Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Kjartan Kjartansson skrifar 9. september 2025 14:57 Lögreglumenn og sjúkraliðar bera konu á níræðisaldri sem særðist þegar rússnesk svifsprengja lenti á þorpinu Jarova í Donetsk í dag. AP/Alex Babenko Að minnsta kosti 24 eru látnir og nítján særðir eftir að rússnesk svifsprengja lenti á þorpi í austanverðri Úkraínu dag. Fólkið sem lést og særðist beið í röð eftir að fá mánaðarlegan lífeyri sinn. Sprengjan er sögð hafa sprungið í þorpinu Jarova í Donetsk-héraði um klukkan ellefu að staðartíma í dag. Þorpið er um tíu kílómetra frá víglínunni. Adym Filashkin, héraðsstjóri í Donetsk, fullyrðir að 23 af þeim látnu hafi verið lífeyrisþegar. Pavlo Diatsjenkó, upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Donetsk, segir aðkomuna í Jarova hafa verið hryllilega. „Allt þorpið logar,“ hefur AP-fréttastofan eftir honum. Myndir og myndbönd frá vettvangi sýndu lík á víð og dreif í kringum bílflak. Það er talið af póstbíl. Eldra fólk í úkraínskum þorpum sækir gjarnan lífeyri sinn í reiðufé á pósthús og myndast þá raðir á vissum tíma mánaðar. Pósthúsinu í Jarova var lokað í síðustu viku eftir að starfsmenn þess ákváðu að flýja þorpið. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, fordæmdi sprengjuárásina á Telegram-rás sinni. „Sannarlega hrottalegt,“ sagði forsetinn og hvatti alþjóðasamfélagið til þess að láta Rússa gjalda fyrir innrásina með frekari refsiaðgerðum. Rússar hafa sett aukinn kraft í árásir sínar í nágrenni borgarinnar Lyman í viðleitni sinni til að sækja fram norðar í héraðinu. Þrátt fyrir það hafa margir íbúar í þorpum þar eins og Jarova haldið kyrru fyrir þar sem þeir eru ekki í aðstöðu til að flytja annað eða þeir þurfa að annast aldraða eða fatlaða ættingja sína. Nærri því tólf þúsund óbreyttir Úkraínumenn hafa fallið frá því að allsherjarinnrás Rússa hófst fyrir þremur og hálfu ári samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna. Rússar hafa aukið loftárásir sínar á óbreytta borgara á undanförnum misserum, þrátt fyrir meintar friðarumleitanir Bandaríkjaforseta við Vladímír Pútín, forseta Rússlands. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Eldri borgarar Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
Sprengjan er sögð hafa sprungið í þorpinu Jarova í Donetsk-héraði um klukkan ellefu að staðartíma í dag. Þorpið er um tíu kílómetra frá víglínunni. Adym Filashkin, héraðsstjóri í Donetsk, fullyrðir að 23 af þeim látnu hafi verið lífeyrisþegar. Pavlo Diatsjenkó, upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Donetsk, segir aðkomuna í Jarova hafa verið hryllilega. „Allt þorpið logar,“ hefur AP-fréttastofan eftir honum. Myndir og myndbönd frá vettvangi sýndu lík á víð og dreif í kringum bílflak. Það er talið af póstbíl. Eldra fólk í úkraínskum þorpum sækir gjarnan lífeyri sinn í reiðufé á pósthús og myndast þá raðir á vissum tíma mánaðar. Pósthúsinu í Jarova var lokað í síðustu viku eftir að starfsmenn þess ákváðu að flýja þorpið. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, fordæmdi sprengjuárásina á Telegram-rás sinni. „Sannarlega hrottalegt,“ sagði forsetinn og hvatti alþjóðasamfélagið til þess að láta Rússa gjalda fyrir innrásina með frekari refsiaðgerðum. Rússar hafa sett aukinn kraft í árásir sínar í nágrenni borgarinnar Lyman í viðleitni sinni til að sækja fram norðar í héraðinu. Þrátt fyrir það hafa margir íbúar í þorpum þar eins og Jarova haldið kyrru fyrir þar sem þeir eru ekki í aðstöðu til að flytja annað eða þeir þurfa að annast aldraða eða fatlaða ættingja sína. Nærri því tólf þúsund óbreyttir Úkraínumenn hafa fallið frá því að allsherjarinnrás Rússa hófst fyrir þremur og hálfu ári samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna. Rússar hafa aukið loftárásir sínar á óbreytta borgara á undanförnum misserum, þrátt fyrir meintar friðarumleitanir Bandaríkjaforseta við Vladímír Pútín, forseta Rússlands.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Eldri borgarar Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira