Sóli Hólm ekki lengur með krabbamein: „Ég er auðvitað í skýjunum “ Birgir Olgeirsson skrifar 29. nóvember 2017 19:24 Sólmundur Hólm Sólmundsson. Vísir/Stefán Sjónvarpsmaðurinn Sólmundur Hólm greinir frá því á Facebook að hann sé ekki lengur með krabbamein og lyfjameðferð hans lokið. Sólmundur, eða Sóli eins og hann er jafnan kallaður, sagði frá því október síðastliðnum að hann hefði verið greindur með Hodgkins eitlakrabbamein í júlí síðastliðnum. Fyrsta ágúst síðastliðinn hófst lyfjameðferð þar sem hann mætti í lyfjagjöf á tveggja vikna fresti en hann hefur ekki farið í slíka lyfjagjöf frá 6. nóvember. Engin krabbameinsvirkni Í síðustu viku fór hann í þriðja sinn til Kaupmannahafnar í PET-skanna og sýndi sú skoðun að eitlarnir sem voru með krabbamein hafa ýmist minnkað eða hreinlega horfið. „Það sem er þó öllu mikilvægara er að engin krabbameinsvirkni mældist eða sást neins staðar. Það þýðir einfaldlega það að ég er ekki lengur með krabbamein og lyfjameðferðin er formlega búin. Hvað ætlið þið að gera í því? Eitlarnir sem eftir eru halda svo áfram að minnka þó lyfjameðferð sé lokið.“ Hann segist ekki enn vera búinn að ná þessum tíðindum og eigi bágt með að trúa að hann þurfi ekki að mæta í lyfjagjöf á mánudag. „Það er hins vegar staðreynd,“ segir hann í færslunni á Facebook. Hann segir jákvæðni hafa haldið sér gangandi í gegnum allt ferlið sem og allt það frábæra fólk sem hann hefur í sínu lífi. Eitt sem hann kemur til með að sakna „Ég er auðvitað í skýjunum með að vera laus við krabbameinið en ég verð að viðurkenna að það er eitt sem ég kem til með að sakna. Það er hið svokallaða cancer card, það er að nota krabbameinið sem afsökun til að sleppa við að gera hitt og þetta. Ég hef aðallega notað krabbameinskortið innan heimilisins og oft verið „allt of slappur“ til að taka úr þvottavélinni og henda í þurrkarann. Þess vegna mætti segja að krabbameinið hafi lent jafnvel enn meira á Viktoríu (sambýliskonu hans) en mér að sumu leyti,“ segir Sóli. Hann segir stórt verkefni fram undan við að koma sér aftur í form. „Ég stend uppi sem feitur sköllóttur maður, með ekkert þrek og litla orku. Allt eru þetta þó þættir sem tíminn mun bæta og auðvitað ég sjálfur með tilheyrandi æfingum.“ Með færslunni deilir hann myndum sem ljósmyndarinn Baldur Kristjánsson tók af honum daginn áður en hann byrjaði í lyfjameðferð og svo aðra sem hann tók daginn eftir að Sóli fékk að vita að hann væri ekki með krabbamein. „Leiðinleg staðreynd að ég leit töluvert betur út með krabbamein en án þess J,“ segir Sóli í færslunni. Tengdar fréttir Sóli Hólm berst við krabbamein Segir krabbameinstegundina svara lyfjameðferð yfirleitt vel og batahorfur góðar. 3. október 2017 20:50 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Sjá meira
Sjónvarpsmaðurinn Sólmundur Hólm greinir frá því á Facebook að hann sé ekki lengur með krabbamein og lyfjameðferð hans lokið. Sólmundur, eða Sóli eins og hann er jafnan kallaður, sagði frá því október síðastliðnum að hann hefði verið greindur með Hodgkins eitlakrabbamein í júlí síðastliðnum. Fyrsta ágúst síðastliðinn hófst lyfjameðferð þar sem hann mætti í lyfjagjöf á tveggja vikna fresti en hann hefur ekki farið í slíka lyfjagjöf frá 6. nóvember. Engin krabbameinsvirkni Í síðustu viku fór hann í þriðja sinn til Kaupmannahafnar í PET-skanna og sýndi sú skoðun að eitlarnir sem voru með krabbamein hafa ýmist minnkað eða hreinlega horfið. „Það sem er þó öllu mikilvægara er að engin krabbameinsvirkni mældist eða sást neins staðar. Það þýðir einfaldlega það að ég er ekki lengur með krabbamein og lyfjameðferðin er formlega búin. Hvað ætlið þið að gera í því? Eitlarnir sem eftir eru halda svo áfram að minnka þó lyfjameðferð sé lokið.“ Hann segist ekki enn vera búinn að ná þessum tíðindum og eigi bágt með að trúa að hann þurfi ekki að mæta í lyfjagjöf á mánudag. „Það er hins vegar staðreynd,“ segir hann í færslunni á Facebook. Hann segir jákvæðni hafa haldið sér gangandi í gegnum allt ferlið sem og allt það frábæra fólk sem hann hefur í sínu lífi. Eitt sem hann kemur til með að sakna „Ég er auðvitað í skýjunum með að vera laus við krabbameinið en ég verð að viðurkenna að það er eitt sem ég kem til með að sakna. Það er hið svokallaða cancer card, það er að nota krabbameinið sem afsökun til að sleppa við að gera hitt og þetta. Ég hef aðallega notað krabbameinskortið innan heimilisins og oft verið „allt of slappur“ til að taka úr þvottavélinni og henda í þurrkarann. Þess vegna mætti segja að krabbameinið hafi lent jafnvel enn meira á Viktoríu (sambýliskonu hans) en mér að sumu leyti,“ segir Sóli. Hann segir stórt verkefni fram undan við að koma sér aftur í form. „Ég stend uppi sem feitur sköllóttur maður, með ekkert þrek og litla orku. Allt eru þetta þó þættir sem tíminn mun bæta og auðvitað ég sjálfur með tilheyrandi æfingum.“ Með færslunni deilir hann myndum sem ljósmyndarinn Baldur Kristjánsson tók af honum daginn áður en hann byrjaði í lyfjameðferð og svo aðra sem hann tók daginn eftir að Sóli fékk að vita að hann væri ekki með krabbamein. „Leiðinleg staðreynd að ég leit töluvert betur út með krabbamein en án þess J,“ segir Sóli í færslunni.
Tengdar fréttir Sóli Hólm berst við krabbamein Segir krabbameinstegundina svara lyfjameðferð yfirleitt vel og batahorfur góðar. 3. október 2017 20:50 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Sjá meira
Sóli Hólm berst við krabbamein Segir krabbameinstegundina svara lyfjameðferð yfirleitt vel og batahorfur góðar. 3. október 2017 20:50