Fyrsti snjalljakkinn á leið í búðir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. september 2017 13:56 Snjalltæknin er að ryðja sér til rúms út um allt. Mynd/Google Rúmt ár er nú liðið frá því að Google og Levi's tilkynntu um að þróun væri hafin á fyrsta snjalljakkanum. Jakkinn er nú að koma í valdar Levi's búðir. Sérstakur skynjari sem festur er við ermina nemur skipanir og miðlar þeim áfram í síma eða annað snjalltæki. Jakkinn byggir á tækni sem ATAP, tilraunastofa Google, hefur þróað í samvinnu við Levi's og nefnist Jacquard. Efnið í vinstri ermi jakkans, sem er að öðru leyti ósköp venjulegur gallajakki, nemur handahreyfingar á svipaðan hátt og skjár snjallsíma.Hér má sjá þær skipanir sem snjalljakkinn skilurLítið tæki, sem komið er fyrir á ermalíni jakkans, sér svo um að miðla skipununum áfram í síma. Segja má að ermin skilji fjórar handahreyfingar og er hægt að skilgreina hvað þrjár af þeim gera í forriti sem sett er upp í símanum sem tengdur er við ermina. Hægt er að stjórna tónlist, láta símann finna bestu leiðina að fyrirfram skilgreindu heimilisfangi auk þess sem að ermin lætur vita hvenær símtal eða skilaboð eru að berast. Ef marka má umfjöllun The Verge um jakkann virðist aðal markhópurinn fyrir jakkann vera þeir sem nota reiðhjól sem aðalferðamáta. Til að mynda nemur tæknin hvenær eigandinn fer í jakkann og stillist þá sá sími sem tengdur er við jakkann á sérstaka reiðhjólastillingu. Tíminn verður að leiða í ljós hvort að snjalljakkinn festist í sessi. Hann mun fara í sölu í völdum Levi's búðum í vikunni og í netverslun Levi's þann 2. október. Og verðið? Litlir 350 dollarar, rétt tæpar 40 þúsund krónurSjá má kynningarmyndband Google og Levi's hér. Þar fyrir neðan má sjá blaðamann The Verge lýsa sinni upplifun af jakkanum. Tækni Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Fleiri fréttir Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Sjá meira
Rúmt ár er nú liðið frá því að Google og Levi's tilkynntu um að þróun væri hafin á fyrsta snjalljakkanum. Jakkinn er nú að koma í valdar Levi's búðir. Sérstakur skynjari sem festur er við ermina nemur skipanir og miðlar þeim áfram í síma eða annað snjalltæki. Jakkinn byggir á tækni sem ATAP, tilraunastofa Google, hefur þróað í samvinnu við Levi's og nefnist Jacquard. Efnið í vinstri ermi jakkans, sem er að öðru leyti ósköp venjulegur gallajakki, nemur handahreyfingar á svipaðan hátt og skjár snjallsíma.Hér má sjá þær skipanir sem snjalljakkinn skilurLítið tæki, sem komið er fyrir á ermalíni jakkans, sér svo um að miðla skipununum áfram í síma. Segja má að ermin skilji fjórar handahreyfingar og er hægt að skilgreina hvað þrjár af þeim gera í forriti sem sett er upp í símanum sem tengdur er við ermina. Hægt er að stjórna tónlist, láta símann finna bestu leiðina að fyrirfram skilgreindu heimilisfangi auk þess sem að ermin lætur vita hvenær símtal eða skilaboð eru að berast. Ef marka má umfjöllun The Verge um jakkann virðist aðal markhópurinn fyrir jakkann vera þeir sem nota reiðhjól sem aðalferðamáta. Til að mynda nemur tæknin hvenær eigandinn fer í jakkann og stillist þá sá sími sem tengdur er við jakkann á sérstaka reiðhjólastillingu. Tíminn verður að leiða í ljós hvort að snjalljakkinn festist í sessi. Hann mun fara í sölu í völdum Levi's búðum í vikunni og í netverslun Levi's þann 2. október. Og verðið? Litlir 350 dollarar, rétt tæpar 40 þúsund krónurSjá má kynningarmyndband Google og Levi's hér. Þar fyrir neðan má sjá blaðamann The Verge lýsa sinni upplifun af jakkanum.
Tækni Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Fleiri fréttir Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Sjá meira