Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Samúel Karl Ólason skrifar 8. september 2025 17:41 Francois Bayrou í pontu á þingi í dag. AP/Christophe Ena François Bayrou, forsætisráðherra Frakklands, stóð ekki af sér vantrauststillögu á franska þinginu. Því er ríkisstjórn Frakklands fallin en hún var einungis starfandi í níu mánuði. Emmanuel Macron, forseti, þarf nú að reyna að finna fimmta forsætisráðherra landsins á tæpum tveimur árum. Einungis 194 þingmenn greiddu atkvæði gegn vantrauststillögunni en 364 þingmenn greiddu atkvæði með henni. Þetta var í fyrsta sinn frá 1958 sem vantrauststillaga er samþykkt á franska þinginu. Franskir fjölmiðlar segja að Bayrou muni leggja fram formlega afsögn sína til Macrons í fyrramálið. Alger óvissa hefur ríkt á franska þinginu á undanförnum árum vegna mikilla deilna um það hvernig draga eigi úr fjárlagahalla þar í landi. Það var Bayrou sjálfur sem boðaði atkvæðagreiðslu og vildi hann þannig leysa þann rembihnút þingið er fast í. Hann hafði lagt fram fjárlagafrumvarp sem innihélt nærri því 44 milljarða evra niðurskurð en Frakkar eru í erfiðri fjárhagsstöðu. Fjárlagahalli Frakklands nam 5,8 prósentum af vergri landsframleiðslu í fyrra en viðmið Evrópusambandsins er þrjú prósent. Bayrou tók við embætti forsætisráðherra þann 13. desember í fyrra, eftir að fyrri ríkisstjórn féll 4. desember þegar svo virtist sem að hún myndi ekki standast vantrauststillögu. Sú ríkisstjórn féll einnig vegna óvinsæls fjárlagafrumvarps. Hvað næst? Hvað gerist næst liggur ekki fyrir að svo stöddu. Macron mun þurfa að reyna að miðla málum milli þingflokka og þeir þurfa að komast að samkomulagi um nýja ríkisstjórn og fjárlögin. Það er þó, samkvæmt frétt Politico, hægara sagt en gert. Leiðtogar flokkanna eru ósammála um það hvernig leysa eigi fjárhagsvanda Frakklands. Þar að auki fara sveitarstjórnarkosningar fram í mars og árið 2027 verða svo haldnar forsetakosningar í Frakklandi. Leiðtogar flokkanna á þingi eru því sagðir hafa lítinn vilja til málamiðlana. Fáir þingmenn eru þó sagðir hafa áhuga á að boða til skyndikosninga, sem verða nauðsynlegar ef ríkisstjórnarmyndun misheppnast. Eins og þegar síðasta ríkisstjórn féll hafa leiðtogar stjórnarandstöðunnar kallað eftir því að Macron segi einnig af sér og boði til nýrra forsetakosninga. Hann mun líklega ekki verða við því nú frekar en síðast. 'We are giving Macron two choices. Either he can be impeached or he can resign' says French National Assembly Deputy Mathilde Panot.She is speaking in Paris after the French Prime Minister Francois Bayrou lost the confidence vote.https://t.co/TC2ROCL7wW📺 Sky 501 pic.twitter.com/Q59I8fm1eM— Sky News (@SkyNews) September 8, 2025 Frakkland Tengdar fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Fjármálaráðherra Frakka sagði að mögulega þyrftu frönsk yfirvöld að leita til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vegna yfirvofandi skuldakreppu. Hugmyndir forsætisráðherrans um niðurskurð hafa vakið óánægju almennings en hann sækist eftir traustyfirlýsingu þingsins. 26. ágúst 2025 23:30 Örlög Bayrou ráðast 8. september Útlit er fyrir að François Bayrou, forsætisráðherra Frakklands, muni ekki standa af sér vantrauststillögu sem þingmenn munu greiða atkvæði um þann 8. september næstkomandi. 26. ágúst 2025 06:56 Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo François Bayrou, forsætisráðherra Frakklands, hefur lagt til að tveir hátíðisdagar verði venjulegir vinnudagar. Tillagan var lögð fram samhliða fjárlögum ársins 2026 og endurspeglra viðleitni til að auka framleiðni og draga úr skuldasöfnun ríkisins. 16. júlí 2025 06:47 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sjá meira
Einungis 194 þingmenn greiddu atkvæði gegn vantrauststillögunni en 364 þingmenn greiddu atkvæði með henni. Þetta var í fyrsta sinn frá 1958 sem vantrauststillaga er samþykkt á franska þinginu. Franskir fjölmiðlar segja að Bayrou muni leggja fram formlega afsögn sína til Macrons í fyrramálið. Alger óvissa hefur ríkt á franska þinginu á undanförnum árum vegna mikilla deilna um það hvernig draga eigi úr fjárlagahalla þar í landi. Það var Bayrou sjálfur sem boðaði atkvæðagreiðslu og vildi hann þannig leysa þann rembihnút þingið er fast í. Hann hafði lagt fram fjárlagafrumvarp sem innihélt nærri því 44 milljarða evra niðurskurð en Frakkar eru í erfiðri fjárhagsstöðu. Fjárlagahalli Frakklands nam 5,8 prósentum af vergri landsframleiðslu í fyrra en viðmið Evrópusambandsins er þrjú prósent. Bayrou tók við embætti forsætisráðherra þann 13. desember í fyrra, eftir að fyrri ríkisstjórn féll 4. desember þegar svo virtist sem að hún myndi ekki standast vantrauststillögu. Sú ríkisstjórn féll einnig vegna óvinsæls fjárlagafrumvarps. Hvað næst? Hvað gerist næst liggur ekki fyrir að svo stöddu. Macron mun þurfa að reyna að miðla málum milli þingflokka og þeir þurfa að komast að samkomulagi um nýja ríkisstjórn og fjárlögin. Það er þó, samkvæmt frétt Politico, hægara sagt en gert. Leiðtogar flokkanna eru ósammála um það hvernig leysa eigi fjárhagsvanda Frakklands. Þar að auki fara sveitarstjórnarkosningar fram í mars og árið 2027 verða svo haldnar forsetakosningar í Frakklandi. Leiðtogar flokkanna á þingi eru því sagðir hafa lítinn vilja til málamiðlana. Fáir þingmenn eru þó sagðir hafa áhuga á að boða til skyndikosninga, sem verða nauðsynlegar ef ríkisstjórnarmyndun misheppnast. Eins og þegar síðasta ríkisstjórn féll hafa leiðtogar stjórnarandstöðunnar kallað eftir því að Macron segi einnig af sér og boði til nýrra forsetakosninga. Hann mun líklega ekki verða við því nú frekar en síðast. 'We are giving Macron two choices. Either he can be impeached or he can resign' says French National Assembly Deputy Mathilde Panot.She is speaking in Paris after the French Prime Minister Francois Bayrou lost the confidence vote.https://t.co/TC2ROCL7wW📺 Sky 501 pic.twitter.com/Q59I8fm1eM— Sky News (@SkyNews) September 8, 2025
Frakkland Tengdar fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Fjármálaráðherra Frakka sagði að mögulega þyrftu frönsk yfirvöld að leita til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vegna yfirvofandi skuldakreppu. Hugmyndir forsætisráðherrans um niðurskurð hafa vakið óánægju almennings en hann sækist eftir traustyfirlýsingu þingsins. 26. ágúst 2025 23:30 Örlög Bayrou ráðast 8. september Útlit er fyrir að François Bayrou, forsætisráðherra Frakklands, muni ekki standa af sér vantrauststillögu sem þingmenn munu greiða atkvæði um þann 8. september næstkomandi. 26. ágúst 2025 06:56 Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo François Bayrou, forsætisráðherra Frakklands, hefur lagt til að tveir hátíðisdagar verði venjulegir vinnudagar. Tillagan var lögð fram samhliða fjárlögum ársins 2026 og endurspeglra viðleitni til að auka framleiðni og draga úr skuldasöfnun ríkisins. 16. júlí 2025 06:47 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sjá meira
Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Fjármálaráðherra Frakka sagði að mögulega þyrftu frönsk yfirvöld að leita til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vegna yfirvofandi skuldakreppu. Hugmyndir forsætisráðherrans um niðurskurð hafa vakið óánægju almennings en hann sækist eftir traustyfirlýsingu þingsins. 26. ágúst 2025 23:30
Örlög Bayrou ráðast 8. september Útlit er fyrir að François Bayrou, forsætisráðherra Frakklands, muni ekki standa af sér vantrauststillögu sem þingmenn munu greiða atkvæði um þann 8. september næstkomandi. 26. ágúst 2025 06:56
Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo François Bayrou, forsætisráðherra Frakklands, hefur lagt til að tveir hátíðisdagar verði venjulegir vinnudagar. Tillagan var lögð fram samhliða fjárlögum ársins 2026 og endurspeglra viðleitni til að auka framleiðni og draga úr skuldasöfnun ríkisins. 16. júlí 2025 06:47