Aldagömul málverk af Geysi komin til landsins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. mars 2017 07:00 Michael Nevin við málverkin tvö. vísir/ernir Michael Nevin, sendiherra Breta á Íslandi, tísti í gær mynd af lokuðum kassa og skrifaði með myndinni að hann vissi að Íslendingar biðu spenntir eftir því að sjá innihaldið. Í kassanum reyndust síðan tvö gömul málverk af Geysi. „Þau voru máluð seint á átjándu öld og heita „Nýi Geysir“ og „Gamli geysir“. Málarinn var hinn breski Edward Dayes og málaði hann þau þrátt fyrir að hafa aldrei komið til Íslands. Málverkin byggði hann á teikningum breska landkönnuðarins Johns Stanley sem er frægur landkönnuður á Bretlandi,“ segir Nevin. Málverkin, sem voru máluð árið 1790, hengu áður til margra ára í sendiherrabústaðnum í Reykjavík. „Fyrir um tíu árum voru þau send aftur til Bretlands til lagfæringa. Á þeim tíma voru þau til sýnis meðal annars á skrifstofum ráðherra,“ segir Nevin. Það var þó tekin ákvörðun um að þau skyldu koma aftur til Íslands í sendiherrabústaðinn. Í síðustu viku komu þau til baka til landsins með starfsmanni Ríkislistasafns Bretlands. Kassinn var opnaður og hanga þau nú í borðstofu Nevins. „Á Bretlandi erum við með Ríkislistasafn sem var stofnað fyrir löngu. Þá voru embættismenn efnafólk sem gat fjármagnað sig sjálft og höfðu með sér listaverk sem þeir höfðu til sýnis í húsakynnum stofnana og jafnvel sendiráða,“ segir Nevin. Nú séu þeir dagar þó að baki og var Ríkislistasafnið stofnað til þess að kaupa listaverk fyrir breska embættismenn til að hafa til sýnis. Keypti safnið málverkin sem um ræðir árið 1958. Í upplýsingaskjali Ríkislistasafnsins um málverkin segir að í maí árið 1789 hafi vísindaunnandinn Joseph Banks hvatt John Stanley til að ferðast til Íslands. Lagði Stanley af stað frá skoska bænum Leith með 26 manna föruneyti og kom hann til Íslands þann fjórða júlí sama ár í því skyni að rannsaka eyjunna ítarlega. Sneri hann til baka sjö mánuðum seinna með ógrynni þurrkaðra plantna og teikninga sem hann og aðrir ferðalangar teiknuðu og söfnuðu. Við heimkomuna voru þeir Edward Dayes og tveir aðrir málarar, Nocholas Pocock og Philip Reinagle, fengnir til þess að mála eftir teikningum ferðalanganna og varð afraksturinn meðal annars málverkin tvö af Geysi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Michael Nevin, sendiherra Breta á Íslandi, tísti í gær mynd af lokuðum kassa og skrifaði með myndinni að hann vissi að Íslendingar biðu spenntir eftir því að sjá innihaldið. Í kassanum reyndust síðan tvö gömul málverk af Geysi. „Þau voru máluð seint á átjándu öld og heita „Nýi Geysir“ og „Gamli geysir“. Málarinn var hinn breski Edward Dayes og málaði hann þau þrátt fyrir að hafa aldrei komið til Íslands. Málverkin byggði hann á teikningum breska landkönnuðarins Johns Stanley sem er frægur landkönnuður á Bretlandi,“ segir Nevin. Málverkin, sem voru máluð árið 1790, hengu áður til margra ára í sendiherrabústaðnum í Reykjavík. „Fyrir um tíu árum voru þau send aftur til Bretlands til lagfæringa. Á þeim tíma voru þau til sýnis meðal annars á skrifstofum ráðherra,“ segir Nevin. Það var þó tekin ákvörðun um að þau skyldu koma aftur til Íslands í sendiherrabústaðinn. Í síðustu viku komu þau til baka til landsins með starfsmanni Ríkislistasafns Bretlands. Kassinn var opnaður og hanga þau nú í borðstofu Nevins. „Á Bretlandi erum við með Ríkislistasafn sem var stofnað fyrir löngu. Þá voru embættismenn efnafólk sem gat fjármagnað sig sjálft og höfðu með sér listaverk sem þeir höfðu til sýnis í húsakynnum stofnana og jafnvel sendiráða,“ segir Nevin. Nú séu þeir dagar þó að baki og var Ríkislistasafnið stofnað til þess að kaupa listaverk fyrir breska embættismenn til að hafa til sýnis. Keypti safnið málverkin sem um ræðir árið 1958. Í upplýsingaskjali Ríkislistasafnsins um málverkin segir að í maí árið 1789 hafi vísindaunnandinn Joseph Banks hvatt John Stanley til að ferðast til Íslands. Lagði Stanley af stað frá skoska bænum Leith með 26 manna föruneyti og kom hann til Íslands þann fjórða júlí sama ár í því skyni að rannsaka eyjunna ítarlega. Sneri hann til baka sjö mánuðum seinna með ógrynni þurrkaðra plantna og teikninga sem hann og aðrir ferðalangar teiknuðu og söfnuðu. Við heimkomuna voru þeir Edward Dayes og tveir aðrir málarar, Nocholas Pocock og Philip Reinagle, fengnir til þess að mála eftir teikningum ferðalanganna og varð afraksturinn meðal annars málverkin tvö af Geysi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira