Einn af aðalstyrktaraðilum NFL-deildarinnar, pítsastaðurinn Papa Johns, er afar ósáttur við forráðamenn NFL-deildarinnar og kennir stjórnendum deildarinnar um að salan á pítsum hjá fyrirtækinu sé ekki eins góð og áður.
NFL-deildin er mikið milli tannanna á fólki og mótmælum leikmanna fyrir leiki er kennt um minnkandi áhorf á leikina sjálfa. Minna áhorf þýðir að færri panta sér pítsu yfir leikjunum.
Stofnandi Papa Johns, John Schnatter, segir að NFL-deildinni hafi mistekist að höndla það mál almennilega og að það hafi áhrif á rekstur fyrirtækisins.
„Það hefði átt að afgreiða þetta mál fyrir 18 mánuðum síðan. Þetta er dæmi um lélega leiðtogahæfileika. NFL-deildin þarf að taka á málinu og þá mun deildin blómstra á nýjan leik,“ sagði Schnatter sem er vanur því að leika sjálfur í auglýsingum fyrirtækisins með stjörnum deildarinnar.
Í nýjasta uppgjöri fyrirtækisins er minnst á NFL-deildina 44 sinnum. Schnatter er stuðningsmaður Donald Trump og í ljósi þess þarf þessi harða afstaða ekki að koma á óvart.
Kennir NFL-deildinni um lélega pítsasölu
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið



Barcelona biður UEFA um leyfi
Fótbolti

Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“
Enski boltinn



Mættur aftur tuttugu árum seinna
Körfubolti

„Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “
Íslenski boltinn

Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
