Lögreglan heldur rannsókn á kynferðisofbeldi og frelsissviptingu til streitu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 31. janúar 2017 17:49 Fram kemur í skýrslu lögreglu að konan hafi lýst atburðum á greinargóðan hátt í tímaröð og því ofbeldi sem hún var beitt. Þá sagðist hún vera hrædd við manninn. Vísir/Getty Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu heldur rannsókn á grófu kynferðisofbeldi og frelsissviptingu til streitu, þrátt fyrir að konan hafi ekki kært árásina. Kristján Ingi Kristjánsson, lögreglufulltrúi hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar, segir að rannsókn málsins sé á lokametrunum og að það verði líklega sent til embættis héraðssaksóknara á næstu vikum. RÚV greindi fyrst frá. Kristján segir það ekki algengt að lögregla haldi slíkum málum til streitu þegar kæra liggi ekki fyrir en það fari eftir alvarleika brotsins. „Þetta er bara eins og í öðrum ofbeldismálum. Þegar það hefur átt sér stað ofbeldi þá hefur kærandinn ekki allt um það að segja hvernig málið fer fram í kerfinu,“ segir Kristján í samtali við Vísi.Sjá einnig: Lýsti hrottalegri nauðgun en hætti við að kæra eftir að menn mættu til hennar vopnaðir byssu Málið vakti töluverða athygli í lok síðasta árs en þann 27. desember staðfesti Hæstiréttur úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að maðurinn, sem grunaður er um að hafa nauðgað konu og svipt hana frelsi í einbýlishúsi á suðvesturhorninu fyrr í desembermánuði, þyrfti að afplána 630 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar sinnar. Konan leitaði á neyðarmóttöku Landspítalans 10. desember síðastliðinn og lýsti ofbeldi mannsins gegn sér. Voru teknar margvíslegar ljósmyndir af áverkum á hnjám, hálsi og baki auk þess sem lýst var miklum eymslum við endaþarm.Sjá einnig: Lögreglan skapar vernd og öryggi fyrir brotaþola í nauðgunarmáli Fram kemur í skýrslu lögreglu að hún hafi lýst atburðum á greinargóðan hátt í tímaröð og því ofbeldi sem hún var beitt. Þá sagðist hún vera hrædd við manninn. Konan mætti hins vegar á lögreglustöðina aftur nokkrum dögum síðar og sagðist hætt við að kæra en menn hefðu komið heim til hennar með byssu og hún væri hrædd. Tveimur dögum síðar var Sveinn Andri Sveinsson orðinn réttargæslumaður konunnar, afturkallaði konan heimild til lögreglu að kalla eftir læknisvottorði frá Landspítalanum og heimild til spítalans að aflétta trúnaði yfir gögnunum. Hinn grunaði hlaut fimm ára dóm árið 2012 og þriggja mánaða dóm tveimur árum síðar. Honum var veitt reynslulausn í ágúst síðastliðnum. Þrátt fyrir ósk konunnar um að draga framburð sinn til baka taldi lögregla að frásögn hennar á neyðarmóttöku og áverkar á henni bentu til þess að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi. Tengdar fréttir Lögreglan skapar vernd og öryggi fyrir brotaþola í nauðgunarmáli Mál konu sem hætti við að kæra nauðgun er í forangi hjá lögreglu. Þetta segir Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri og saksóknari í málinu. Konan er undir eftirliti lögreglu og nýtur verndar lögreglu. 28. desember 2016 20:00 Lýsti hrottalegri nauðgun en hætti við að kæra eftir að menn mættu til hennar vopnaðir byssu Karlmaður sem grunaður er um að hafa nauðgað konu og svipt hana frelsi sínu í einbýlishúsi á suðvesturhorninu þarf að afplána 630 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar sinnar. 27. desember 2016 17:30 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu heldur rannsókn á grófu kynferðisofbeldi og frelsissviptingu til streitu, þrátt fyrir að konan hafi ekki kært árásina. Kristján Ingi Kristjánsson, lögreglufulltrúi hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar, segir að rannsókn málsins sé á lokametrunum og að það verði líklega sent til embættis héraðssaksóknara á næstu vikum. RÚV greindi fyrst frá. Kristján segir það ekki algengt að lögregla haldi slíkum málum til streitu þegar kæra liggi ekki fyrir en það fari eftir alvarleika brotsins. „Þetta er bara eins og í öðrum ofbeldismálum. Þegar það hefur átt sér stað ofbeldi þá hefur kærandinn ekki allt um það að segja hvernig málið fer fram í kerfinu,“ segir Kristján í samtali við Vísi.Sjá einnig: Lýsti hrottalegri nauðgun en hætti við að kæra eftir að menn mættu til hennar vopnaðir byssu Málið vakti töluverða athygli í lok síðasta árs en þann 27. desember staðfesti Hæstiréttur úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að maðurinn, sem grunaður er um að hafa nauðgað konu og svipt hana frelsi í einbýlishúsi á suðvesturhorninu fyrr í desembermánuði, þyrfti að afplána 630 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar sinnar. Konan leitaði á neyðarmóttöku Landspítalans 10. desember síðastliðinn og lýsti ofbeldi mannsins gegn sér. Voru teknar margvíslegar ljósmyndir af áverkum á hnjám, hálsi og baki auk þess sem lýst var miklum eymslum við endaþarm.Sjá einnig: Lögreglan skapar vernd og öryggi fyrir brotaþola í nauðgunarmáli Fram kemur í skýrslu lögreglu að hún hafi lýst atburðum á greinargóðan hátt í tímaröð og því ofbeldi sem hún var beitt. Þá sagðist hún vera hrædd við manninn. Konan mætti hins vegar á lögreglustöðina aftur nokkrum dögum síðar og sagðist hætt við að kæra en menn hefðu komið heim til hennar með byssu og hún væri hrædd. Tveimur dögum síðar var Sveinn Andri Sveinsson orðinn réttargæslumaður konunnar, afturkallaði konan heimild til lögreglu að kalla eftir læknisvottorði frá Landspítalanum og heimild til spítalans að aflétta trúnaði yfir gögnunum. Hinn grunaði hlaut fimm ára dóm árið 2012 og þriggja mánaða dóm tveimur árum síðar. Honum var veitt reynslulausn í ágúst síðastliðnum. Þrátt fyrir ósk konunnar um að draga framburð sinn til baka taldi lögregla að frásögn hennar á neyðarmóttöku og áverkar á henni bentu til þess að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi.
Tengdar fréttir Lögreglan skapar vernd og öryggi fyrir brotaþola í nauðgunarmáli Mál konu sem hætti við að kæra nauðgun er í forangi hjá lögreglu. Þetta segir Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri og saksóknari í málinu. Konan er undir eftirliti lögreglu og nýtur verndar lögreglu. 28. desember 2016 20:00 Lýsti hrottalegri nauðgun en hætti við að kæra eftir að menn mættu til hennar vopnaðir byssu Karlmaður sem grunaður er um að hafa nauðgað konu og svipt hana frelsi sínu í einbýlishúsi á suðvesturhorninu þarf að afplána 630 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar sinnar. 27. desember 2016 17:30 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Sjá meira
Lögreglan skapar vernd og öryggi fyrir brotaþola í nauðgunarmáli Mál konu sem hætti við að kæra nauðgun er í forangi hjá lögreglu. Þetta segir Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri og saksóknari í málinu. Konan er undir eftirliti lögreglu og nýtur verndar lögreglu. 28. desember 2016 20:00
Lýsti hrottalegri nauðgun en hætti við að kæra eftir að menn mættu til hennar vopnaðir byssu Karlmaður sem grunaður er um að hafa nauðgað konu og svipt hana frelsi sínu í einbýlishúsi á suðvesturhorninu þarf að afplána 630 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar sinnar. 27. desember 2016 17:30