Áramótaveisla fyrir hælisleitendur í annað sinn Þórdís Valsdóttir skrifar 28. desember 2017 14:30 Áramótaveisla fyrir hælisleitendur með góðgætum og skemmtiatriðum verður haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur á gamlárskvöld. Vísir Þórunn Ólafsdóttir, formaður samtakanna Akkeri stendur ásamt hópi sjálfboðaliða fyrir áramótaveislu fyrir hælisleitendur á gamlárskvöld. Fögnuðurinn fer fram í Ráðhúsi Reykjavíkur og byrjar klukkan 18. Þetta er í annað sinn sem samtökin halda veislu af þessu tagi fyrir hælisleitendur en veislan í fyrra var notaleg stund að sögn Þórunnar.Vilja brjóta upp hversdagsleika hælisleitenda „Þessi hugmynd kviknaði af því okkur langaði að bjóða fólki upp á eitthvað sem væri skemmtilegt og notalegt og brjóta aðeins upp þennan hverdag sem fólk býr við hérna,“ segir Þórunn og talar um þá sem bíða eftir svari við umsóknum sína um alþjóðlega vernd. Þórunn segir að áramótin og hátíðirnar í kringum jólin séu oft einmanalegur og erfiður tími fyrir fólk. „Það eru allir að skemmta sér og það eru hátíðir en samt er hverdagurinn alveg sá sami þegar maður er í þessum aðstæðum. Við ákváðum að sjá hvort við gætum ekki gert eitthvað til að brjóta það upp.“ Hugmyndin vatt upp á sig og að lokum var haldin stór veisla í ráðhúsinu þar sem vel á fjórða hundrað manns mætti og fagnaði nýju ári saman. „Í fyrra var þetta voðalega afslappað, ekki standandi partý og það var mikið af fjölskyldum sem komu. Það voru smáréttahlaðborð og svo komu Megas og Magga Stína og skemmtu. Fólk naut þess að vera saman og spjalla, það var mjög afslappað og skemmtilegt,“ segir Þórunn.Þórunn stofnaði samtökin Akkeri sem standa fyrir viðburðinum. Hún hefur unnið ötult hjálparstarf í þágu flóttamanna og hlaut Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar á síðasta ári.Vísir/AðsendEngar almenningssamgöngur á gamlárskvöld Þórunn segir að erfitt sé að segja til um þann fjölda hælisleitenda sem munu leggja leið sína í ráðhúsið á gamlárskvöld. „Það eru fleiri hælisleitendur á landinu núna í ár skilst mér. Við eru mekki með neina skráningu og gerum ekki þá kröfu að fólk skuldbindi sig til að mæta, það eru bara allir velkomnir.“ Í fyrra var veislan frá klukkan átta til klukkan eitt eftir miðnætti en í ár verður veislan ekki svo lengi fram eftir. „Það var mikið af börnum í fyrra og því ekki mikil þörf á að hafa þetta yfir miðnætti. Í ár stefnum við á að vera fram eftir kvöldi, til klukkan tíu eða ellefu,“ segir Þórunn. Engar almenningssamgöngur eru á gamlárskvöld og því munu gestum standa til boða að fá far með rútu sem Akkeri útvegar. Þó leita samtökin enn að bílstjóra sem er tilbúinn til að aðstoða þau og keyra rútuna.Leita enn að sjálfboðaliðum Fjöldi fyrirtækja og einstaklinga hafa lagt sitt af mörkum til þess að láta verða af fögnuðinum. Í boði verður matur og skemmtun að sögn Þórunnar, en erfiðlega hefur gengið að finna skemmtiatriði. „Það er reyndar skiljanlegt á gamlárskvöld þar sem þetta er stórt kvöld í þeirra bransa. Við erum enn að leita en það eru nú þegar einhverjir búnir að bjóða fram aðstoð sína, en það er aldrei of mikið af skemmtiatriðum,“ segir Þórunn glaðleg. „Við erum líka enn að leita að bílstjóra með meirapróf og það væri mjög gott að vita af fólki sem væri tilbúið að aðstoða okkur.“Allir velkomnir Þórunn segir að áramótaveislan sé síður en svo einungis fyrir hælisleitendur, heldur séu allir velkomnir. „Það er ekki þannig að þú þurfir að vera hælisleitandi eða sjálfboðaliði til þess að komast inn. Ef fólk vill koma og gera kvöldið skemmtilegt fyrir alla þá eru dyrnar opnar.“ Áramótafögnuðurinn í ráðhúsinu á síðasta ári vakti mikla athygli, einnig utan landsteinanna. „Þetta er auðvitað stórt mál í heiminum, fólk á flótta og allar þessar aðstæður og það er einstakt að ráðhús höfuðborgar sé opnað fyrir fólki til að koma og hafa gaman. Reykjavíkurborg á hrós skilið fyrir það,“ segir Þórunn. Reykjavíkurborg bauð fram ráðhúsið í fyrra og gerir það aftur núna. Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Þórunn Ólafsdóttir, formaður samtakanna Akkeri stendur ásamt hópi sjálfboðaliða fyrir áramótaveislu fyrir hælisleitendur á gamlárskvöld. Fögnuðurinn fer fram í Ráðhúsi Reykjavíkur og byrjar klukkan 18. Þetta er í annað sinn sem samtökin halda veislu af þessu tagi fyrir hælisleitendur en veislan í fyrra var notaleg stund að sögn Þórunnar.Vilja brjóta upp hversdagsleika hælisleitenda „Þessi hugmynd kviknaði af því okkur langaði að bjóða fólki upp á eitthvað sem væri skemmtilegt og notalegt og brjóta aðeins upp þennan hverdag sem fólk býr við hérna,“ segir Þórunn og talar um þá sem bíða eftir svari við umsóknum sína um alþjóðlega vernd. Þórunn segir að áramótin og hátíðirnar í kringum jólin séu oft einmanalegur og erfiður tími fyrir fólk. „Það eru allir að skemmta sér og það eru hátíðir en samt er hverdagurinn alveg sá sami þegar maður er í þessum aðstæðum. Við ákváðum að sjá hvort við gætum ekki gert eitthvað til að brjóta það upp.“ Hugmyndin vatt upp á sig og að lokum var haldin stór veisla í ráðhúsinu þar sem vel á fjórða hundrað manns mætti og fagnaði nýju ári saman. „Í fyrra var þetta voðalega afslappað, ekki standandi partý og það var mikið af fjölskyldum sem komu. Það voru smáréttahlaðborð og svo komu Megas og Magga Stína og skemmtu. Fólk naut þess að vera saman og spjalla, það var mjög afslappað og skemmtilegt,“ segir Þórunn.Þórunn stofnaði samtökin Akkeri sem standa fyrir viðburðinum. Hún hefur unnið ötult hjálparstarf í þágu flóttamanna og hlaut Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar á síðasta ári.Vísir/AðsendEngar almenningssamgöngur á gamlárskvöld Þórunn segir að erfitt sé að segja til um þann fjölda hælisleitenda sem munu leggja leið sína í ráðhúsið á gamlárskvöld. „Það eru fleiri hælisleitendur á landinu núna í ár skilst mér. Við eru mekki með neina skráningu og gerum ekki þá kröfu að fólk skuldbindi sig til að mæta, það eru bara allir velkomnir.“ Í fyrra var veislan frá klukkan átta til klukkan eitt eftir miðnætti en í ár verður veislan ekki svo lengi fram eftir. „Það var mikið af börnum í fyrra og því ekki mikil þörf á að hafa þetta yfir miðnætti. Í ár stefnum við á að vera fram eftir kvöldi, til klukkan tíu eða ellefu,“ segir Þórunn. Engar almenningssamgöngur eru á gamlárskvöld og því munu gestum standa til boða að fá far með rútu sem Akkeri útvegar. Þó leita samtökin enn að bílstjóra sem er tilbúinn til að aðstoða þau og keyra rútuna.Leita enn að sjálfboðaliðum Fjöldi fyrirtækja og einstaklinga hafa lagt sitt af mörkum til þess að láta verða af fögnuðinum. Í boði verður matur og skemmtun að sögn Þórunnar, en erfiðlega hefur gengið að finna skemmtiatriði. „Það er reyndar skiljanlegt á gamlárskvöld þar sem þetta er stórt kvöld í þeirra bransa. Við erum enn að leita en það eru nú þegar einhverjir búnir að bjóða fram aðstoð sína, en það er aldrei of mikið af skemmtiatriðum,“ segir Þórunn glaðleg. „Við erum líka enn að leita að bílstjóra með meirapróf og það væri mjög gott að vita af fólki sem væri tilbúið að aðstoða okkur.“Allir velkomnir Þórunn segir að áramótaveislan sé síður en svo einungis fyrir hælisleitendur, heldur séu allir velkomnir. „Það er ekki þannig að þú þurfir að vera hælisleitandi eða sjálfboðaliði til þess að komast inn. Ef fólk vill koma og gera kvöldið skemmtilegt fyrir alla þá eru dyrnar opnar.“ Áramótafögnuðurinn í ráðhúsinu á síðasta ári vakti mikla athygli, einnig utan landsteinanna. „Þetta er auðvitað stórt mál í heiminum, fólk á flótta og allar þessar aðstæður og það er einstakt að ráðhús höfuðborgar sé opnað fyrir fólki til að koma og hafa gaman. Reykjavíkurborg á hrós skilið fyrir það,“ segir Þórunn. Reykjavíkurborg bauð fram ráðhúsið í fyrra og gerir það aftur núna.
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira