„Hvers vegna er hægt að banna snjallsímanotkun á dönskum skólalóðum en ekki íslenskum?“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 4. október 2017 10:45 Hanna Borg Jónsdóttir er lögfræðingur, barnabókahöfundur og nemi í kennslufræðum. Mikilvægt er að fræða nemendur, foreldra, kennara og skólastjórnendur um afleiðingar snjalltækjanotkunar. Þetta segir Hanna Borg Jónsdóttir lögfræðingur, barnabókahöfundur og nemi í kennslufræðum í aðsendri grein á Vísi. Hún vinnur nú að rannsókn tengdu málinu. Hún vísar þar í þriggja ára gamlan úrskurð Umboðsmanns barna um að kennurum væri óheimilt að taka síma af nemendum því það brjóti á eignarétt þeirra. Hún vitnar einnig í frétt RÚV í síðustu viku þar sem fram kom að grunnskóli í Kaupmannahöfn hefur bannað nemendum með öllu að nota farsíma í skólanum næsta hálfa árið. Helga Kristín Gunnarsdóttir, aðstoðarskólastjóri Valhúsaskóla sagði í samtali við RÚV að óraunhæft væri að banna farsíma í skólum. Hanna Borg segir málið ekki svo einfalt, umboðsmaður hafi sagt að það megi vel finna lausnir og vitnar í úrskurðinn. „Í raun geta skólar ákveðið að banna alfarið slík tæki á skólatíma, ef þeir telja það nemendum fyrir bestu. Hins vegar eru takmörk fyrir því hvernig hægt er að bregðast við ef að nemendur virða ekki þær reglur sem settar hafa verið,“ segir í úrskurðinum.Skólar megi setja sínar skólareglur Hanna Borg segir að það brjóti gegn eignarétti og friðhelgi einkalífs ef sími sé tekinn af barni gegn vilja barnsins. „Hins vegar er ljóst að skólar mega setja sínar skólareglur og að nemendum ber að fara eftir þeim. Því mega vera önnur viðurlög en að taka símann ef ekki er farið eftir reglunum eins og t.d. að senda nemendann tafarlaust til skólastjórans og láta foreldra vita. Eins mega kennarar og skólastjórnendur vel gera samkomulag við nemendur um að snjallsímar skuli ekki notaðir á skólatíma og því vistaðir á vissum stað á meðan á skólatíma stendur en það er háð því að nemendur samþykki að fylgja því,“ skrifar hún. Lykillinn að því að fá nemendur og foreldra til að samþykkja slíkt bann sé fræðsla. Stutt sé síðan snjallsímar fóru að vera eins algengir og þeir eru. „Því eru rannsóknir og kannanir fyrst núna að verða marktækar, loksins er komin fram marktæk reynsla sem sýnir fram á afleiðingar mikillar notkunar snjallsíma. Staðreyndin er að þessi snjalltækjavæðing barna og ungmenna hefur neikvæð áhrif á félagslega færni þeirra, svefn, athyglisgáfu og á andlega og líkamlega heilsu. Þau tala minna saman, hittast minna, eru mun útsettari fyrir kvíða vegna sífellds samanburðar á samfélagsmiðlum, hreyfa sig minna og eru einangraðri.“Keppni um athygli barna Hanna segir auðvelt að falla í þá gryfju að leyfa barninu sínu eitthvað einfaldlega því allir hinir mega það. „Hversu margir foreldrar vilja í raun að 12 ára gamla barnið hafi símann límdan við lófann hvenær sem tækifæri gefst? Vitandi það að tækið gerir það að verkum að ef barnið hefur það ekki, þarf sífellt að karpa um það við barnið hvers vegna það megi ekki nota símann þá stundina. Myndu flestir foreldrar ekki frekar kjósa það að barnið færi sjálft út að leika sér heldur en að þurfa sífellt að nöldra um það við það?“ skrifar hún. „Sífellt stapp á milli foreldris og barns um snjallsímanotkun hefur áhrif á þeirra tengslamyndun og andrúmsloftið á heimilinu. Á svo að leggja það á kennarann líka? Að þurfa að eyða verðmætum tíma sínum í að sífellt að þurfa að eiga í stappi við nemendur um að láta símann vera. Það hefur ekki síður áhrif á sambandið milli kennara og nemenda, sem er svo mikilvægt, og einnig á andrúmsloftið í skólastofunni. Það bitnar á hverjum einasta nemanda í stofunni. Vill eitthvert foreldri í alvörunni halda því fram að það þurfi að geta náð í barnið sitt öllum stundum, þ.e. líka þegar barnið er í skólanum? Ef eitthvað sérstakt kemur upp á má alltaf hringja á skólaskrifstofuna og barnið er sótt í tíma.“Fíkn láti fólk kíkja á símann Hún bendir fullorðnum á að líta í eigin barm og athuga hvort fólk væri ekki til í að eyða minni tíma í símanum en það gerir. Einhverskonar fíkn láti fólk kíkja í símann og vera aðeins lengur en það hefði viljað. „Getum við ekki öll viðurkennt það að tækin hafa völd yfir okkur? Eða er það bara ég? Og ekki eru nú allir fullorðnir í tölvuleikjum/öppum og/eða á Snapchat, þar eru börnin heldur verr sett. Hvernig getum við ætlast til þess af börnunum að þau standist þessa löngun (sumir vilja segja fíkn) bara því við segjum þeim að gera það ef að við getum það ekki einu sinni sjálf.“ Hanna segir að fræðslu vanti og að allt skólasamfélagið þurfi að vera samstíga. Hún segir að ekki megi vanmeta hæfni barna til að skilja orsök og afleiðingar. „Hefja mætti hvert skólaár á því að kenna börnum um hverjar afleiðingar snjalltækjanotkunar geta verið og útskýra hvers vegna það er þeim fyrir bestu að vera án þeirra í skólunum. Að sjálfsögðu þyrfti líka að fara yfir gagnsemi tækjanna og vel ætti að vera hægt að nota sérstakar skólaspjaldtölvur í skólunum sem aðrar reglur gilda um.“ Hún segir ljóst að það vanti skýrari almenna stefnu hvað snjallsímanotkun í skólum varðar. „Því spyr ég mig, hvers vegna er hægt að banna snjallsímanotkun á dönskum skólalóðum en ekki íslenskum?“ Tengdar fréttir Miklu betra að kaupa handa þeim gamaldags takkasíma Björn Hjálmarsson barna- og unglingageðlæknir segir mikilvægt að foreldrar og skólarnir séu í samstilltu átaki þegar kemur að snjallsímanotkun því nauðsynlegt sé að setja viðmiðunarreglur. 3. október 2017 09:00 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira
Mikilvægt er að fræða nemendur, foreldra, kennara og skólastjórnendur um afleiðingar snjalltækjanotkunar. Þetta segir Hanna Borg Jónsdóttir lögfræðingur, barnabókahöfundur og nemi í kennslufræðum í aðsendri grein á Vísi. Hún vinnur nú að rannsókn tengdu málinu. Hún vísar þar í þriggja ára gamlan úrskurð Umboðsmanns barna um að kennurum væri óheimilt að taka síma af nemendum því það brjóti á eignarétt þeirra. Hún vitnar einnig í frétt RÚV í síðustu viku þar sem fram kom að grunnskóli í Kaupmannahöfn hefur bannað nemendum með öllu að nota farsíma í skólanum næsta hálfa árið. Helga Kristín Gunnarsdóttir, aðstoðarskólastjóri Valhúsaskóla sagði í samtali við RÚV að óraunhæft væri að banna farsíma í skólum. Hanna Borg segir málið ekki svo einfalt, umboðsmaður hafi sagt að það megi vel finna lausnir og vitnar í úrskurðinn. „Í raun geta skólar ákveðið að banna alfarið slík tæki á skólatíma, ef þeir telja það nemendum fyrir bestu. Hins vegar eru takmörk fyrir því hvernig hægt er að bregðast við ef að nemendur virða ekki þær reglur sem settar hafa verið,“ segir í úrskurðinum.Skólar megi setja sínar skólareglur Hanna Borg segir að það brjóti gegn eignarétti og friðhelgi einkalífs ef sími sé tekinn af barni gegn vilja barnsins. „Hins vegar er ljóst að skólar mega setja sínar skólareglur og að nemendum ber að fara eftir þeim. Því mega vera önnur viðurlög en að taka símann ef ekki er farið eftir reglunum eins og t.d. að senda nemendann tafarlaust til skólastjórans og láta foreldra vita. Eins mega kennarar og skólastjórnendur vel gera samkomulag við nemendur um að snjallsímar skuli ekki notaðir á skólatíma og því vistaðir á vissum stað á meðan á skólatíma stendur en það er háð því að nemendur samþykki að fylgja því,“ skrifar hún. Lykillinn að því að fá nemendur og foreldra til að samþykkja slíkt bann sé fræðsla. Stutt sé síðan snjallsímar fóru að vera eins algengir og þeir eru. „Því eru rannsóknir og kannanir fyrst núna að verða marktækar, loksins er komin fram marktæk reynsla sem sýnir fram á afleiðingar mikillar notkunar snjallsíma. Staðreyndin er að þessi snjalltækjavæðing barna og ungmenna hefur neikvæð áhrif á félagslega færni þeirra, svefn, athyglisgáfu og á andlega og líkamlega heilsu. Þau tala minna saman, hittast minna, eru mun útsettari fyrir kvíða vegna sífellds samanburðar á samfélagsmiðlum, hreyfa sig minna og eru einangraðri.“Keppni um athygli barna Hanna segir auðvelt að falla í þá gryfju að leyfa barninu sínu eitthvað einfaldlega því allir hinir mega það. „Hversu margir foreldrar vilja í raun að 12 ára gamla barnið hafi símann límdan við lófann hvenær sem tækifæri gefst? Vitandi það að tækið gerir það að verkum að ef barnið hefur það ekki, þarf sífellt að karpa um það við barnið hvers vegna það megi ekki nota símann þá stundina. Myndu flestir foreldrar ekki frekar kjósa það að barnið færi sjálft út að leika sér heldur en að þurfa sífellt að nöldra um það við það?“ skrifar hún. „Sífellt stapp á milli foreldris og barns um snjallsímanotkun hefur áhrif á þeirra tengslamyndun og andrúmsloftið á heimilinu. Á svo að leggja það á kennarann líka? Að þurfa að eyða verðmætum tíma sínum í að sífellt að þurfa að eiga í stappi við nemendur um að láta símann vera. Það hefur ekki síður áhrif á sambandið milli kennara og nemenda, sem er svo mikilvægt, og einnig á andrúmsloftið í skólastofunni. Það bitnar á hverjum einasta nemanda í stofunni. Vill eitthvert foreldri í alvörunni halda því fram að það þurfi að geta náð í barnið sitt öllum stundum, þ.e. líka þegar barnið er í skólanum? Ef eitthvað sérstakt kemur upp á má alltaf hringja á skólaskrifstofuna og barnið er sótt í tíma.“Fíkn láti fólk kíkja á símann Hún bendir fullorðnum á að líta í eigin barm og athuga hvort fólk væri ekki til í að eyða minni tíma í símanum en það gerir. Einhverskonar fíkn láti fólk kíkja í símann og vera aðeins lengur en það hefði viljað. „Getum við ekki öll viðurkennt það að tækin hafa völd yfir okkur? Eða er það bara ég? Og ekki eru nú allir fullorðnir í tölvuleikjum/öppum og/eða á Snapchat, þar eru börnin heldur verr sett. Hvernig getum við ætlast til þess af börnunum að þau standist þessa löngun (sumir vilja segja fíkn) bara því við segjum þeim að gera það ef að við getum það ekki einu sinni sjálf.“ Hanna segir að fræðslu vanti og að allt skólasamfélagið þurfi að vera samstíga. Hún segir að ekki megi vanmeta hæfni barna til að skilja orsök og afleiðingar. „Hefja mætti hvert skólaár á því að kenna börnum um hverjar afleiðingar snjalltækjanotkunar geta verið og útskýra hvers vegna það er þeim fyrir bestu að vera án þeirra í skólunum. Að sjálfsögðu þyrfti líka að fara yfir gagnsemi tækjanna og vel ætti að vera hægt að nota sérstakar skólaspjaldtölvur í skólunum sem aðrar reglur gilda um.“ Hún segir ljóst að það vanti skýrari almenna stefnu hvað snjallsímanotkun í skólum varðar. „Því spyr ég mig, hvers vegna er hægt að banna snjallsímanotkun á dönskum skólalóðum en ekki íslenskum?“
Tengdar fréttir Miklu betra að kaupa handa þeim gamaldags takkasíma Björn Hjálmarsson barna- og unglingageðlæknir segir mikilvægt að foreldrar og skólarnir séu í samstilltu átaki þegar kemur að snjallsímanotkun því nauðsynlegt sé að setja viðmiðunarreglur. 3. október 2017 09:00 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira
Miklu betra að kaupa handa þeim gamaldags takkasíma Björn Hjálmarsson barna- og unglingageðlæknir segir mikilvægt að foreldrar og skólarnir séu í samstilltu átaki þegar kemur að snjallsímanotkun því nauðsynlegt sé að setja viðmiðunarreglur. 3. október 2017 09:00