Nýtt politburo bendir til langrar valdatíðar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. október 2017 06:00 Xi Jinping er afar vinsæll á meðal flokksmanna og líklegt þykir að hann haldi völdum lengi. Nordicphotos/AFP Endurskipun forsætisnefndar kínverska Kommúnistaflokksins, sem kynnt var í gær, þykir bera þess merki að Xi Jinping, leiðtogi flokksins og forseti Kína, verði við völd í Asíuríkinu lengur en þau tíu ár sem undanfarnir leiðtogar hafa ríkt. Xi hefur nú þegar tryggt sér forsetastólinn þar til árið 2022 og siglir nú inn í kjörtímabil sem samkvæmt hefðinni ætti að vera hans síðasta. Meðlimir nýju forsætisnefndarinnar, en slíkar fastanefndir eru jafnan kallaðar politburo innan kommúnistaflokka, eru allir á svipuðum aldri og Xi. Sá elsti er 67 ára og sá yngsti sextugur. Sjálfur er Xi 64 ára. Þykir nokkuð hár aldur allra nefndarmanna benda til þess að Xi ætli áfram að leiða Kínverja eftir árið 2022, þegar nýhafið kjörtímabil er á enda. Talið hafði verið að Xi myndi skipa Chen Miner, formann flokksins í Chongqing, og Hu Chunhua, formann flokksins í Guangdong, í forsætisnefndina, að því er BBC greinir frá. Eru þeir báðir á sextugsaldri og segir greinandi BBC að það geri þá nógu unga til þess að vera mögulegir eftirmenn Xi. Af þessu varð hins vegar ekki. Svokölluð tíu ára regla, eða öllu heldur hefð, hefur verið við lýði í Kína frá því á tíunda áratugnum þegar Deng Xiaoping kom hefðinni á til þess að koma í veg fyrir að óreiðan sem fylgdi endalokum valdatíðar Maós Zedong myndi endurtaka sig. Hafa Jiang Zemin og Hu Jintao, síðustu tveir leiðtogar Kína, fylgt hefðinni en ýmislegt bendir til þess að Xi muni ekki endurtaka leikinn. Annað sem bendir til lengri valdatíðar Xis er sú ákvörðun landsþings Kommúnistaflokksins að setja hann á sama stall og Maó með því að rita nafn hans og hugmyndafræði í stjórnarskrá flokksins. Enginn annar leiðtogi Kína hefur notið sama heiðurs á meðan hann lifði og þykir þetta styrkja stöðu Xi til muna. Halda stjórnmálafræðingar því fram að jafnvel þótt Xi myndi stíga til hliðar eftir kjörtímabilið gæti hann stýrt ríkinu áfram ef hann vildi vegna gríðarlegra áhrifa á flokkinn. Hugmyndafræðin sem Xi fékk ritaða í stjórnarskrá flokksins gengur út á sýn hans um nýtt tímabil í sögu alþýðulýðveldisins. Áður hefur Xi skipt sögu alþýðulýðveldisins í tvö tímabil. Sameiningu undir Maó og vaxandi hagsæld undir Deng. Hið nýja tímabil, tímabil Xi, á að einkennast af styrkingu Kína á alþjóðavísu. Washington Post greinir frá því að utanríkismálastefna Kína muni einkennast af þessu næstu árin undir stjórn Xi. Lengi hafi hann lofað því að gera Kína að ofurstórveldi, álíka máttugu og Bandaríkin og Sovétríkin voru í kalda stríðinu, og að því verkefni verði lokið fyrir aldarafmæli alþýðulýðveldisins árið 2049. Kína verði þannig leiðandi afl, meðal annars á sviði alþjóðastofnana á borð við Sameinuðu þjóðirnar, og sýni öðrum ríkjum fram á nýjan valkost í formi kínversks sósíalisma. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Fleiri fréttir Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Sjá meira
Endurskipun forsætisnefndar kínverska Kommúnistaflokksins, sem kynnt var í gær, þykir bera þess merki að Xi Jinping, leiðtogi flokksins og forseti Kína, verði við völd í Asíuríkinu lengur en þau tíu ár sem undanfarnir leiðtogar hafa ríkt. Xi hefur nú þegar tryggt sér forsetastólinn þar til árið 2022 og siglir nú inn í kjörtímabil sem samkvæmt hefðinni ætti að vera hans síðasta. Meðlimir nýju forsætisnefndarinnar, en slíkar fastanefndir eru jafnan kallaðar politburo innan kommúnistaflokka, eru allir á svipuðum aldri og Xi. Sá elsti er 67 ára og sá yngsti sextugur. Sjálfur er Xi 64 ára. Þykir nokkuð hár aldur allra nefndarmanna benda til þess að Xi ætli áfram að leiða Kínverja eftir árið 2022, þegar nýhafið kjörtímabil er á enda. Talið hafði verið að Xi myndi skipa Chen Miner, formann flokksins í Chongqing, og Hu Chunhua, formann flokksins í Guangdong, í forsætisnefndina, að því er BBC greinir frá. Eru þeir báðir á sextugsaldri og segir greinandi BBC að það geri þá nógu unga til þess að vera mögulegir eftirmenn Xi. Af þessu varð hins vegar ekki. Svokölluð tíu ára regla, eða öllu heldur hefð, hefur verið við lýði í Kína frá því á tíunda áratugnum þegar Deng Xiaoping kom hefðinni á til þess að koma í veg fyrir að óreiðan sem fylgdi endalokum valdatíðar Maós Zedong myndi endurtaka sig. Hafa Jiang Zemin og Hu Jintao, síðustu tveir leiðtogar Kína, fylgt hefðinni en ýmislegt bendir til þess að Xi muni ekki endurtaka leikinn. Annað sem bendir til lengri valdatíðar Xis er sú ákvörðun landsþings Kommúnistaflokksins að setja hann á sama stall og Maó með því að rita nafn hans og hugmyndafræði í stjórnarskrá flokksins. Enginn annar leiðtogi Kína hefur notið sama heiðurs á meðan hann lifði og þykir þetta styrkja stöðu Xi til muna. Halda stjórnmálafræðingar því fram að jafnvel þótt Xi myndi stíga til hliðar eftir kjörtímabilið gæti hann stýrt ríkinu áfram ef hann vildi vegna gríðarlegra áhrifa á flokkinn. Hugmyndafræðin sem Xi fékk ritaða í stjórnarskrá flokksins gengur út á sýn hans um nýtt tímabil í sögu alþýðulýðveldisins. Áður hefur Xi skipt sögu alþýðulýðveldisins í tvö tímabil. Sameiningu undir Maó og vaxandi hagsæld undir Deng. Hið nýja tímabil, tímabil Xi, á að einkennast af styrkingu Kína á alþjóðavísu. Washington Post greinir frá því að utanríkismálastefna Kína muni einkennast af þessu næstu árin undir stjórn Xi. Lengi hafi hann lofað því að gera Kína að ofurstórveldi, álíka máttugu og Bandaríkin og Sovétríkin voru í kalda stríðinu, og að því verkefni verði lokið fyrir aldarafmæli alþýðulýðveldisins árið 2049. Kína verði þannig leiðandi afl, meðal annars á sviði alþjóðastofnana á borð við Sameinuðu þjóðirnar, og sýni öðrum ríkjum fram á nýjan valkost í formi kínversks sósíalisma.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Fleiri fréttir Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Sjá meira