Lögreglan skapar vernd og öryggi fyrir brotaþola í nauðgunarmáli Nadine Guðrún Yaghi skrifar 28. desember 2016 20:00 Mál konu sem hætti við að kæra nauðgun er í forangi hjá lögreglu. Þetta segir Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri og saksóknari í málinu. Konan er undir eftirliti lögreglu og nýtur verndar lögreglu. Í gær staðfesti Hæstiréttur Íslands úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að Stefán Þór Guðgeirsson sem grunaður er um að hafa nauðgað konu og svipt hana frelsi í einbýlishúsi á suðvesturhorninu fyrr í mánuðinum þyrfti að afplána 630 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar sinnar. Konan leitaði á neyðarmóttöku Landspítalans 10. desember síðastliðinn og lýsti ofbeldi mannsins gegn sér. Voru teknar margvíslegar ljósmyndir af áverkum á hnjám, hálsi og baki auk þess sem lýst var miklum eymslum við endaþarm. Fram kemur í skýrslu lögreglu að hún hafi lýst atburðum á greinargóðan hátt í tímaröð og því ofbeldi sem hún var beitt. Konan mætti hins vegar aftur á lögreglustöðina tveimur dögum síðar og sagðist hætt við að kæra en menn hefðu komið heim til hennar með byssu og hún væri hrædd. Þrátt fyrir ósk konunnar um að draga framburð sinn til baka taldi lögregla að frásögn hennar á neyðarmóttöku og áverkar á henni bentu til þess að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi. „Lögreglan skapar vernd og öryggi fyrir brotaþola. Það er hlutverk lögreglu. Þetta er verkferli sem fer í gang eftir aðstæðum í hverju einasta máli,“ segir Jón. Í hverju felst þessi vernd?„Hún er náttúrulega í samræmi við þær aðstæður sem uppi eru og þann alvarleika sem lögregla telur að sé í málinu eða hótunum eða umhverfi brotaþolans,“ segir Jón. Jón segir það gerast alloft að einstaklingar fái hótanir eftir að hafa kært mál til lögreglu. Í málinu sé einnig verið að rannsaka meintar hótanir í garð brotaþola. „Við erum með fjölda dæma þar sem brotamennirnir eða einhverjir í kring um þá eru dæmdir fyrir þessa háttsemi alveg sérstaklega, fyrir hótanirnar, og jafnvel fyrir það ofbeldi sem kann að koma í kjölfarið og fá refsidóma fyrir það. Allþunga,“ segir Jón. Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira
Mál konu sem hætti við að kæra nauðgun er í forangi hjá lögreglu. Þetta segir Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri og saksóknari í málinu. Konan er undir eftirliti lögreglu og nýtur verndar lögreglu. Í gær staðfesti Hæstiréttur Íslands úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að Stefán Þór Guðgeirsson sem grunaður er um að hafa nauðgað konu og svipt hana frelsi í einbýlishúsi á suðvesturhorninu fyrr í mánuðinum þyrfti að afplána 630 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar sinnar. Konan leitaði á neyðarmóttöku Landspítalans 10. desember síðastliðinn og lýsti ofbeldi mannsins gegn sér. Voru teknar margvíslegar ljósmyndir af áverkum á hnjám, hálsi og baki auk þess sem lýst var miklum eymslum við endaþarm. Fram kemur í skýrslu lögreglu að hún hafi lýst atburðum á greinargóðan hátt í tímaröð og því ofbeldi sem hún var beitt. Konan mætti hins vegar aftur á lögreglustöðina tveimur dögum síðar og sagðist hætt við að kæra en menn hefðu komið heim til hennar með byssu og hún væri hrædd. Þrátt fyrir ósk konunnar um að draga framburð sinn til baka taldi lögregla að frásögn hennar á neyðarmóttöku og áverkar á henni bentu til þess að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi. „Lögreglan skapar vernd og öryggi fyrir brotaþola. Það er hlutverk lögreglu. Þetta er verkferli sem fer í gang eftir aðstæðum í hverju einasta máli,“ segir Jón. Í hverju felst þessi vernd?„Hún er náttúrulega í samræmi við þær aðstæður sem uppi eru og þann alvarleika sem lögregla telur að sé í málinu eða hótunum eða umhverfi brotaþolans,“ segir Jón. Jón segir það gerast alloft að einstaklingar fái hótanir eftir að hafa kært mál til lögreglu. Í málinu sé einnig verið að rannsaka meintar hótanir í garð brotaþola. „Við erum með fjölda dæma þar sem brotamennirnir eða einhverjir í kring um þá eru dæmdir fyrir þessa háttsemi alveg sérstaklega, fyrir hótanirnar, og jafnvel fyrir það ofbeldi sem kann að koma í kjölfarið og fá refsidóma fyrir það. Allþunga,“ segir Jón.
Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira