Nánar tiltekið er um að ræða setningarnar: „What happened at the New Wil’ins?“ og „Bitch I’m back, by popular demand“.
Forsvarsmenn dánarbúsins segja Beyoncé ekki hafa beðið um leyfi fyrir notkuninni og að þeir hafi margsinnis reynt að ná sambandi við hana eða starfsmenn hennar án viðbragða. Því hafi verið ákveðið að höfða mál gegn henni.
Dánarbúið fer fram á tuttugu milljónir dala. Beyoncé hefur ekki tjáð sig um málið.
Hér að neðan má sjá Formation og umrætt myndband Messy Mya.