Nýársspá Siggu Kling – Meyjan: Hvatvísi er það besta sem þú getur fengið út úr þessu ári 6. janúar 2017 09:00 Elsku hjartans Meyjan mín. Þú ert alltaf svo töff með mikla útgeislun og lítur svo vel út. Þú sendir svo mikla hlýju í gegnum fallega brosið þitt. Þó að þér líði jafnvel ekki ofboðslega vel. Það er svo mikilvægt að þú mætir þeim skilningi að þú getir verið þú sjálf heima hjá þér og leyft þér að fara í smá fýlu ef þig langar. Þú ert að fara inn í ótrúlega merkilegt ár sem er upphafið á tíu ára tímabili og mun gera undirstöður þínar mjög sterkar. Þetta er sérstaklega meint til þín þegar líða tekur á árið, því að fyrstu 6 mánuðina mun verða mikið af uppgjörum í gangi til þess að loka því sem þú vilt ekki ferðast með inn í framtíðina. Þessi orka er búin að vera síðan síðastliðið haust en hver mánuður núna verður þér léttari og bjartari vegna þess að nýja upphafið er svo skammt undan. Það þýðir samt ekki að allt breytist þó að nýtt upphaf sé fram undan heldur sýnir það þér skýrari mynd af því hvernig framtíðin verður ef þú skoðar hvað er að gerast hjá þér á haustdögum. Það er mikilvægt að þú skoðir það að maður getur ekki haldið öllu, það þarf að taka ákvarðanir og þér verður svo létt í hjartanu þegar þú veist hvernig þú ætlar að hafa lífið. Þú getur verið of þrjósk og viljað klára þetta eða klára hitt, vilt ekki gefast upp á neinu eða sleppa við neitt en stundum er tími til að henda einhverju úr lífinu. Þú getur t.d. verið í námi sem þér finnst hundleiðinlegt og vilt klára því að þú byrjaðir á því, og nú er ég bara að nefna dæmi. Hvatvísi er það besta sem þú getur fengið út úr þessu ári. Fara eftir hjartanu og láta engan stoppa þig. Það eru miklar líkur á flutningum, breytingum á vinnu jafnvel þótt það gæti verið innan vinnustaðarins. Þetta er allt til batnaðar, vegna þess að þú ert að fara inn í nýtt tímabil. Þér á eftir að ganga mjög vel í ástamálunum í ár en þú skalt steinhætta að reyna að sálgreina maka þinn og leyfa bara lífinu að flæða í blessaðri ástinni. Venus verður mjög sterkur hjá þér yfir sumarið og haustið og gæti það táknað nýtt samband eða frjósemi. Fólk almennt í kringum þig á eftir að heillast af þér því að þú ert með hjarta úr gulli. Þú átt hins vegar ekki að gera annarra manna vandamál að þínum og leysa öll vandamál sem koma upp í kringum þig, þú þarft að læra að elska gallana þína meira – því gallalaust fólk er svo hundleiðinlegt. Þú hefur það með þér, elsku hjartað mitt, að geta tileinkað þér nýjan lífsstíl ef þú hefur áhuga á því. Þú hefur kraft til að breyta og þú færð tækifæri til þess í ár. Þetta er árið sem þú þarft að taka áhættu, henda öllu Excel-dóti því í þér býr djammari. Knús og klapp, Sigga KlingFrægar Meyjur: Ragna Lóa Stefánsdóttir íþróttakona, Manuela Ósk fyrirsæta, Björk Eiðsdóttir ritstýra, Andrea fatalistamaður, Claudia Schiffer fyrirsæta, Edda Björgvinsdóttir leikkona, Eva Dögg Sigurgeirsdóttir, ritstjóri og tískugúrú, Herdís Jóhannesdóttir athafnakona, Beyoncé Knowles söngkona, Gylfi Þór Sigurðsson, Eiður Smári Guðjohnsen, Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sjónvarpskona, Annie Mist crossfittari, Logi Pedro Stefánsson tónlistarmaður, Selma Ragnars, fatahönnuður Íslands, Lalli Johns góðkunningi lögreglunnar, Sema Erla Serdar, baráttukona. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira
