Maður féll í Gullfoss Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. júlí 2017 17:40 Mikill viðbúnaður er við Gullfoss. vísir/magnús hlynur Víðtæk leit stendur yfir að manni sem féll í Gullfoss laust fyrir klukkan fimm í dag. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa verið kallaðar út, en auk þess er allt tiltækt lið lögreglu, sjúkraliðs og björgunarsveita á staðnum. Björgunarsveitir eru á hæsta forgangi. Fyrri þyrlan fór í loftið klukkan rúmlega 17 og var hún komin á vettvang rúmum tuttugu mínútum síðar. Um hálftíma síðar var ákveðið að senda aðra þyrlu með sérhæfða björgunarsveitarmenn á vettvang. Stjórn aðgerða er í höndum lögreglunnar á Suðurlandi. Gert er ráð fyrir að leitað verði fram á nótt, og aftur í fyrramálið.Nýjustu upplýsingar hér að neðan:Uppfært klukkan 23.12Lögregla telur sig nú vita með nokkurri vissu hver maðurinn sem féll í Gullfoss er. Bílar á svæðinu voru skoðaðir og út frá því fann lögregla út nafn mannsins. Þó er enn unnið að staðfestingu, að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi. „Við teljum okkur farin að vita það, já. Það er ákveðin skoðun í gangi,“ segir Sveinn Kristján í samtali við Vísi, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig frekar um það að svo stöddu. Nánar hér. Uppfært klukkan 22.35 Landsbjörg hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu: „Núna um klukkan 22:30, eru 145 björgunarmenn skráðir í aðgerðina á 28 tækjum, bílum, bátum og Jetskium. Ætlunin er að leita áfram fram á nótt með útkíkki í nótt og í fyrramálið verður leit haldið áfram. Björgunarmenn eru að leita á brún gilsins við mjög erfiðar aðstæður þar sem brúnin er hál, eins eru bátar að leita neðar í Hvítá. Ferðaþjónustuaðilar hafa einnig lánað búnað til leitarinnar.“Uppfært klukkan 21.10 Önnur þyrla Landhelgisgæslunnar er komin aftur til Reykjavíkur, á meðan hin verður áfram við leitina. Viðbragðsaðilar komu saman til stöðufundar klukkan 21. Björgunarsveitarfólki hefur verið fjölgað, og eru nú allt að 150 manns að leita.Uppfært klukkan 20.50 Ekki er vitað hver maðurinn er né af hvaða þjóðerni, að sögn lögreglunnar á Suðurlandi. Ekki er talið að hann hafi verið með hópi og þá hefur enginn leitað til lögreglu sem saknar hans. Unnið er eftir ákveðnum vísbendingum til þess að komast að frekari upplýsingum um manninn og meðal annars er verið að skoða bíla á svæðinu.Uppfært klukkan 19.00 Drónar hafa bæst við leitina og göngumenn hafa verið fengnir til þess að leita meðfram árbakkanum. Þá er jafnframt notast við sérhæfðan straumvatnsbúnað.Uppfært klukkan 18.27 Yfir hundrað manns frá björgunarsveitum á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu taka þátt í leitinni. Kafarar og bátar hafa sömuleiðis verið sendir á vettvang.Um hundrað björgunarsveitarmenn eru á staðnum.vísir/magnús hlynurvísir/magnús hlynurvísir/magnús hlynur Leit við Gullfoss Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Víðtæk leit stendur yfir að manni sem féll í Gullfoss laust fyrir klukkan fimm í dag. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa verið kallaðar út, en auk þess er allt tiltækt lið lögreglu, sjúkraliðs og björgunarsveita á staðnum. Björgunarsveitir eru á hæsta forgangi. Fyrri þyrlan fór í loftið klukkan rúmlega 17 og var hún komin á vettvang rúmum tuttugu mínútum síðar. Um hálftíma síðar var ákveðið að senda aðra þyrlu með sérhæfða björgunarsveitarmenn á vettvang. Stjórn aðgerða er í höndum lögreglunnar á Suðurlandi. Gert er ráð fyrir að leitað verði fram á nótt, og aftur í fyrramálið.Nýjustu upplýsingar hér að neðan:Uppfært klukkan 23.12Lögregla telur sig nú vita með nokkurri vissu hver maðurinn sem féll í Gullfoss er. Bílar á svæðinu voru skoðaðir og út frá því fann lögregla út nafn mannsins. Þó er enn unnið að staðfestingu, að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi. „Við teljum okkur farin að vita það, já. Það er ákveðin skoðun í gangi,“ segir Sveinn Kristján í samtali við Vísi, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig frekar um það að svo stöddu. Nánar hér. Uppfært klukkan 22.35 Landsbjörg hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu: „Núna um klukkan 22:30, eru 145 björgunarmenn skráðir í aðgerðina á 28 tækjum, bílum, bátum og Jetskium. Ætlunin er að leita áfram fram á nótt með útkíkki í nótt og í fyrramálið verður leit haldið áfram. Björgunarmenn eru að leita á brún gilsins við mjög erfiðar aðstæður þar sem brúnin er hál, eins eru bátar að leita neðar í Hvítá. Ferðaþjónustuaðilar hafa einnig lánað búnað til leitarinnar.“Uppfært klukkan 21.10 Önnur þyrla Landhelgisgæslunnar er komin aftur til Reykjavíkur, á meðan hin verður áfram við leitina. Viðbragðsaðilar komu saman til stöðufundar klukkan 21. Björgunarsveitarfólki hefur verið fjölgað, og eru nú allt að 150 manns að leita.Uppfært klukkan 20.50 Ekki er vitað hver maðurinn er né af hvaða þjóðerni, að sögn lögreglunnar á Suðurlandi. Ekki er talið að hann hafi verið með hópi og þá hefur enginn leitað til lögreglu sem saknar hans. Unnið er eftir ákveðnum vísbendingum til þess að komast að frekari upplýsingum um manninn og meðal annars er verið að skoða bíla á svæðinu.Uppfært klukkan 19.00 Drónar hafa bæst við leitina og göngumenn hafa verið fengnir til þess að leita meðfram árbakkanum. Þá er jafnframt notast við sérhæfðan straumvatnsbúnað.Uppfært klukkan 18.27 Yfir hundrað manns frá björgunarsveitum á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu taka þátt í leitinni. Kafarar og bátar hafa sömuleiðis verið sendir á vettvang.Um hundrað björgunarsveitarmenn eru á staðnum.vísir/magnús hlynurvísir/magnús hlynurvísir/magnús hlynur
Leit við Gullfoss Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira