Aaron Carter segir opinberlega frá tvíkynhneigð sinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. ágúst 2017 14:26 Aaron Carter var barn að aldri þegar hann hóf feril sinn í skemmtanaiðnaðinum. Vísir/Getty Söngvarinn Aaron Carter, hvers frægðarsól skein skærast snemma á fyrsta áratug þessarar aldar, hefur lýst því yfir að hann hrífist bæði af körlum og konum. Hann tilkynnti um þetta í færslu á Twitter-reikningi sínum í dag. „Fyrir það fyrsta langar mig að segja að ég elska alla aðdáendur mína. Það er svolítið sem mig langar að segja sem mér finnst mikilvægt fyrir bæði mig og sjálfsmynd mína. Þetta hefur hvílt þungt á mér næstum helming ævi minnar,“ skrifar Carter í færslunni. „Ég óx úr grasi í hringiðu skemmtanaiðnaðarins og þegar ég var 13 ára byrjaði ég að laðast að bæði strákum og stelpum.“pic.twitter.com/Zi6ahCtk4U— Aaron Carter (@aaroncarter) August 6, 2017 Carter er fæddur 1987 í Flórída í Bandaríkjunum. Hann var aðeins sjö ára þegar tónlistarferill hans hófst og varð gríðarlega vinsæll meðal ungra aðdáenda á níunda áratugnum og árin 200-2005. Bróðir Aarons, Nick Carter, var einn meðlimur strákasveitarinnar Backstreet Boys. „Það var ekki fyrr en ég var 17 ára, eftir nokkur sambönd með stelpum, að ég upplifði svolítið með strák. Ég laðaðist að honum, hafði starfað og alist upp með honum,“ skrifar Carter enn fremur og bindur endahnút á færsluna með tilvitnun í Boy George, eins af þekktustu röddum vestrænnar hinseginmenningar. „Mér hefur í raun aldrei fundist ég eiga heima neins staðar, ég lét bara eins og mér fyndist það.“ Aaron Carter ræddi nýlega opinskátt baráttu sína við átröskun. Þá tók hann þátt í bandarísku raunveruleikaþáttunum Dancing With the Stars árið 2009. Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Fleiri fréttir Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Sjá meira
Söngvarinn Aaron Carter, hvers frægðarsól skein skærast snemma á fyrsta áratug þessarar aldar, hefur lýst því yfir að hann hrífist bæði af körlum og konum. Hann tilkynnti um þetta í færslu á Twitter-reikningi sínum í dag. „Fyrir það fyrsta langar mig að segja að ég elska alla aðdáendur mína. Það er svolítið sem mig langar að segja sem mér finnst mikilvægt fyrir bæði mig og sjálfsmynd mína. Þetta hefur hvílt þungt á mér næstum helming ævi minnar,“ skrifar Carter í færslunni. „Ég óx úr grasi í hringiðu skemmtanaiðnaðarins og þegar ég var 13 ára byrjaði ég að laðast að bæði strákum og stelpum.“pic.twitter.com/Zi6ahCtk4U— Aaron Carter (@aaroncarter) August 6, 2017 Carter er fæddur 1987 í Flórída í Bandaríkjunum. Hann var aðeins sjö ára þegar tónlistarferill hans hófst og varð gríðarlega vinsæll meðal ungra aðdáenda á níunda áratugnum og árin 200-2005. Bróðir Aarons, Nick Carter, var einn meðlimur strákasveitarinnar Backstreet Boys. „Það var ekki fyrr en ég var 17 ára, eftir nokkur sambönd með stelpum, að ég upplifði svolítið með strák. Ég laðaðist að honum, hafði starfað og alist upp með honum,“ skrifar Carter enn fremur og bindur endahnút á færsluna með tilvitnun í Boy George, eins af þekktustu röddum vestrænnar hinseginmenningar. „Mér hefur í raun aldrei fundist ég eiga heima neins staðar, ég lét bara eins og mér fyndist það.“ Aaron Carter ræddi nýlega opinskátt baráttu sína við átröskun. Þá tók hann þátt í bandarísku raunveruleikaþáttunum Dancing With the Stars árið 2009.
Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Fleiri fréttir Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Sjá meira