Manndráp í Mosfellsdal: Endurlífgun reynd á vettvangi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. júní 2017 10:41 Frá vettvangi í gærkvöldi. vísir/eyþór Endurlífgun var reynd á vettvangi í Mosfellsdal í gærkvöldi á manni á fertugsaldri sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás við Æsustaði um kvöldmatarleytið. Endurlífgun bar ekki árangur og var maðurinn úrskurðaður látinn á Landspítalanum í Fossvogi. Sex manns voru handteknir í um klukkan 19 í gærkvöldi, fimm karlar og ein kona. Á meðal hinna handteknu eru Jón Trausti Lúthersson, stofnandi mótorhjólaklúbbsins Fáfnis, og bræðurnir Marcin Wieslaw Nabakowski og Rafal Marek Nabakowski sem í febrúar hlutu dóm fyrir skotárás í Breiðholtinu í ágúst síðastliðnum.Ákvörðun tekin um gæsluvarðhald síðar í dag Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að allir hinna handteknu hafi verið yfirheyrðir í gær og stóðu yfirheyrslur langt fram eftir nóttu. „Það eru allir enn í haldi sem voru handteknir og ákvörðun verður tekin síðar í dag um hvort krafist verði gæsluvarðhalds og þá yfir hverjum,“ segir Friðrik Smári. Aðspurður hversu mörg vitni voru að árásinni segist Friðrik Smári ekki hafa tölu á því en nokkur vitni voru yfirheyrð í gær vegna málsins. Friðrik Smári kveðst ekki vita hvort vitnum hafi verið boðin áfallahjálp.Pallbíl ekið yfir fætur mannsins Friðrik Smári segir að það hafi fleiri en einn hringt á Neyðarlínuna og óskað eftir aðstoð lögreglu og sjúkraliðs vegna málsins. Þá vill Friðrik Smári ekki svara því hvort málið tengist handrukkun en segir rannsókn málsins meðal annars miða að því að upplýsa hvað var að baki árásinni og hvernig atburðarásin var. Vísir greindi frá því í morgun að allt bendi til þess að líkamsárásin hafi verið handrukkun. Samkvæmt heimildum mætti hópur fólks að heimili hins látna á sjöunda tímanum og barði að dyrum. Kona mannsins fór til dyra en þá var óskað eftir því að ná tali af manninum hennar. Í framhaldinu á fólkið að hafa ráðist á manninn með járnkylfum, tekið hann hálstaki, hendur settar fyrir aftan bak og höggin látin dynja á manninum. Þá lýsa vitni því að amerískum pallbíl, sem lögregla fjarlægði af vettvangi síðar um kvöldið, hafi verið ekið yfir fætur mannsins. Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Manndráp í Mosfellsdal: Jón Trausti og nýdæmdir bræður á meðal handteknu Bræðurnir Marcin Wieslaw Nabakowski og Rafal Marek Nabakowski hlutu rúmlega tveggja og hálfs árs fangelsisdóma í febrúar fyrir skotárás. 8. júní 2017 09:54 Manndráp í Mosfellsdal: Tveir bílar haldlagðir sem tengjast þeim handteknu Lögreglan hefur nú þegar yfirheyrt vitni vegna málsins. 8. júní 2017 00:37 Árásin við Æsustaði sögð hrottaleg Hinn látni var á heimili sínu með unnustu og nýfæddu barni þegar fólk bar að garði. 8. júní 2017 09:11 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Endurlífgun var reynd á vettvangi í Mosfellsdal í gærkvöldi á manni á fertugsaldri sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás við Æsustaði um kvöldmatarleytið. Endurlífgun bar ekki árangur og var maðurinn úrskurðaður látinn á Landspítalanum í Fossvogi. Sex manns voru handteknir í um klukkan 19 í gærkvöldi, fimm karlar og ein kona. Á meðal hinna handteknu eru Jón Trausti Lúthersson, stofnandi mótorhjólaklúbbsins Fáfnis, og bræðurnir Marcin Wieslaw Nabakowski og Rafal Marek Nabakowski sem í febrúar hlutu dóm fyrir skotárás í Breiðholtinu í ágúst síðastliðnum.Ákvörðun tekin um gæsluvarðhald síðar í dag Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að allir hinna handteknu hafi verið yfirheyrðir í gær og stóðu yfirheyrslur langt fram eftir nóttu. „Það eru allir enn í haldi sem voru handteknir og ákvörðun verður tekin síðar í dag um hvort krafist verði gæsluvarðhalds og þá yfir hverjum,“ segir Friðrik Smári. Aðspurður hversu mörg vitni voru að árásinni segist Friðrik Smári ekki hafa tölu á því en nokkur vitni voru yfirheyrð í gær vegna málsins. Friðrik Smári kveðst ekki vita hvort vitnum hafi verið boðin áfallahjálp.Pallbíl ekið yfir fætur mannsins Friðrik Smári segir að það hafi fleiri en einn hringt á Neyðarlínuna og óskað eftir aðstoð lögreglu og sjúkraliðs vegna málsins. Þá vill Friðrik Smári ekki svara því hvort málið tengist handrukkun en segir rannsókn málsins meðal annars miða að því að upplýsa hvað var að baki árásinni og hvernig atburðarásin var. Vísir greindi frá því í morgun að allt bendi til þess að líkamsárásin hafi verið handrukkun. Samkvæmt heimildum mætti hópur fólks að heimili hins látna á sjöunda tímanum og barði að dyrum. Kona mannsins fór til dyra en þá var óskað eftir því að ná tali af manninum hennar. Í framhaldinu á fólkið að hafa ráðist á manninn með járnkylfum, tekið hann hálstaki, hendur settar fyrir aftan bak og höggin látin dynja á manninum. Þá lýsa vitni því að amerískum pallbíl, sem lögregla fjarlægði af vettvangi síðar um kvöldið, hafi verið ekið yfir fætur mannsins.
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Manndráp í Mosfellsdal: Jón Trausti og nýdæmdir bræður á meðal handteknu Bræðurnir Marcin Wieslaw Nabakowski og Rafal Marek Nabakowski hlutu rúmlega tveggja og hálfs árs fangelsisdóma í febrúar fyrir skotárás. 8. júní 2017 09:54 Manndráp í Mosfellsdal: Tveir bílar haldlagðir sem tengjast þeim handteknu Lögreglan hefur nú þegar yfirheyrt vitni vegna málsins. 8. júní 2017 00:37 Árásin við Æsustaði sögð hrottaleg Hinn látni var á heimili sínu með unnustu og nýfæddu barni þegar fólk bar að garði. 8. júní 2017 09:11 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Manndráp í Mosfellsdal: Jón Trausti og nýdæmdir bræður á meðal handteknu Bræðurnir Marcin Wieslaw Nabakowski og Rafal Marek Nabakowski hlutu rúmlega tveggja og hálfs árs fangelsisdóma í febrúar fyrir skotárás. 8. júní 2017 09:54
Manndráp í Mosfellsdal: Tveir bílar haldlagðir sem tengjast þeim handteknu Lögreglan hefur nú þegar yfirheyrt vitni vegna málsins. 8. júní 2017 00:37
Árásin við Æsustaði sögð hrottaleg Hinn látni var á heimili sínu með unnustu og nýfæddu barni þegar fólk bar að garði. 8. júní 2017 09:11