Aaron Carter segir opinberlega frá tvíkynhneigð sinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. ágúst 2017 14:26 Aaron Carter var barn að aldri þegar hann hóf feril sinn í skemmtanaiðnaðinum. Vísir/Getty Söngvarinn Aaron Carter, hvers frægðarsól skein skærast snemma á fyrsta áratug þessarar aldar, hefur lýst því yfir að hann hrífist bæði af körlum og konum. Hann tilkynnti um þetta í færslu á Twitter-reikningi sínum í dag. „Fyrir það fyrsta langar mig að segja að ég elska alla aðdáendur mína. Það er svolítið sem mig langar að segja sem mér finnst mikilvægt fyrir bæði mig og sjálfsmynd mína. Þetta hefur hvílt þungt á mér næstum helming ævi minnar,“ skrifar Carter í færslunni. „Ég óx úr grasi í hringiðu skemmtanaiðnaðarins og þegar ég var 13 ára byrjaði ég að laðast að bæði strákum og stelpum.“pic.twitter.com/Zi6ahCtk4U— Aaron Carter (@aaroncarter) August 6, 2017 Carter er fæddur 1987 í Flórída í Bandaríkjunum. Hann var aðeins sjö ára þegar tónlistarferill hans hófst og varð gríðarlega vinsæll meðal ungra aðdáenda á níunda áratugnum og árin 200-2005. Bróðir Aarons, Nick Carter, var einn meðlimur strákasveitarinnar Backstreet Boys. „Það var ekki fyrr en ég var 17 ára, eftir nokkur sambönd með stelpum, að ég upplifði svolítið með strák. Ég laðaðist að honum, hafði starfað og alist upp með honum,“ skrifar Carter enn fremur og bindur endahnút á færsluna með tilvitnun í Boy George, eins af þekktustu röddum vestrænnar hinseginmenningar. „Mér hefur í raun aldrei fundist ég eiga heima neins staðar, ég lét bara eins og mér fyndist það.“ Aaron Carter ræddi nýlega opinskátt baráttu sína við átröskun. Þá tók hann þátt í bandarísku raunveruleikaþáttunum Dancing With the Stars árið 2009. Mest lesið Arnór hættur með Sögu Lífið Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Lífið samstarf Ragga Sveins flutt heim og selur Arnarneshöllina Lífið Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Tónlist Vígðu bleikan bekk við skólann til minningar um Bryndísi Klöru Lífið Ólík hlutskipti Gunna og Felix Lífið Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Menning Örlagaríkt viðtal varð að tuttugu ára vináttu Lífið Þessi fá listamannalaun 2025 Menning Frumsýning á Vísi: „Er ég að fara að missa allt?“ Lífið Fleiri fréttir Örlagaríkt viðtal varð að tuttugu ára vináttu Vígðu bleikan bekk við skólann til minningar um Bryndísi Klöru Sandra heitir ekki Barilli Arnór hættur með Sögu Ólík hlutskipti Gunna og Felix Jólabarnið Soffía sýnir heimilið Ragga Sveins flutt heim og selur Arnarneshöllina Frumsýning á Vísi: „Er ég að fara að missa allt?“ Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Sjá meira
Söngvarinn Aaron Carter, hvers frægðarsól skein skærast snemma á fyrsta áratug þessarar aldar, hefur lýst því yfir að hann hrífist bæði af körlum og konum. Hann tilkynnti um þetta í færslu á Twitter-reikningi sínum í dag. „Fyrir það fyrsta langar mig að segja að ég elska alla aðdáendur mína. Það er svolítið sem mig langar að segja sem mér finnst mikilvægt fyrir bæði mig og sjálfsmynd mína. Þetta hefur hvílt þungt á mér næstum helming ævi minnar,“ skrifar Carter í færslunni. „Ég óx úr grasi í hringiðu skemmtanaiðnaðarins og þegar ég var 13 ára byrjaði ég að laðast að bæði strákum og stelpum.“pic.twitter.com/Zi6ahCtk4U— Aaron Carter (@aaroncarter) August 6, 2017 Carter er fæddur 1987 í Flórída í Bandaríkjunum. Hann var aðeins sjö ára þegar tónlistarferill hans hófst og varð gríðarlega vinsæll meðal ungra aðdáenda á níunda áratugnum og árin 200-2005. Bróðir Aarons, Nick Carter, var einn meðlimur strákasveitarinnar Backstreet Boys. „Það var ekki fyrr en ég var 17 ára, eftir nokkur sambönd með stelpum, að ég upplifði svolítið með strák. Ég laðaðist að honum, hafði starfað og alist upp með honum,“ skrifar Carter enn fremur og bindur endahnút á færsluna með tilvitnun í Boy George, eins af þekktustu röddum vestrænnar hinseginmenningar. „Mér hefur í raun aldrei fundist ég eiga heima neins staðar, ég lét bara eins og mér fyndist það.“ Aaron Carter ræddi nýlega opinskátt baráttu sína við átröskun. Þá tók hann þátt í bandarísku raunveruleikaþáttunum Dancing With the Stars árið 2009.
Mest lesið Arnór hættur með Sögu Lífið Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Lífið samstarf Ragga Sveins flutt heim og selur Arnarneshöllina Lífið Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Tónlist Vígðu bleikan bekk við skólann til minningar um Bryndísi Klöru Lífið Ólík hlutskipti Gunna og Felix Lífið Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Menning Örlagaríkt viðtal varð að tuttugu ára vináttu Lífið Þessi fá listamannalaun 2025 Menning Frumsýning á Vísi: „Er ég að fara að missa allt?“ Lífið Fleiri fréttir Örlagaríkt viðtal varð að tuttugu ára vináttu Vígðu bleikan bekk við skólann til minningar um Bryndísi Klöru Sandra heitir ekki Barilli Arnór hættur með Sögu Ólík hlutskipti Gunna og Felix Jólabarnið Soffía sýnir heimilið Ragga Sveins flutt heim og selur Arnarneshöllina Frumsýning á Vísi: „Er ég að fara að missa allt?“ Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Sjá meira