Þörf á átaki í landgræðslu til að sporna við óðalosun næstu ár Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 21. október 2017 06:00 Líkur eru á að Ísland þurfi að kaupa losunarheimildir þegar losunartölur fyrir annað tímabil Kýótó-bókunarinnar liggja fyrir árið 2022. Nauðsynlegt er að gera stórátak í endurheimt votlendis til að stemma stigu við losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi að mati Árna Bragasonar landgræðslustjóra. „Við erum ennþá að ræsa fram meira votlendi en við erum að endurheimta. Og það er bara öllum skítsama,“ segir Árni.Árni Bragason, landgræðslustjóri.Árni sat 10. umhverfisþing umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í gær þar sem Katrín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, greindi frá stöðu Íslands gagnvart Kýótó-bókuninni. Í minnisblaði stofnunarinnar til ráðuneytisins kemur fram að ef ekki verði dregið verulega úr losun hér á landi á öðru tímabili bókunarinnar, eða á árunum 2013 til 2020, muni hún verða langt umfram úthlutaðar heimildir og bindingareiningar. Umfang áætlaðrar umframlosunar á tímabilinu nemur rúmlega 3.600 kílótonnum (kt) af CO2-ígildum, eða vel yfir 16 prósent af heildarlosun á tímabilinu. Samkvæmt samningi Íslands og ESB hefur Ísland fengið úthlutaðar heimildir fyrir losun 15.327 kt af CO2-ígildum á þessu átta ára tímabili. Á árunum 2013 til 2015 var losun Íslands, mæld samkvæmt samningi við ESB, 8.930 kt. Þetta þýðir að landið hefur losað 53 prósent af heimildum sínum fyrir skuldbindingartímabilið, og það á aðeins þremur árum.Umhverfisstofnun tiltekur tvær ástæður fyrir þessu. Annars vegar er ljóst að mikil fjölgun ferðamanna sem koma til Íslands og hagvöxtur vegna hennar hefur áhrif á losun, t.d. frá samgöngum og í byggingariðnaði. Hins vegar er útlit fyrir að kolefnisbinding í skógrækt og landgræðslu verði minni en gert var ráð fyrir í aðgerðaáætlun árið 2010. Yfir 40 prósent af heildarlosun á Íslandi koma til vegna framræsts votlendis og beitilands sem er illa farið. Aðildarríki Kýótó-bókunarinnar geta talið sér bindingu kolefnis til tekna að einhverju leyti, en að hámarki 1.000 kt á tímabilinu. Árni segir mikilvægt að finna leiðir til að auka vægi þessa þáttar í loftslagsbókhaldi landsins, en í millitíðinni verði engu að síður að einblína á stóru tölurnar en ekki þau 4 prósent sem rekja má til bíla og 12 prósent sem rekja má til iðnaðarframleiðslu, þó svo að minni losun frá þessum geirum sé auðvitað mikilvægt markmið. „Í landgræðslunni erum við með 500 þúsund hektara sem hrópa á aðgerðir og við erum að endurheimta um 16 þúsund hektara á ári,“ segir Árni. „Við erum með innviði til staðar til að gera miklu, miklu meira.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Sjá meira
Nauðsynlegt er að gera stórátak í endurheimt votlendis til að stemma stigu við losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi að mati Árna Bragasonar landgræðslustjóra. „Við erum ennþá að ræsa fram meira votlendi en við erum að endurheimta. Og það er bara öllum skítsama,“ segir Árni.Árni Bragason, landgræðslustjóri.Árni sat 10. umhverfisþing umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í gær þar sem Katrín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, greindi frá stöðu Íslands gagnvart Kýótó-bókuninni. Í minnisblaði stofnunarinnar til ráðuneytisins kemur fram að ef ekki verði dregið verulega úr losun hér á landi á öðru tímabili bókunarinnar, eða á árunum 2013 til 2020, muni hún verða langt umfram úthlutaðar heimildir og bindingareiningar. Umfang áætlaðrar umframlosunar á tímabilinu nemur rúmlega 3.600 kílótonnum (kt) af CO2-ígildum, eða vel yfir 16 prósent af heildarlosun á tímabilinu. Samkvæmt samningi Íslands og ESB hefur Ísland fengið úthlutaðar heimildir fyrir losun 15.327 kt af CO2-ígildum á þessu átta ára tímabili. Á árunum 2013 til 2015 var losun Íslands, mæld samkvæmt samningi við ESB, 8.930 kt. Þetta þýðir að landið hefur losað 53 prósent af heimildum sínum fyrir skuldbindingartímabilið, og það á aðeins þremur árum.Umhverfisstofnun tiltekur tvær ástæður fyrir þessu. Annars vegar er ljóst að mikil fjölgun ferðamanna sem koma til Íslands og hagvöxtur vegna hennar hefur áhrif á losun, t.d. frá samgöngum og í byggingariðnaði. Hins vegar er útlit fyrir að kolefnisbinding í skógrækt og landgræðslu verði minni en gert var ráð fyrir í aðgerðaáætlun árið 2010. Yfir 40 prósent af heildarlosun á Íslandi koma til vegna framræsts votlendis og beitilands sem er illa farið. Aðildarríki Kýótó-bókunarinnar geta talið sér bindingu kolefnis til tekna að einhverju leyti, en að hámarki 1.000 kt á tímabilinu. Árni segir mikilvægt að finna leiðir til að auka vægi þessa þáttar í loftslagsbókhaldi landsins, en í millitíðinni verði engu að síður að einblína á stóru tölurnar en ekki þau 4 prósent sem rekja má til bíla og 12 prósent sem rekja má til iðnaðarframleiðslu, þó svo að minni losun frá þessum geirum sé auðvitað mikilvægt markmið. „Í landgræðslunni erum við með 500 þúsund hektara sem hrópa á aðgerðir og við erum að endurheimta um 16 þúsund hektara á ári,“ segir Árni. „Við erum með innviði til staðar til að gera miklu, miklu meira.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Sjá meira