Elsku hjartans Meyjan mín. Þú ert alltaf svo töff með mikla útgeislun og lítur svo vel út. Þú sendir svo mikla hlýju í gegnum fallega brosið þitt. Þó að þér líði jafnvel ekki ofboðslega vel. Það er svo mikilvægt að þú mætir þeim skilningi að þú getir verið þú sjálf heima hjá þér og leyft þér að fara í smá fýlu ef þig langar. Þú ert að fara inn í ótrúlega merkilegt ár sem er upphafið á tíu ára tímabili og mun gera undirstöður þínar mjög sterkar. Þetta er sérstaklega meint til þín þegar líða tekur á árið, því að fyrstu 6 mánuðina mun verða mikið af uppgjörum í gangi til þess að loka því sem þú vilt ekki ferðast með inn í framtíðina. Þessi orka er búin að vera síðan síðastliðið haust en hver mánuður núna verður þér léttari og bjartari vegna þess að nýja upphafið er svo skammt undan. Það þýðir samt ekki að allt breytist þó að nýtt upphaf sé fram undan heldur sýnir það þér skýrari mynd af því hvernig framtíðin verður ef þú skoðar hvað er að gerast hjá þér á haustdögum. Það er mikilvægt að þú skoðir það að maður getur ekki haldið öllu, það þarf að taka ákvarðanir og þér verður svo létt í hjartanu þegar þú veist hvernig þú ætlar að hafa lífið. Þú getur verið of þrjósk og viljað klára þetta eða klára hitt, vilt ekki gefast upp á neinu eða sleppa við neitt en stundum er tími til að henda einhverju úr lífinu. Þú getur t.d. verið í námi sem þér finnst hundleiðinlegt og vilt klára því að þú byrjaðir á því, og nú er ég bara að nefna dæmi. Hvatvísi er það besta sem þú getur fengið út úr þessu ári. Fara eftir hjartanu og láta engan stoppa þig. Það eru miklar líkur á flutningum, breytingum á vinnu jafnvel þótt það gæti verið innan vinnustaðarins. Þetta er allt til batnaðar, vegna þess að þú ert að fara inn í nýtt tímabil. Þér á eftir að ganga mjög vel í ástamálunum í ár en þú skalt steinhætta að reyna að sálgreina maka þinn og leyfa bara lífinu að flæða í blessaðri ástinni. Venus verður mjög sterkur hjá þér yfir sumarið og haustið og gæti það táknað nýtt samband eða frjósemi. Fólk almennt í kringum þig á eftir að heillast af þér því að þú ert með hjarta úr gulli. Þú átt hins vegar ekki að gera annarra manna vandamál að þínum og leysa öll vandamál sem koma upp í kringum þig, þú þarft að læra að elska gallana þína meira – því gallalaust fólk er svo hundleiðinlegt. Þú hefur það með þér, elsku hjartað mitt, að geta tileinkað þér nýjan lífsstíl ef þú hefur áhuga á því. Þú hefur kraft til að breyta og þú færð tækifæri til þess í ár. Þetta er árið sem þú þarft að taka áhættu, henda öllu Excel-dóti því í þér býr djammari. Knús og klapp, Sigga KlingFrægar Meyjur: Ragna Lóa Stefánsdóttir íþróttakona, Manuela Ósk fyrirsæta, Björk Eiðsdóttir ritstýra, Andrea fatalistamaður, Claudia Schiffer fyrirsæta, Edda Björgvinsdóttir leikkona, Eva Dögg Sigurgeirsdóttir, ritstjóri og tískugúrú, Herdís Jóhannesdóttir athafnakona, Beyoncé Knowles söngkona, Gylfi Þór Sigurðsson, Eiður Smári Guðjohnsen, Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sjónvarpskona, Annie Mist crossfittari, Logi Pedro Stefánsson tónlistarmaður, Selma Ragnars, fatahönnuður Íslands, Lalli Johns góðkunningi lögreglunnar, Sema Erla Serdar, baráttukona.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira