Aaron Carter segir opinberlega frá tvíkynhneigð sinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. ágúst 2017 14:26 Aaron Carter var barn að aldri þegar hann hóf feril sinn í skemmtanaiðnaðinum. Vísir/Getty Söngvarinn Aaron Carter, hvers frægðarsól skein skærast snemma á fyrsta áratug þessarar aldar, hefur lýst því yfir að hann hrífist bæði af körlum og konum. Hann tilkynnti um þetta í færslu á Twitter-reikningi sínum í dag. „Fyrir það fyrsta langar mig að segja að ég elska alla aðdáendur mína. Það er svolítið sem mig langar að segja sem mér finnst mikilvægt fyrir bæði mig og sjálfsmynd mína. Þetta hefur hvílt þungt á mér næstum helming ævi minnar,“ skrifar Carter í færslunni. „Ég óx úr grasi í hringiðu skemmtanaiðnaðarins og þegar ég var 13 ára byrjaði ég að laðast að bæði strákum og stelpum.“pic.twitter.com/Zi6ahCtk4U— Aaron Carter (@aaroncarter) August 6, 2017 Carter er fæddur 1987 í Flórída í Bandaríkjunum. Hann var aðeins sjö ára þegar tónlistarferill hans hófst og varð gríðarlega vinsæll meðal ungra aðdáenda á níunda áratugnum og árin 200-2005. Bróðir Aarons, Nick Carter, var einn meðlimur strákasveitarinnar Backstreet Boys. „Það var ekki fyrr en ég var 17 ára, eftir nokkur sambönd með stelpum, að ég upplifði svolítið með strák. Ég laðaðist að honum, hafði starfað og alist upp með honum,“ skrifar Carter enn fremur og bindur endahnút á færsluna með tilvitnun í Boy George, eins af þekktustu röddum vestrænnar hinseginmenningar. „Mér hefur í raun aldrei fundist ég eiga heima neins staðar, ég lét bara eins og mér fyndist það.“ Aaron Carter ræddi nýlega opinskátt baráttu sína við átröskun. Þá tók hann þátt í bandarísku raunveruleikaþáttunum Dancing With the Stars árið 2009. Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Nágrannar kveðja endanlega í dag Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Sjá meira
Söngvarinn Aaron Carter, hvers frægðarsól skein skærast snemma á fyrsta áratug þessarar aldar, hefur lýst því yfir að hann hrífist bæði af körlum og konum. Hann tilkynnti um þetta í færslu á Twitter-reikningi sínum í dag. „Fyrir það fyrsta langar mig að segja að ég elska alla aðdáendur mína. Það er svolítið sem mig langar að segja sem mér finnst mikilvægt fyrir bæði mig og sjálfsmynd mína. Þetta hefur hvílt þungt á mér næstum helming ævi minnar,“ skrifar Carter í færslunni. „Ég óx úr grasi í hringiðu skemmtanaiðnaðarins og þegar ég var 13 ára byrjaði ég að laðast að bæði strákum og stelpum.“pic.twitter.com/Zi6ahCtk4U— Aaron Carter (@aaroncarter) August 6, 2017 Carter er fæddur 1987 í Flórída í Bandaríkjunum. Hann var aðeins sjö ára þegar tónlistarferill hans hófst og varð gríðarlega vinsæll meðal ungra aðdáenda á níunda áratugnum og árin 200-2005. Bróðir Aarons, Nick Carter, var einn meðlimur strákasveitarinnar Backstreet Boys. „Það var ekki fyrr en ég var 17 ára, eftir nokkur sambönd með stelpum, að ég upplifði svolítið með strák. Ég laðaðist að honum, hafði starfað og alist upp með honum,“ skrifar Carter enn fremur og bindur endahnút á færsluna með tilvitnun í Boy George, eins af þekktustu röddum vestrænnar hinseginmenningar. „Mér hefur í raun aldrei fundist ég eiga heima neins staðar, ég lét bara eins og mér fyndist það.“ Aaron Carter ræddi nýlega opinskátt baráttu sína við átröskun. Þá tók hann þátt í bandarísku raunveruleikaþáttunum Dancing With the Stars árið 2009.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Nágrannar kveðja endanlega í dag Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Sjá meira