Sóli Hólm ekki lengur með krabbamein: „Ég er auðvitað í skýjunum “ Birgir Olgeirsson skrifar 29. nóvember 2017 19:24 Sólmundur Hólm Sólmundsson. Vísir/Stefán Sjónvarpsmaðurinn Sólmundur Hólm greinir frá því á Facebook að hann sé ekki lengur með krabbamein og lyfjameðferð hans lokið. Sólmundur, eða Sóli eins og hann er jafnan kallaður, sagði frá því október síðastliðnum að hann hefði verið greindur með Hodgkins eitlakrabbamein í júlí síðastliðnum. Fyrsta ágúst síðastliðinn hófst lyfjameðferð þar sem hann mætti í lyfjagjöf á tveggja vikna fresti en hann hefur ekki farið í slíka lyfjagjöf frá 6. nóvember. Engin krabbameinsvirkni Í síðustu viku fór hann í þriðja sinn til Kaupmannahafnar í PET-skanna og sýndi sú skoðun að eitlarnir sem voru með krabbamein hafa ýmist minnkað eða hreinlega horfið. „Það sem er þó öllu mikilvægara er að engin krabbameinsvirkni mældist eða sást neins staðar. Það þýðir einfaldlega það að ég er ekki lengur með krabbamein og lyfjameðferðin er formlega búin. Hvað ætlið þið að gera í því? Eitlarnir sem eftir eru halda svo áfram að minnka þó lyfjameðferð sé lokið.“ Hann segist ekki enn vera búinn að ná þessum tíðindum og eigi bágt með að trúa að hann þurfi ekki að mæta í lyfjagjöf á mánudag. „Það er hins vegar staðreynd,“ segir hann í færslunni á Facebook. Hann segir jákvæðni hafa haldið sér gangandi í gegnum allt ferlið sem og allt það frábæra fólk sem hann hefur í sínu lífi. Eitt sem hann kemur til með að sakna „Ég er auðvitað í skýjunum með að vera laus við krabbameinið en ég verð að viðurkenna að það er eitt sem ég kem til með að sakna. Það er hið svokallaða cancer card, það er að nota krabbameinið sem afsökun til að sleppa við að gera hitt og þetta. Ég hef aðallega notað krabbameinskortið innan heimilisins og oft verið „allt of slappur“ til að taka úr þvottavélinni og henda í þurrkarann. Þess vegna mætti segja að krabbameinið hafi lent jafnvel enn meira á Viktoríu (sambýliskonu hans) en mér að sumu leyti,“ segir Sóli. Hann segir stórt verkefni fram undan við að koma sér aftur í form. „Ég stend uppi sem feitur sköllóttur maður, með ekkert þrek og litla orku. Allt eru þetta þó þættir sem tíminn mun bæta og auðvitað ég sjálfur með tilheyrandi æfingum.“ Með færslunni deilir hann myndum sem ljósmyndarinn Baldur Kristjánsson tók af honum daginn áður en hann byrjaði í lyfjameðferð og svo aðra sem hann tók daginn eftir að Sóli fékk að vita að hann væri ekki með krabbamein. „Leiðinleg staðreynd að ég leit töluvert betur út með krabbamein en án þess J,“ segir Sóli í færslunni. Tengdar fréttir Sóli Hólm berst við krabbamein Segir krabbameinstegundina svara lyfjameðferð yfirleitt vel og batahorfur góðar. 3. október 2017 20:50 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira
Sjónvarpsmaðurinn Sólmundur Hólm greinir frá því á Facebook að hann sé ekki lengur með krabbamein og lyfjameðferð hans lokið. Sólmundur, eða Sóli eins og hann er jafnan kallaður, sagði frá því október síðastliðnum að hann hefði verið greindur með Hodgkins eitlakrabbamein í júlí síðastliðnum. Fyrsta ágúst síðastliðinn hófst lyfjameðferð þar sem hann mætti í lyfjagjöf á tveggja vikna fresti en hann hefur ekki farið í slíka lyfjagjöf frá 6. nóvember. Engin krabbameinsvirkni Í síðustu viku fór hann í þriðja sinn til Kaupmannahafnar í PET-skanna og sýndi sú skoðun að eitlarnir sem voru með krabbamein hafa ýmist minnkað eða hreinlega horfið. „Það sem er þó öllu mikilvægara er að engin krabbameinsvirkni mældist eða sást neins staðar. Það þýðir einfaldlega það að ég er ekki lengur með krabbamein og lyfjameðferðin er formlega búin. Hvað ætlið þið að gera í því? Eitlarnir sem eftir eru halda svo áfram að minnka þó lyfjameðferð sé lokið.“ Hann segist ekki enn vera búinn að ná þessum tíðindum og eigi bágt með að trúa að hann þurfi ekki að mæta í lyfjagjöf á mánudag. „Það er hins vegar staðreynd,“ segir hann í færslunni á Facebook. Hann segir jákvæðni hafa haldið sér gangandi í gegnum allt ferlið sem og allt það frábæra fólk sem hann hefur í sínu lífi. Eitt sem hann kemur til með að sakna „Ég er auðvitað í skýjunum með að vera laus við krabbameinið en ég verð að viðurkenna að það er eitt sem ég kem til með að sakna. Það er hið svokallaða cancer card, það er að nota krabbameinið sem afsökun til að sleppa við að gera hitt og þetta. Ég hef aðallega notað krabbameinskortið innan heimilisins og oft verið „allt of slappur“ til að taka úr þvottavélinni og henda í þurrkarann. Þess vegna mætti segja að krabbameinið hafi lent jafnvel enn meira á Viktoríu (sambýliskonu hans) en mér að sumu leyti,“ segir Sóli. Hann segir stórt verkefni fram undan við að koma sér aftur í form. „Ég stend uppi sem feitur sköllóttur maður, með ekkert þrek og litla orku. Allt eru þetta þó þættir sem tíminn mun bæta og auðvitað ég sjálfur með tilheyrandi æfingum.“ Með færslunni deilir hann myndum sem ljósmyndarinn Baldur Kristjánsson tók af honum daginn áður en hann byrjaði í lyfjameðferð og svo aðra sem hann tók daginn eftir að Sóli fékk að vita að hann væri ekki með krabbamein. „Leiðinleg staðreynd að ég leit töluvert betur út með krabbamein en án þess J,“ segir Sóli í færslunni.
Tengdar fréttir Sóli Hólm berst við krabbamein Segir krabbameinstegundina svara lyfjameðferð yfirleitt vel og batahorfur góðar. 3. október 2017 20:50 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira
Sóli Hólm berst við krabbamein Segir krabbameinstegundina svara lyfjameðferð yfirleitt vel og batahorfur góðar. 3. október 2017 20:50