Júlíspá Siggu Kling – Vatnsberinn: Hættu á Facebook þó það sé ekki nema í viku 7. júlí 2017 09:00 Elsku Vatnsberinn minn, þér mun fylgja bæði gæfa og gjörvileiki. Þú hefur þá hæfileika að halda áfram þótt þú sjáir ekki alveg hvert þú ert að fara. Aldrei skerða það traust sem þú hefur á mannkyninu því þá verðurðu hræddur. Þú ert ótrúlega heppin persóna og þú skalt ganga að lukkunni vísri, en að sjálfsögðu verður það ekki alltaf svo, en ef þú fyllist efa yfir getunni þá lamastu. Þetta sumar muntu njóta alls hins besta sem lífið hefur upp á að bjóða, farðu samt varlega í peningamálum og leggðu helst fyrir þó að það sé nú alls ekki mottóið mitt. Það er í eðli þínu að hafa mikla ást og þar af leiðandi verðurðu að sjálfsögðu fyrir vonbrigðum, en þeir sem trúa ekki á ástina fá ekkert hvort sem er, svo haltu áfram að vera hinn bjartsýni Vatnsberi. Þú hugsar mjög mikið og það sem þig langar til breytist í sífellu. Láttu það samt ekki blekkja þig því hinn óviðjafnanlegi heili þinn er byggður til að leysa vandamál og finna upp nýja hluti og koma öðrum á óvart í sífellu. Sumir halda að þú sért svolítið skrýtinn, en hversu leiðinlegt er það að vera venjulegur? Þú átt eftir að finna lausn á vandamálum sem eru í raun og veru lítil, því auk þess að vera orðheppinn þá ertu hugheppinn. Þú ert yfirleitt óspar á tíma þinn og allir eru velkomnir til þín, en þegar þú fyllist þreytu þarftu að athuga að í þér býr hellisbúi og það er svo mikilvægt fyrir þig á þessu sumri að skoða hvað gefur þér frið og ró. Hættu á Facebook þó það sé ekki nema í viku, slökktu á öllum hávaða í kringum þig og þá heyrirðu betur hugsanirnar, það er það sem mun gera þig að sigurvegara. Þú munt gefa góð ráð og hjálpa öðrum að ná markmiðum sínum af því að þú ert ótrúlega leikinn í mannlegum samskiptum, með því fyllistu gleði og gleðin verður að orku sem kemur þér áfram á framabrautinni. Þú ert ótrúlega flottur og alltaf smart, þó það sé ekki endilega það sem er í nýjustu tísku. Þú hefur svo dásamlegan þokka og þess vegna ertu eftirsóknarverður. Það er mjög algengt fyrir þá Vatnsbera sem eru á lausu að vita ekki alveg hvað hæfir þeim í ástinni. En ástin er einföld og þegar þú finnur hlýju í hjartanu, langar að verja viðkomandi og gera allt fyrir hann, þá er það einmitt það sem gildir. Eins og þú ert ótrúlega sterkur ertu rosalega viðkvæmur og getur auðveldlega móðgast eða fundist þú niðurlægður. En þeir sem hreyta í þig leiðindum eru bara svolítið öfundsjúkir út í þig og það einlæga náttúrubarn sem þú hefur að bjóða. Það eru mikil ævintýri framundan, það er eins og þú sért að búa til kórónu úr blómum, þú finnur eitt blóm sem passar við annað blóm og bætir við. Þú ert nefnilega kraftur náttúrunnar og ef þú ætlar að fá nýjar hugmyndir og efla kraft þinn skaltu finna þér stað á hinu víðfeðma Íslandi sem þú átt aleinn og það verður með ólíkindum hvernig líf þitt mun breytast. Mottóið þitt er: Einfaldaðu lífið, þá fyllistu þeirri orku sem þig vantar. Ást og friður, Sigga Kling Frægir Vatnsberar: Pacas hans Begga, Geir Sveinsson handknattleiksþjálfari, Halla himintungl, Clark Gable leikari, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir borgarfulltrúi, Yoko Ono, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Katrín Jakobsdóttir þingkona, Hilmir Snær Guðnason leikari, Rikka sjónvarpskona, María Ólafsdóttir Júróvisjónstjarna, Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kastljóss, Gunna Dís útvarpskona, Höddi Magg, Andrea Róberts mannauður, Hilmar Hafsteinsson ofurfasteignasali, Rut Roberts flugfreyja hjá Icelandair, Ragnheidur Guðfinna sálfræðingur. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Sjá meira
