Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Eiður Þór Árnason skrifar 8. september 2025 19:07 Útlit er fyrir að Jonas Gahr Støre, leiðtogi Verkamannaflokksins, muni láta reyna á stjórnarmyndun. Talið er að viðræðurnar verði torveldar en gangi spilið upp eru allar líkur á því að Støre sitji áfram sem forsætisráðherra. EPA/AMANDA PEDERSEN GISKE Fylking mið- og vinstriflokka í norskum stjórnmálum mælist með meirihluta í þingkosningunum sem fram fóru í dag. Miðað við fyrstu tölur fá þeir flokkar 88 þingmenn með Verkamannaflokkinn í broddi fylkingar. Aðrir flokkar sem teljast til hægri fá 81 þingmann en 85 þarf til að hljóta meirihluta á norska stórþinginu. Verkamannaflokkur Jonas Gahr Støre mælist stærstur með 28 prósent fylgi þegar 78 prósent atkvæða hafa verið talin. Nemur þetta aukningu upp á 1,7 prósentustig miðað við niðurstöður síðustu kosninga. Næst kemur Framfaraflokkur Sylvi Listhaug með 24,8 prósent atkvæða. Sá er hástökkvari kosninganna og eykur fylgi sitt um 13,2 prósentustig frá árinu 2021 og rúmlega tvöfaldar styrk sinn. Hægri flokkur Ernu Solberg mælist með 14,3 prósent atkvæða og lækkar um sex prósentustig. Telst þetta mikið högg fyrir Solberg, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, en flokkur hennar var áður mun stærri en Framfaraflokkurinn. Miðflokkurinn fer illa út úr stjórnarslitum Miðflokkurinn mælist með 6,0 prósent, Sósíalíski vinstri flokkurinn með 5,3 prósent, Rauðir með 5,3 prósent og Umhverfisflokkurinn/Græningjar með 4,4 prósent. Kristilegi þjóðarflokkurinn mælist með 4,2 prósent og Venstre með 3,4 prósent fylgi. Aðrir flokkar mælast með minna. Athygli vekur að Miðflokkurinn meira en helmingar fylgi sitt og lækkar um heil 7,5 prósentustig milli kosninga. Flokkurinn sleit ríkisstjórnarsamstarfi sínu við Verkamannaflokkinn í byrjun ársins. Norðmenn gengu að kjörborðinu í dag en óvenjustór hluti þeirra greiddi atkvæði utan kjörfundar.EPA/Gorm Kallestad Efnahagsmál ofarlega á baugi Síðustu kjörstöðum lokaði í Noregi klukkan sjö að íslenskum tíma. Mikil spenna hefur ríkt yfir niðurstöðum þingkosninganna og lengi verið útlit fyrir að flókin stjórnarmyndun taki við. Efnahagsmálin hafa verið ofarlega á baugi hjá kjósendum í kosningabaráttunni vegna dýrtíðar og ójöfnuðs. Raforkuverð hefur meðal annars verið í hæstu hæðum og komið til tals að hætta útflutningi rafmagns til Danmerkur, til að reyna að lækka raforkuverð til norsks almennings. Þá hefur meðal annars mikið verið þrætt um auðlegðarskatt. Sat einn eftir í minnihlutastjórn Síðasta kjörtímabil hefur verið viðburðaríkt og sleit Miðflokkurinn ríkisstjórnarsamstarfi sínu við Verkamannaflokkinn í janúar. Síðan þá hefur Verkamannaflokkurinn verið einn í minnihlutastjórn. Eftir síðustu kosningar árið 2021 leiddi Verkamannaflokkur Jonas Gahr Støre ríkisstjórn landsins með Miðflokknum, gömlum bændaflokki á miðju norskra stjórnmála. Þá varði Sósíalíski vinstri flokkurinn minnihlutastjórn flokkanna tveggja falli eftir að hann hafnaði því að ganga inn í stjórnarsamstarfið, meðal annars vegna ágreinings um umhverfismál. Miðflokkurinn sleit ríkisstjórnarsamstarfinu við Verkamannaflokkinn vegna deilna um innleiðingu á svonefndum fjórða orkupakka Evrópusambandsins. Hafnaði Miðflokkurinn frekara samstarfi við Evrópusambandið í orkumálum en Verkamannaflokkurinn vildi innleiða reglugerðirnar strax. Miðflokkurinn virðist fara illa út úr þessari ákvörðun og meira en helmingar fylgi sitt milli kosninga, líkt og áður segir. Fréttin hefur verið uppfærð. Noregur Þingkosningar í Noregi Tengdar fréttir Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Norðmenn ganga að kjörborðinu á morgun en um helmingur kjósenda hefur þegar greitt atkvæði utan kjörfundar. Líklegt er að flókin stjórnarmyndun taki við, sama hvort vinstri- eða hægriflokkar hafi betur. 7. september 2025 21:30 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Sjá meira
Verkamannaflokkur Jonas Gahr Støre mælist stærstur með 28 prósent fylgi þegar 78 prósent atkvæða hafa verið talin. Nemur þetta aukningu upp á 1,7 prósentustig miðað við niðurstöður síðustu kosninga. Næst kemur Framfaraflokkur Sylvi Listhaug með 24,8 prósent atkvæða. Sá er hástökkvari kosninganna og eykur fylgi sitt um 13,2 prósentustig frá árinu 2021 og rúmlega tvöfaldar styrk sinn. Hægri flokkur Ernu Solberg mælist með 14,3 prósent atkvæða og lækkar um sex prósentustig. Telst þetta mikið högg fyrir Solberg, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, en flokkur hennar var áður mun stærri en Framfaraflokkurinn. Miðflokkurinn fer illa út úr stjórnarslitum Miðflokkurinn mælist með 6,0 prósent, Sósíalíski vinstri flokkurinn með 5,3 prósent, Rauðir með 5,3 prósent og Umhverfisflokkurinn/Græningjar með 4,4 prósent. Kristilegi þjóðarflokkurinn mælist með 4,2 prósent og Venstre með 3,4 prósent fylgi. Aðrir flokkar mælast með minna. Athygli vekur að Miðflokkurinn meira en helmingar fylgi sitt og lækkar um heil 7,5 prósentustig milli kosninga. Flokkurinn sleit ríkisstjórnarsamstarfi sínu við Verkamannaflokkinn í byrjun ársins. Norðmenn gengu að kjörborðinu í dag en óvenjustór hluti þeirra greiddi atkvæði utan kjörfundar.EPA/Gorm Kallestad Efnahagsmál ofarlega á baugi Síðustu kjörstöðum lokaði í Noregi klukkan sjö að íslenskum tíma. Mikil spenna hefur ríkt yfir niðurstöðum þingkosninganna og lengi verið útlit fyrir að flókin stjórnarmyndun taki við. Efnahagsmálin hafa verið ofarlega á baugi hjá kjósendum í kosningabaráttunni vegna dýrtíðar og ójöfnuðs. Raforkuverð hefur meðal annars verið í hæstu hæðum og komið til tals að hætta útflutningi rafmagns til Danmerkur, til að reyna að lækka raforkuverð til norsks almennings. Þá hefur meðal annars mikið verið þrætt um auðlegðarskatt. Sat einn eftir í minnihlutastjórn Síðasta kjörtímabil hefur verið viðburðaríkt og sleit Miðflokkurinn ríkisstjórnarsamstarfi sínu við Verkamannaflokkinn í janúar. Síðan þá hefur Verkamannaflokkurinn verið einn í minnihlutastjórn. Eftir síðustu kosningar árið 2021 leiddi Verkamannaflokkur Jonas Gahr Støre ríkisstjórn landsins með Miðflokknum, gömlum bændaflokki á miðju norskra stjórnmála. Þá varði Sósíalíski vinstri flokkurinn minnihlutastjórn flokkanna tveggja falli eftir að hann hafnaði því að ganga inn í stjórnarsamstarfið, meðal annars vegna ágreinings um umhverfismál. Miðflokkurinn sleit ríkisstjórnarsamstarfinu við Verkamannaflokkinn vegna deilna um innleiðingu á svonefndum fjórða orkupakka Evrópusambandsins. Hafnaði Miðflokkurinn frekara samstarfi við Evrópusambandið í orkumálum en Verkamannaflokkurinn vildi innleiða reglugerðirnar strax. Miðflokkurinn virðist fara illa út úr þessari ákvörðun og meira en helmingar fylgi sitt milli kosninga, líkt og áður segir. Fréttin hefur verið uppfærð.
Noregur Þingkosningar í Noregi Tengdar fréttir Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Norðmenn ganga að kjörborðinu á morgun en um helmingur kjósenda hefur þegar greitt atkvæði utan kjörfundar. Líklegt er að flókin stjórnarmyndun taki við, sama hvort vinstri- eða hægriflokkar hafi betur. 7. september 2025 21:30 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Sjá meira
Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Norðmenn ganga að kjörborðinu á morgun en um helmingur kjósenda hefur þegar greitt atkvæði utan kjörfundar. Líklegt er að flókin stjórnarmyndun taki við, sama hvort vinstri- eða hægriflokkar hafi betur. 7. september 2025 21:30