Ný vinnsla ljós í myrkrinu fyrir Akranes Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. september 2017 06:00 Jónína, Erla og Sella vissu ekki hvað tæki við hjá sér í dag. Allar voru þær án atvinnu eftir brotthvarf HB Granda. Vísir/Anton Brink „Ég á fjögurra ára starfsafmæli hérna 1. september,“ segir Erla Sigurbjörnsdóttir, sem var með þeim síðustu til að yfirgefa bolfisksvinnslu HB Granda á Akranesi í gær er henni var skellt í lás í síðasta skipti. Erla er ein þeirra sem sitja eftir án atvinnu eftir brotthvarfið. Stjórnendur fyrirtækisins tilkynntu starfsfólki og öðrum um fyrirætlan sína undir lok marsmánaðar. Í kjölfarið hófust viðræður milli bæjarins og útgerðarinnar um hvort mögulegt væri að gera nauðsynlegar úrbætur á mannvirkjum á staðnum til að forða því að fyrirtækið færi á brott. Það tókst ekki og fengu 86 manns því uppsagnarbréf. „Einhverjir fengu starf hjá Norðanfiski og Vigni [G. Jónsson] og einhverjir ætla að fara til Reykjavíkur en það hafa ekki allir tök á því,“ segir Jónína Björg Magnúsdóttir fiskvinnslukona. Vinnsla í Reykjavík hefjist klukkan átta á morgnana sem þýðir að leggja þurfi af stað um sjö frá Akranesi. Þegar yfirvinna er í boði er byrjað klukkan sex og aftur þarf að fara um klukkutíma fyrr af stað. „Slíkt gengur ekki fyrir fólk með börn sem þarf að koma í leikskóla eða í skóla.“ Líkt og Erla var Jónína atvinnulaus í dagslok í gær. Hún hafði starfað í rúm sjö ár hjá fyrirtækinu og gengið í hin ýmsu störf. Þó var hún oftast inni í vélasal á Baader-vél, að hausa, handflaka eða roðfletta. Erla og Jónína stóðu saman fyrir utan verksmiðjuna ásamt Sesselju Andrésdóttur en hún er aldrei kölluð neitt annað en Sella. Þær segja andrúmsloftið síðasta daginn hafa verið blendið. Framan af degi hafi fólk gantast og hlegið en þegar líða tók á daginn hafi stemningin breyst. Margir hafi tárast. „Ég átti ekki von á því í upphafi dags að gráta en það gerðist síðan,“ segir Jónína. „Ég grét ekki. Ég var alltof reið til þess að gráta,“ segir Sella. Þetta er í annað skiptið sem hún lendir í hópuppsögn af hálfu HB Granda en það gerðist einnig árið 2008 í tengslum við endurskipulagningu. Þá var hún endurráðin. „Ég læt ekki bjóða mér svona einu sinni enn.“ Stöllurnar segja allar að starfsandinn innan vinnslunnar hafi verið frábær. Það hafi komið fyrir að fólk hafi rifist og öskrað sín á milli en það hafi alltaf verið gleymt og grafið jafnóðum. „Meðalstarfsaldurinn í húsinu er held ég yfir tíu ár. Samheldnin er mikil. Þetta er fólk sem hefur unnið ótrúlega lengi saman sem er að lenda í því að tvístrast núna þvers og kruss,“ segir Sella. Þær segja að þær telji líklegt að ef önnur vinnsla verði opnuð á staðnum muni þeir sem þáðu starf í Reykjavík reyna að komast aftur upp á Akranes. Það gæti gerst strax í upphafi næsta árs. Í gær, skömmu eftir að vinnslu HB Granda var lokað, var tilkynnt að Ísfiskur ehf. hefði keypt vinnsluna og hluta vinnslulínunnar fyrir 340 milljónir króna. Fyrirtækið hefur verið rekið í Kópavogi frá stofnun þess árið 1980. Um fjörutíu starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu. „Ég vonast að sjálfsögðu til að hluti núverandi starfsfólks fylgi okkur upp á Skaga,“ segir Albert Svavarsson, framkvæmdastjóri Ísfisks. Þó verði að sjálfsögðu til einhver störf fyrir heimamenn. „Það var ekkert augljóst pláss fyrir okkur áfram í Kópavogi. Við hlökkum mjög til að fara að vinna með Skagamönnum og lítum framtíðina björtum augum.“ Fréttablaðið sló á þráðinn til Jónínu eftir að fréttirnar af kaupum Ísfisks bárust. Hún sagði það gleðifréttir að nýtt fyrirtæki kæmi í bæinn og vonandi yrðu einhver störf til. Það myndi tíminn þó leiða í ljós.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Sjá meira
„Ég á fjögurra ára starfsafmæli hérna 1. september,“ segir Erla Sigurbjörnsdóttir, sem var með þeim síðustu til að yfirgefa bolfisksvinnslu HB Granda á Akranesi í gær er henni var skellt í lás í síðasta skipti. Erla er ein þeirra sem sitja eftir án atvinnu eftir brotthvarfið. Stjórnendur fyrirtækisins tilkynntu starfsfólki og öðrum um fyrirætlan sína undir lok marsmánaðar. Í kjölfarið hófust viðræður milli bæjarins og útgerðarinnar um hvort mögulegt væri að gera nauðsynlegar úrbætur á mannvirkjum á staðnum til að forða því að fyrirtækið færi á brott. Það tókst ekki og fengu 86 manns því uppsagnarbréf. „Einhverjir fengu starf hjá Norðanfiski og Vigni [G. Jónsson] og einhverjir ætla að fara til Reykjavíkur en það hafa ekki allir tök á því,“ segir Jónína Björg Magnúsdóttir fiskvinnslukona. Vinnsla í Reykjavík hefjist klukkan átta á morgnana sem þýðir að leggja þurfi af stað um sjö frá Akranesi. Þegar yfirvinna er í boði er byrjað klukkan sex og aftur þarf að fara um klukkutíma fyrr af stað. „Slíkt gengur ekki fyrir fólk með börn sem þarf að koma í leikskóla eða í skóla.“ Líkt og Erla var Jónína atvinnulaus í dagslok í gær. Hún hafði starfað í rúm sjö ár hjá fyrirtækinu og gengið í hin ýmsu störf. Þó var hún oftast inni í vélasal á Baader-vél, að hausa, handflaka eða roðfletta. Erla og Jónína stóðu saman fyrir utan verksmiðjuna ásamt Sesselju Andrésdóttur en hún er aldrei kölluð neitt annað en Sella. Þær segja andrúmsloftið síðasta daginn hafa verið blendið. Framan af degi hafi fólk gantast og hlegið en þegar líða tók á daginn hafi stemningin breyst. Margir hafi tárast. „Ég átti ekki von á því í upphafi dags að gráta en það gerðist síðan,“ segir Jónína. „Ég grét ekki. Ég var alltof reið til þess að gráta,“ segir Sella. Þetta er í annað skiptið sem hún lendir í hópuppsögn af hálfu HB Granda en það gerðist einnig árið 2008 í tengslum við endurskipulagningu. Þá var hún endurráðin. „Ég læt ekki bjóða mér svona einu sinni enn.“ Stöllurnar segja allar að starfsandinn innan vinnslunnar hafi verið frábær. Það hafi komið fyrir að fólk hafi rifist og öskrað sín á milli en það hafi alltaf verið gleymt og grafið jafnóðum. „Meðalstarfsaldurinn í húsinu er held ég yfir tíu ár. Samheldnin er mikil. Þetta er fólk sem hefur unnið ótrúlega lengi saman sem er að lenda í því að tvístrast núna þvers og kruss,“ segir Sella. Þær segja að þær telji líklegt að ef önnur vinnsla verði opnuð á staðnum muni þeir sem þáðu starf í Reykjavík reyna að komast aftur upp á Akranes. Það gæti gerst strax í upphafi næsta árs. Í gær, skömmu eftir að vinnslu HB Granda var lokað, var tilkynnt að Ísfiskur ehf. hefði keypt vinnsluna og hluta vinnslulínunnar fyrir 340 milljónir króna. Fyrirtækið hefur verið rekið í Kópavogi frá stofnun þess árið 1980. Um fjörutíu starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu. „Ég vonast að sjálfsögðu til að hluti núverandi starfsfólks fylgi okkur upp á Skaga,“ segir Albert Svavarsson, framkvæmdastjóri Ísfisks. Þó verði að sjálfsögðu til einhver störf fyrir heimamenn. „Það var ekkert augljóst pláss fyrir okkur áfram í Kópavogi. Við hlökkum mjög til að fara að vinna með Skagamönnum og lítum framtíðina björtum augum.“ Fréttablaðið sló á þráðinn til Jónínu eftir að fréttirnar af kaupum Ísfisks bárust. Hún sagði það gleðifréttir að nýtt fyrirtæki kæmi í bæinn og vonandi yrðu einhver störf til. Það myndi tíminn þó leiða í ljós.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Sjá meira