Lögreglan skapar vernd og öryggi fyrir brotaþola í nauðgunarmáli Nadine Guðrún Yaghi skrifar 28. desember 2016 20:00 Mál konu sem hætti við að kæra nauðgun er í forangi hjá lögreglu. Þetta segir Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri og saksóknari í málinu. Konan er undir eftirliti lögreglu og nýtur verndar lögreglu. Í gær staðfesti Hæstiréttur Íslands úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að Stefán Þór Guðgeirsson sem grunaður er um að hafa nauðgað konu og svipt hana frelsi í einbýlishúsi á suðvesturhorninu fyrr í mánuðinum þyrfti að afplána 630 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar sinnar. Konan leitaði á neyðarmóttöku Landspítalans 10. desember síðastliðinn og lýsti ofbeldi mannsins gegn sér. Voru teknar margvíslegar ljósmyndir af áverkum á hnjám, hálsi og baki auk þess sem lýst var miklum eymslum við endaþarm. Fram kemur í skýrslu lögreglu að hún hafi lýst atburðum á greinargóðan hátt í tímaröð og því ofbeldi sem hún var beitt. Konan mætti hins vegar aftur á lögreglustöðina tveimur dögum síðar og sagðist hætt við að kæra en menn hefðu komið heim til hennar með byssu og hún væri hrædd. Þrátt fyrir ósk konunnar um að draga framburð sinn til baka taldi lögregla að frásögn hennar á neyðarmóttöku og áverkar á henni bentu til þess að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi. „Lögreglan skapar vernd og öryggi fyrir brotaþola. Það er hlutverk lögreglu. Þetta er verkferli sem fer í gang eftir aðstæðum í hverju einasta máli,“ segir Jón. Í hverju felst þessi vernd?„Hún er náttúrulega í samræmi við þær aðstæður sem uppi eru og þann alvarleika sem lögregla telur að sé í málinu eða hótunum eða umhverfi brotaþolans,“ segir Jón. Jón segir það gerast alloft að einstaklingar fái hótanir eftir að hafa kært mál til lögreglu. Í málinu sé einnig verið að rannsaka meintar hótanir í garð brotaþola. „Við erum með fjölda dæma þar sem brotamennirnir eða einhverjir í kring um þá eru dæmdir fyrir þessa háttsemi alveg sérstaklega, fyrir hótanirnar, og jafnvel fyrir það ofbeldi sem kann að koma í kjölfarið og fá refsidóma fyrir það. Allþunga,“ segir Jón. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Mál konu sem hætti við að kæra nauðgun er í forangi hjá lögreglu. Þetta segir Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri og saksóknari í málinu. Konan er undir eftirliti lögreglu og nýtur verndar lögreglu. Í gær staðfesti Hæstiréttur Íslands úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að Stefán Þór Guðgeirsson sem grunaður er um að hafa nauðgað konu og svipt hana frelsi í einbýlishúsi á suðvesturhorninu fyrr í mánuðinum þyrfti að afplána 630 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar sinnar. Konan leitaði á neyðarmóttöku Landspítalans 10. desember síðastliðinn og lýsti ofbeldi mannsins gegn sér. Voru teknar margvíslegar ljósmyndir af áverkum á hnjám, hálsi og baki auk þess sem lýst var miklum eymslum við endaþarm. Fram kemur í skýrslu lögreglu að hún hafi lýst atburðum á greinargóðan hátt í tímaröð og því ofbeldi sem hún var beitt. Konan mætti hins vegar aftur á lögreglustöðina tveimur dögum síðar og sagðist hætt við að kæra en menn hefðu komið heim til hennar með byssu og hún væri hrædd. Þrátt fyrir ósk konunnar um að draga framburð sinn til baka taldi lögregla að frásögn hennar á neyðarmóttöku og áverkar á henni bentu til þess að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi. „Lögreglan skapar vernd og öryggi fyrir brotaþola. Það er hlutverk lögreglu. Þetta er verkferli sem fer í gang eftir aðstæðum í hverju einasta máli,“ segir Jón. Í hverju felst þessi vernd?„Hún er náttúrulega í samræmi við þær aðstæður sem uppi eru og þann alvarleika sem lögregla telur að sé í málinu eða hótunum eða umhverfi brotaþolans,“ segir Jón. Jón segir það gerast alloft að einstaklingar fái hótanir eftir að hafa kært mál til lögreglu. Í málinu sé einnig verið að rannsaka meintar hótanir í garð brotaþola. „Við erum með fjölda dæma þar sem brotamennirnir eða einhverjir í kring um þá eru dæmdir fyrir þessa háttsemi alveg sérstaklega, fyrir hótanirnar, og jafnvel fyrir það ofbeldi sem kann að koma í kjölfarið og fá refsidóma fyrir það. Allþunga,“ segir Jón.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira