„Fyrir það fyrsta langar mig að segja að ég elska alla aðdáendur mína. Það er svolítið sem mig langar að segja sem mér finnst mikilvægt fyrir bæði mig og sjálfsmynd mína. Þetta hefur hvílt þungt á mér næstum helming ævi minnar,“ skrifar Carter í færslunni.
„Ég óx úr grasi í hringiðu skemmtanaiðnaðarins og þegar ég var 13 ára byrjaði ég að laðast að bæði strákum og stelpum.“
— Aaron Carter (@aaroncarter) August 6, 2017
„Það var ekki fyrr en ég var 17 ára, eftir nokkur sambönd með stelpum, að ég upplifði svolítið með strák. Ég laðaðist að honum, hafði starfað og alist upp með honum,“ skrifar Carter enn fremur og bindur endahnút á færsluna með tilvitnun í Boy George, eins af þekktustu röddum vestrænnar hinseginmenningar.
„Mér hefur í raun aldrei fundist ég eiga heima neins staðar, ég lét bara eins og mér fyndist það.“
Aaron Carter ræddi nýlega opinskátt baráttu sína við átröskun. Þá tók hann þátt í bandarísku raunveruleikaþáttunum Dancing With the Stars árið 2009.