Myndband: Hildur dúndrar í haustslagara Stefán Þór Hjartarson skrifar 30. ágúst 2017 16:00 Hildur hefur engan áhuga á að hætta fjörinu þó að sumarið sé búið. Vísir/Ernir Lagið heitir Næsta sumar. Ég vann þetta lag með StopWaitGo – þetta er fyrsta lagið sem ég hef gert með þeim, þannig að þetta lag er poppslagari eins og þeir eru svo frægir fyrir að gera. Þetta finnst mér svolítið forvitnileg samvinna. Næsta sumar var samið í sumar og ég var svolítið innblásin af því hversu uppteknir Íslendingar eru af því að hafa ógeðslega gaman á sumrin og að þeim finnst allt best á þeim árstíma – lagið fjallar svolítið um það að stoppa ekki fjörið þó að sumarið sé búið heldur halda því áfram fram að næsta sumri,“ segir Hildur um nýjasta lagið sem hún sendir frá sér í dag. Og það kemur heldur betur í tæka tíð enda er ágúst um það bil að klárast og haustið fer að taka við. „Já, þetta kemur á réttum tíma, sumarið alveg að verða búið og haustið handan við hornið. Núna getum við haldið áfram að hafa gaman fram á næsta sumar.“Þannig að það má segja að hér sé fæddur poppslagari vetrarins? „Ég er að spá í hvort þetta geti heitið haustslagari eða eitthvað. Þetta er svolítið fyndið – það er eins og fólk geti bara gert slagara á sumrin og það er ekkert viðurkennt orð yfir haust- og vetrarslagara. Ég er vonandi að breyta því,“ segir Hildur hlæjandi. Laginu fylgir að sjálfsögðu myndband – um er að ræða textamyndband sem Andrea Björk Andrésdóttir sá um að hræra í, en hún sá einnig um myndböndin við lögin Bammbaramm og Would You Change? fyrir Hildi. „Hún býr úti í Berlín þannig að þetta er svona samstarf sem fer í gegnum Skype og internetið, alveg ótrúlegt. Ég er mjög ánægð með það sem hún gerir enda er hún rosalega klár þannig að við ákváðum að henda í eitt textamyndband af því að það er svolítið inn núna. Það er fínt að geta sungið með án þess að þurfa að finna karókíútgáfu.“ Hildur segist aðspurð ekkert vera að stefna neitt sérstaklega á nýja plötu og þetta lag sé einfaldlega bara að koma út vegna þess að hana langaði til að gefa út nýtt lag. Það er ekki svo langt síðan hún gaf út EP-plötuna sína Heart to Heart, en hún kom út í vor. „Þetta er svolítið nýr tónn. Ég er ekkert búin að ákveða hvort þetta verður á plötu eða ekki. Eins og svo margir tónlistarmenn þessa dagana þá er ég pínu bara að hugsa í lögum frekar en plötum.“ Það sem er helst annað að frétta af Hildi er að hún hefur verið að semja slatta fyrir aðra og er að fara í sérstakar lagasmíðabúðir. „Ég er að fara til Þýskalands í lagasmíðabúðir í september. Ég fór í tvennar þannig í sumar. Þetta er geðveikt gaman – ég fer þarna sem lagahöfundur og er að semja fyrir aðra. Maður hittir artista frá ýmsum stöðum sem eru kannski að leita að … kántríballöðu, eða eitthvað, og þá bara semur maður það. Ég er líka að fá í heimsókn núna á föstudaginn fólk frá Finnlandi sem ég samdi lag fyrir í svona smiðju í sumar – þau eru að koma til landsins til að taka lagið upp. Maður veit aldrei hvað gerist með þessi lög en þetta er allavega að fara að verða að einhverju,“ segir Hildur að lokum. Tónlist Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Kossaflens á klúbbnum Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Lagið heitir Næsta sumar. Ég vann þetta lag með StopWaitGo – þetta er fyrsta lagið sem ég hef gert með þeim, þannig að þetta lag er poppslagari eins og þeir eru svo frægir fyrir að gera. Þetta finnst mér svolítið forvitnileg samvinna. Næsta sumar var samið í sumar og ég var svolítið innblásin af því hversu uppteknir Íslendingar eru af því að hafa ógeðslega gaman á sumrin og að þeim finnst allt best á þeim árstíma – lagið fjallar svolítið um það að stoppa ekki fjörið þó að sumarið sé búið heldur halda því áfram fram að næsta sumri,“ segir Hildur um nýjasta lagið sem hún sendir frá sér í dag. Og það kemur heldur betur í tæka tíð enda er ágúst um það bil að klárast og haustið fer að taka við. „Já, þetta kemur á réttum tíma, sumarið alveg að verða búið og haustið handan við hornið. Núna getum við haldið áfram að hafa gaman fram á næsta sumar.“Þannig að það má segja að hér sé fæddur poppslagari vetrarins? „Ég er að spá í hvort þetta geti heitið haustslagari eða eitthvað. Þetta er svolítið fyndið – það er eins og fólk geti bara gert slagara á sumrin og það er ekkert viðurkennt orð yfir haust- og vetrarslagara. Ég er vonandi að breyta því,“ segir Hildur hlæjandi. Laginu fylgir að sjálfsögðu myndband – um er að ræða textamyndband sem Andrea Björk Andrésdóttir sá um að hræra í, en hún sá einnig um myndböndin við lögin Bammbaramm og Would You Change? fyrir Hildi. „Hún býr úti í Berlín þannig að þetta er svona samstarf sem fer í gegnum Skype og internetið, alveg ótrúlegt. Ég er mjög ánægð með það sem hún gerir enda er hún rosalega klár þannig að við ákváðum að henda í eitt textamyndband af því að það er svolítið inn núna. Það er fínt að geta sungið með án þess að þurfa að finna karókíútgáfu.“ Hildur segist aðspurð ekkert vera að stefna neitt sérstaklega á nýja plötu og þetta lag sé einfaldlega bara að koma út vegna þess að hana langaði til að gefa út nýtt lag. Það er ekki svo langt síðan hún gaf út EP-plötuna sína Heart to Heart, en hún kom út í vor. „Þetta er svolítið nýr tónn. Ég er ekkert búin að ákveða hvort þetta verður á plötu eða ekki. Eins og svo margir tónlistarmenn þessa dagana þá er ég pínu bara að hugsa í lögum frekar en plötum.“ Það sem er helst annað að frétta af Hildi er að hún hefur verið að semja slatta fyrir aðra og er að fara í sérstakar lagasmíðabúðir. „Ég er að fara til Þýskalands í lagasmíðabúðir í september. Ég fór í tvennar þannig í sumar. Þetta er geðveikt gaman – ég fer þarna sem lagahöfundur og er að semja fyrir aðra. Maður hittir artista frá ýmsum stöðum sem eru kannski að leita að … kántríballöðu, eða eitthvað, og þá bara semur maður það. Ég er líka að fá í heimsókn núna á föstudaginn fólk frá Finnlandi sem ég samdi lag fyrir í svona smiðju í sumar – þau eru að koma til landsins til að taka lagið upp. Maður veit aldrei hvað gerist með þessi lög en þetta er allavega að fara að verða að einhverju,“ segir Hildur að lokum.
Tónlist Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Kossaflens á klúbbnum Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira