Nýtt politburo bendir til langrar valdatíðar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. október 2017 06:00 Xi Jinping er afar vinsæll á meðal flokksmanna og líklegt þykir að hann haldi völdum lengi. Nordicphotos/AFP Endurskipun forsætisnefndar kínverska Kommúnistaflokksins, sem kynnt var í gær, þykir bera þess merki að Xi Jinping, leiðtogi flokksins og forseti Kína, verði við völd í Asíuríkinu lengur en þau tíu ár sem undanfarnir leiðtogar hafa ríkt. Xi hefur nú þegar tryggt sér forsetastólinn þar til árið 2022 og siglir nú inn í kjörtímabil sem samkvæmt hefðinni ætti að vera hans síðasta. Meðlimir nýju forsætisnefndarinnar, en slíkar fastanefndir eru jafnan kallaðar politburo innan kommúnistaflokka, eru allir á svipuðum aldri og Xi. Sá elsti er 67 ára og sá yngsti sextugur. Sjálfur er Xi 64 ára. Þykir nokkuð hár aldur allra nefndarmanna benda til þess að Xi ætli áfram að leiða Kínverja eftir árið 2022, þegar nýhafið kjörtímabil er á enda. Talið hafði verið að Xi myndi skipa Chen Miner, formann flokksins í Chongqing, og Hu Chunhua, formann flokksins í Guangdong, í forsætisnefndina, að því er BBC greinir frá. Eru þeir báðir á sextugsaldri og segir greinandi BBC að það geri þá nógu unga til þess að vera mögulegir eftirmenn Xi. Af þessu varð hins vegar ekki. Svokölluð tíu ára regla, eða öllu heldur hefð, hefur verið við lýði í Kína frá því á tíunda áratugnum þegar Deng Xiaoping kom hefðinni á til þess að koma í veg fyrir að óreiðan sem fylgdi endalokum valdatíðar Maós Zedong myndi endurtaka sig. Hafa Jiang Zemin og Hu Jintao, síðustu tveir leiðtogar Kína, fylgt hefðinni en ýmislegt bendir til þess að Xi muni ekki endurtaka leikinn. Annað sem bendir til lengri valdatíðar Xis er sú ákvörðun landsþings Kommúnistaflokksins að setja hann á sama stall og Maó með því að rita nafn hans og hugmyndafræði í stjórnarskrá flokksins. Enginn annar leiðtogi Kína hefur notið sama heiðurs á meðan hann lifði og þykir þetta styrkja stöðu Xi til muna. Halda stjórnmálafræðingar því fram að jafnvel þótt Xi myndi stíga til hliðar eftir kjörtímabilið gæti hann stýrt ríkinu áfram ef hann vildi vegna gríðarlegra áhrifa á flokkinn. Hugmyndafræðin sem Xi fékk ritaða í stjórnarskrá flokksins gengur út á sýn hans um nýtt tímabil í sögu alþýðulýðveldisins. Áður hefur Xi skipt sögu alþýðulýðveldisins í tvö tímabil. Sameiningu undir Maó og vaxandi hagsæld undir Deng. Hið nýja tímabil, tímabil Xi, á að einkennast af styrkingu Kína á alþjóðavísu. Washington Post greinir frá því að utanríkismálastefna Kína muni einkennast af þessu næstu árin undir stjórn Xi. Lengi hafi hann lofað því að gera Kína að ofurstórveldi, álíka máttugu og Bandaríkin og Sovétríkin voru í kalda stríðinu, og að því verkefni verði lokið fyrir aldarafmæli alþýðulýðveldisins árið 2049. Kína verði þannig leiðandi afl, meðal annars á sviði alþjóðastofnana á borð við Sameinuðu þjóðirnar, og sýni öðrum ríkjum fram á nýjan valkost í formi kínversks sósíalisma. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Endurskipun forsætisnefndar kínverska Kommúnistaflokksins, sem kynnt var í gær, þykir bera þess merki að Xi Jinping, leiðtogi flokksins og forseti Kína, verði við völd í Asíuríkinu lengur en þau tíu ár sem undanfarnir leiðtogar hafa ríkt. Xi hefur nú þegar tryggt sér forsetastólinn þar til árið 2022 og siglir nú inn í kjörtímabil sem samkvæmt hefðinni ætti að vera hans síðasta. Meðlimir nýju forsætisnefndarinnar, en slíkar fastanefndir eru jafnan kallaðar politburo innan kommúnistaflokka, eru allir á svipuðum aldri og Xi. Sá elsti er 67 ára og sá yngsti sextugur. Sjálfur er Xi 64 ára. Þykir nokkuð hár aldur allra nefndarmanna benda til þess að Xi ætli áfram að leiða Kínverja eftir árið 2022, þegar nýhafið kjörtímabil er á enda. Talið hafði verið að Xi myndi skipa Chen Miner, formann flokksins í Chongqing, og Hu Chunhua, formann flokksins í Guangdong, í forsætisnefndina, að því er BBC greinir frá. Eru þeir báðir á sextugsaldri og segir greinandi BBC að það geri þá nógu unga til þess að vera mögulegir eftirmenn Xi. Af þessu varð hins vegar ekki. Svokölluð tíu ára regla, eða öllu heldur hefð, hefur verið við lýði í Kína frá því á tíunda áratugnum þegar Deng Xiaoping kom hefðinni á til þess að koma í veg fyrir að óreiðan sem fylgdi endalokum valdatíðar Maós Zedong myndi endurtaka sig. Hafa Jiang Zemin og Hu Jintao, síðustu tveir leiðtogar Kína, fylgt hefðinni en ýmislegt bendir til þess að Xi muni ekki endurtaka leikinn. Annað sem bendir til lengri valdatíðar Xis er sú ákvörðun landsþings Kommúnistaflokksins að setja hann á sama stall og Maó með því að rita nafn hans og hugmyndafræði í stjórnarskrá flokksins. Enginn annar leiðtogi Kína hefur notið sama heiðurs á meðan hann lifði og þykir þetta styrkja stöðu Xi til muna. Halda stjórnmálafræðingar því fram að jafnvel þótt Xi myndi stíga til hliðar eftir kjörtímabilið gæti hann stýrt ríkinu áfram ef hann vildi vegna gríðarlegra áhrifa á flokkinn. Hugmyndafræðin sem Xi fékk ritaða í stjórnarskrá flokksins gengur út á sýn hans um nýtt tímabil í sögu alþýðulýðveldisins. Áður hefur Xi skipt sögu alþýðulýðveldisins í tvö tímabil. Sameiningu undir Maó og vaxandi hagsæld undir Deng. Hið nýja tímabil, tímabil Xi, á að einkennast af styrkingu Kína á alþjóðavísu. Washington Post greinir frá því að utanríkismálastefna Kína muni einkennast af þessu næstu árin undir stjórn Xi. Lengi hafi hann lofað því að gera Kína að ofurstórveldi, álíka máttugu og Bandaríkin og Sovétríkin voru í kalda stríðinu, og að því verkefni verði lokið fyrir aldarafmæli alþýðulýðveldisins árið 2049. Kína verði þannig leiðandi afl, meðal annars á sviði alþjóðastofnana á borð við Sameinuðu þjóðirnar, og sýni öðrum ríkjum fram á nýjan valkost í formi kínversks sósíalisma.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira