Randy Gregory, varnarmaður Dallas, verður ekki með liðinu í úrslitakeppni NFL-deildarinnar þar sem hann hefur verið dæmdur í langt bann.
Bannið er til eins árs og það sem meira er þá verður hann launalaus á meðan hann er í banninu.
Hann var að falla á lyfjaprófi í annað sinn á þessu tímabili og fyrir það er refsingin þung.
Hann getur í fyrsta lagi spilað með Cowboys aftur í úrslitakeppninni á næsta ári.
Gregory hefur spilað vel í þeim leikjum sem hann náði í vetur og þetta er því nokkuð áfall fyrir Kúrekana.
