi. Við vorum með sérstakan taxta fyrir fastráðna og annan fyrir helgarstarfsfólk auk þess sem starfsskyldur voru ekki þær sömu,“ segir Einar. Ekki voru gerðir skriflegir ráðningarsamningar þess efnis. Í niðurstöðu kærunefndarinnar segir að þar sem engin gögn séu til um starfsskyldur, kaup og kjör, verði það lagt til grundvallar að starf Ragnheiðar hafi verið jafn verðmætt og starf karlkyns samstarfsfélaga hennar. Að auki benti nefndin á að ólöglegt sé að mismuna starfsmönnum eftir starfshlutfalli. „Okkur fannst geggjað að ráða karl til starfa en þetta hafði verið mikill kvennavinnustaður. Við réðum hann inn á sömu launum og konurnar í föstu starfi. Hefðum við ráðið inn konu hefðum við sennilega ekki brotið nein jafnréttislög,“ segir Einar. Hann segir aðstandendur Hríms ekki hafa ákveðið hvort farið verði með málið lengra. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Hrím hönnunarhús braut gegn ákvæðum jafnréttislaga með því að borga kvenkyns starfsmanni lægri laun en starfsbróður hennar. Eigendur verslunarinnar töldu sig fara eftir lögum og eru daprir yfir niðurstöðunni. Umræddur starfsmaður, Ragnheiður Stefánsdóttir, hóf störf hjá fyrirtækinu í september í fyrra. Ekki var gerður skriflegur ráðningarsamningur en henni tjáð að launin væru eftir föstum taxta. Eftir að hún fékk fastar vaktir var dagvinnukaup 1.700 krónur á tímann en yfirvinnutaxti 2.300 krónur. Í nóvember var ráðinn karlkyns starfsmaður í verslunina og að jólatörninni lokinni komst Ragnheiður að því að hann hafði fengið 2.000 krónur á tímann í dagvinnu en 2.500 krónur í yfirvinnu. Þegar því var hafnað að greiða henni jafn há laun og karlinum sagði hún upp störfum. „Þetta mál hjá mér snýst því ekki um peninga eða bætur heldur vissi ég að það hefði verið brotið á mér. Ef ég hefði ekki leitað til kærunefndarinnar þá hefði mismununin mögulega haldið áfram í framkvæmd,“ segir Ragnheiður. „Þetta var réttlætismál fyrir mér og ég vona að Hrím komi vel fram við alla starfsmenn sína sama af hvoru kyni þeir eru og greiði sömu laun fyrir jafn verðmæt störf.“Ragnheiður StefánsdóttirEinar Örn Einarsson, fjármálastjóri Hríms, segir niðurstöðuna vonbrigði. Hrím og stofnendur þess hafi alla tíð lagt sig fram í jafnréttismálum og meðal annars hannað kynjagleraugun sem seld voru á haustmánuðum 2010. Einar rekur Hrím ásamt eiginkonu sinni, Tinnu Brá Baldvinsdóttur, en hún er annar stofnandi verslunarinnar. „Þarna er um að ræða tvo starfsmenn, sinn í hvoru starfinu sem eru gjörólík í eðli sínu. Annars vegar fastráðinn karlmann og konu í helgarstarfi. Við vorum með sérstakan taxta fyrir fastráðna og annan fyrir helgarstarfsfólk auk þess sem starfsskyldur voru ekki þær sömu,“ segir Einar. Ekki voru gerðir skriflegir ráðningarsamningar þess efnis. Í niðurstöðu kærunefndarinnar segir að þar sem engin gögn séu til um starfsskyldur, kaup og kjör, verði það lagt til grundvallar að starf Ragnheiðar hafi verið jafn verðmætt og starf karlkyns samstarfsfélaga hennar. Að auki benti nefndin á að ólöglegt sé að mismuna starfsmönnum eftir starfshlutfalli. „Okkur fannst geggjað að ráða karl til starfa en þetta hafði verið mikill kvennavinnustaður. Við réðum hann inn á sömu launum og konurnar í föstu starfi. Hefðum við ráðið inn konu hefðum við sennilega ekki brotið nein jafnréttislög,“ segir Einar. Hann segir aðstandendur Hríms ekki hafa ákveðið hvort farið verði með málið lengra.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira