Grænlandssöfnunin komin í 27 milljónir Jakob Bjarnar skrifar 30. júní 2017 09:45 Parið Íris Björk Heiðrúnardóttir og Karl Ottesen Faurschou eru nýjir talsmenn söfnunarinnar. Alls hafa safnast um 27 milljónir króna í landssöfnuninni Vinátta í verki, i þágu fórnarlamba náttúruhamfaranna á Grænlandi aðfararnótt 18. júní, þegar flóðbylgja gekk yfir smáþorpið Naarsuuriaq, og kostaði fjögur mannslíf og gríðarlegt eignatjón. Hrafn Jökulsson, sem hefur verið talsmaður söfnunarinnar, en hefur nú skipt um hlutverk í Vináttu í verki og einbeitir sér að skipulagningu og fjármögnun, er kátur með hvernig til hefur tekist. Hann segir að markið sé sett á 50 milljónir. „Enginn tilkostnaður er við söfnunina, sem Hjálparstarf kirkjunnar, Kalak og Hrókurinn hófu í sameiningu, heldur mun hver króna skila sér til þeirra sem verst urðu úti. Í dag var tilkynnt um 2ja milljón króna framlag frá Kópavogsbæ, en samstöðu er leitað meðal allra sveitarfélaga á Íslandi um að sýna vináttu í verki, og þakka þannig Grænlendingum, sem efndu umsvifalaust til landssöfnunar þegar snjóflóðið ógurlega féll á Flateyri 1995. Í morgun hófst söfnun meðal Flateyringa, að undirlagi björgunarsveitarinnar Sæbjargar, sem skorar á Flateyringa um allan heim að sýna samstöðu og þakklæti í verki. Afrakstur söfnunarinnar verður afhentur á Flateyri á sunnudaginn kl. 15 til landssöfnunarinnar,“ segir Hrafn.Grænlandsvinur númer eitt, Hrafn Jökulsson, stendur nú í stórræðum en hann ásamt fjölmörgum öðrum, stendur að Vináttu í verki -- söfnun vegna hamfara í Grænlandi.visir/ernirÍ dag verður svo opnuð sérstök síða þar sem haldið er utan um söfnunina, en vettvangur hennar hefur hingað til verið Facebook-síða Hrafns. „Leikskólabörn í Öskju í Reykjavík efndu í dag til sölusýningar á verkum sinum og rennur andvirði óskipt til Vináttu í verki. Við sama tækifæri voru kynntir tveir nýir talsmenn landssöfnunarinnar Vinátta í verki: Parið Íris Björk Heiðrúnardóttir og Karl Ottesen Faurschou. Hún er 23 frá Ísafirði, hann 27 ára frá Qaqortoq, þau starfa bæði í ferðaþjónustunni (Air Iceland og Ísl. fjallaleiðsögumenn) og er beinlínis framtíð Íslands og Grænlands holdi klædd,“ segir Hrafn. Að söfnuninni standa Hjálparstarf kirkjunnar, Kalak — vinafélag Íslands og Grænlands og skákfélagið Hrókurinn. Þau tóku höndum saman, um leið og fréttist af hamförunum á Grænlandi, sem kostaði fjögur mannslíf í litlu samfélagi og gríðarlegt eignatjón fólks, sem var fátækt fyrir. „Við vildum láta Grænlendinga finna fyrir vináttu og stuðningi okkar — strax. Grænlenska þjóðin var í djúpri sorg, en tafarlaus og kærleiksrík viðbrögð Íslendinga og Færeyinga voru ljósgeisli í myrkrinu.“ Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum Sjá meira
Alls hafa safnast um 27 milljónir króna í landssöfnuninni Vinátta í verki, i þágu fórnarlamba náttúruhamfaranna á Grænlandi aðfararnótt 18. júní, þegar flóðbylgja gekk yfir smáþorpið Naarsuuriaq, og kostaði fjögur mannslíf og gríðarlegt eignatjón. Hrafn Jökulsson, sem hefur verið talsmaður söfnunarinnar, en hefur nú skipt um hlutverk í Vináttu í verki og einbeitir sér að skipulagningu og fjármögnun, er kátur með hvernig til hefur tekist. Hann segir að markið sé sett á 50 milljónir. „Enginn tilkostnaður er við söfnunina, sem Hjálparstarf kirkjunnar, Kalak og Hrókurinn hófu í sameiningu, heldur mun hver króna skila sér til þeirra sem verst urðu úti. Í dag var tilkynnt um 2ja milljón króna framlag frá Kópavogsbæ, en samstöðu er leitað meðal allra sveitarfélaga á Íslandi um að sýna vináttu í verki, og þakka þannig Grænlendingum, sem efndu umsvifalaust til landssöfnunar þegar snjóflóðið ógurlega féll á Flateyri 1995. Í morgun hófst söfnun meðal Flateyringa, að undirlagi björgunarsveitarinnar Sæbjargar, sem skorar á Flateyringa um allan heim að sýna samstöðu og þakklæti í verki. Afrakstur söfnunarinnar verður afhentur á Flateyri á sunnudaginn kl. 15 til landssöfnunarinnar,“ segir Hrafn.Grænlandsvinur númer eitt, Hrafn Jökulsson, stendur nú í stórræðum en hann ásamt fjölmörgum öðrum, stendur að Vináttu í verki -- söfnun vegna hamfara í Grænlandi.visir/ernirÍ dag verður svo opnuð sérstök síða þar sem haldið er utan um söfnunina, en vettvangur hennar hefur hingað til verið Facebook-síða Hrafns. „Leikskólabörn í Öskju í Reykjavík efndu í dag til sölusýningar á verkum sinum og rennur andvirði óskipt til Vináttu í verki. Við sama tækifæri voru kynntir tveir nýir talsmenn landssöfnunarinnar Vinátta í verki: Parið Íris Björk Heiðrúnardóttir og Karl Ottesen Faurschou. Hún er 23 frá Ísafirði, hann 27 ára frá Qaqortoq, þau starfa bæði í ferðaþjónustunni (Air Iceland og Ísl. fjallaleiðsögumenn) og er beinlínis framtíð Íslands og Grænlands holdi klædd,“ segir Hrafn. Að söfnuninni standa Hjálparstarf kirkjunnar, Kalak — vinafélag Íslands og Grænlands og skákfélagið Hrókurinn. Þau tóku höndum saman, um leið og fréttist af hamförunum á Grænlandi, sem kostaði fjögur mannslíf í litlu samfélagi og gríðarlegt eignatjón fólks, sem var fátækt fyrir. „Við vildum láta Grænlendinga finna fyrir vináttu og stuðningi okkar — strax. Grænlenska þjóðin var í djúpri sorg, en tafarlaus og kærleiksrík viðbrögð Íslendinga og Færeyinga voru ljósgeisli í myrkrinu.“
Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum Sjá meira