Elsku Vatnsberinn minn, þér mun fylgja bæði gæfa og gjörvileiki. Þú hefur þá hæfileika að halda áfram þótt þú sjáir ekki alveg hvert þú ert að fara. Aldrei skerða það traust sem þú hefur á mannkyninu því þá verðurðu hræddur. Þú ert ótrúlega heppin persóna og þú skalt ganga að lukkunni vísri, en að sjálfsögðu verður það ekki alltaf svo, en ef þú fyllist efa yfir getunni þá lamastu. Þetta sumar muntu njóta alls hins besta sem lífið hefur upp á að bjóða, farðu samt varlega í peningamálum og leggðu helst fyrir þó að það sé nú alls ekki mottóið mitt. Það er í eðli þínu að hafa mikla ást og þar af leiðandi verðurðu að sjálfsögðu fyrir vonbrigðum, en þeir sem trúa ekki á ástina fá ekkert hvort sem er, svo haltu áfram að vera hinn bjartsýni Vatnsberi. Þú hugsar mjög mikið og það sem þig langar til breytist í sífellu. Láttu það samt ekki blekkja þig því hinn óviðjafnanlegi heili þinn er byggður til að leysa vandamál og finna upp nýja hluti og koma öðrum á óvart í sífellu. Sumir halda að þú sért svolítið skrýtinn, en hversu leiðinlegt er það að vera venjulegur? Þú átt eftir að finna lausn á vandamálum sem eru í raun og veru lítil, því auk þess að vera orðheppinn þá ertu hugheppinn. Þú ert yfirleitt óspar á tíma þinn og allir eru velkomnir til þín, en þegar þú fyllist þreytu þarftu að athuga að í þér býr hellisbúi og það er svo mikilvægt fyrir þig á þessu sumri að skoða hvað gefur þér frið og ró. Hættu á Facebook þó það sé ekki nema í viku, slökktu á öllum hávaða í kringum þig og þá heyrirðu betur hugsanirnar, það er það sem mun gera þig að sigurvegara. Þú munt gefa góð ráð og hjálpa öðrum að ná markmiðum sínum af því að þú ert ótrúlega leikinn í mannlegum samskiptum, með því fyllistu gleði og gleðin verður að orku sem kemur þér áfram á framabrautinni. Þú ert ótrúlega flottur og alltaf smart, þó það sé ekki endilega það sem er í nýjustu tísku. Þú hefur svo dásamlegan þokka og þess vegna ertu eftirsóknarverður. Það er mjög algengt fyrir þá Vatnsbera sem eru á lausu að vita ekki alveg hvað hæfir þeim í ástinni. En ástin er einföld og þegar þú finnur hlýju í hjartanu, langar að verja viðkomandi og gera allt fyrir hann, þá er það einmitt það sem gildir. Eins og þú ert ótrúlega sterkur ertu rosalega viðkvæmur og getur auðveldlega móðgast eða fundist þú niðurlægður. En þeir sem hreyta í þig leiðindum eru bara svolítið öfundsjúkir út í þig og það einlæga náttúrubarn sem þú hefur að bjóða. Það eru mikil ævintýri framundan, það er eins og þú sért að búa til kórónu úr blómum, þú finnur eitt blóm sem passar við annað blóm og bætir við. Þú ert nefnilega kraftur náttúrunnar og ef þú ætlar að fá nýjar hugmyndir og efla kraft þinn skaltu finna þér stað á hinu víðfeðma Íslandi sem þú átt aleinn og það verður með ólíkindum hvernig líf þitt mun breytast. Mottóið þitt er: Einfaldaðu lífið, þá fyllistu þeirri orku sem þig vantar. Ást og friður, Sigga Kling Frægir Vatnsberar: Pacas hans Begga, Geir Sveinsson handknattleiksþjálfari, Halla himintungl, Clark Gable leikari, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir borgarfulltrúi, Yoko Ono, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Katrín Jakobsdóttir þingkona, Hilmir Snær Guðnason leikari, Rikka sjónvarpskona, María Ólafsdóttir Júróvisjónstjarna, Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kastljóss, Gunna Dís útvarpskona, Höddi Magg, Andrea Róberts mannauður, Hilmar Hafsteinsson ofurfasteignasali, Rut Roberts flugfreyja hjá Icelandair, Ragnheidur Guðfinna sálfræðingur.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Sjá meira