Krefja ríkið um 630 milljónir í bætur vegna hafnargarðanna Birgir Olgeirsson skrifar 15. febrúar 2017 13:15 Frá framkvæmdum við hafnargarðanna þegar hver steinn var fjarlægður og sérmerktur í desember árið 2015. Vísir/GVA Minjastofnun hefur ekki viðurkennt tjón sem hlaust af skyndifriðun hafnargarðanna við Austurbakka í Reykjavík. ÞG-Verk, sem sér um framkvæmdir á Hafnartorgi, áætlar að tjónið vegna þessarar friðunar nemi 630 milljónum króna. Þegar framkvæmdir hófust við Hafnartorg, sem verður sex hæða íbúða- og verslunarbygging, vorið 2015 komu í ljós stærðarinnar skipsskrúfur og tveir hafnargarðar. Miklar deilur upphófust vegna hafnargarðanna og var kallað eftir því að hafnargarðarnir yrðu varðveittir.Sjá einnig: Borga ekki krónu fyrir gamla hafnargarðinn Minjastofnun Íslands skyndifriðaði hafnargarðana 11. september árið 2015. Þurfti Minjastofnun að skila tillögum til þáverandi forsætisráðherra, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, vegna friðunarinnar.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var í miðju deilna um hafnargarðanna á sínum tíma.VísirAthugasemdir gerðar vegna vænhæfis Sigmundar Sigrún Magnúsdóttir, þáverandi umhverfisráðherra- og auðlindaráðherra, var settur forsætisráðherra í málinu eftir að borgarlögmaður hafði gert athugasemdir um vanhæfni Sigmundar Davíðs vegna athugasemda hans um hafnargarðinn.Sjá einnig: Ráðherra víki í friðlýsingardeilu 22. október árið 2016 tók Sigrún ákvörðun um að friða hafnargarðana tvo.Stein fyrir stein Minjastofnun gerði síðar samkomulag við fyrirtækið sem sá um framkvæmdir við Hafnartorg um að færa nýja og gamla hafnargarðinn. Samkomulagið kvað á um að færa þyrfti gamla garðinn, sem reistur var árið 1928, stein fyrir stein. Vinna við að fjarlægja nýrri garðinn var ekki eins mikil, þar sem aðeins þurfti að merkja efstu röð hans sem var með sérhöggnu grjóti. Gamli garðurinn var hins vegar allur með sérhöggnu grjóti og þurfti því að merkja hvert grjót þannig að hægt yrði að koma því aftur fyrir á nákvæmlega sama hátt og garðurinn var upprunalega reistur.Eldri hafnargarðinn, sem reistur árið 1928, þurfti að fjarlægja stein fyrir stein.Vísir/GVAFyrirtækið sem sá um framkvæmdirnar við Hafnartorg á þessum tíma hét Landstólpi þróunarfélag ehf. en skipti síðar um nafn og hét eftir það Reykjavík Development. Í apríl árið 2016 keypti Arcus ehf, systurfélag verktakafyrirtækisins ÞG Verk, Reykjavík Development og eignaðist þar af leiðandi verkið við Hafnartorg. DV sagði frá því að Arcus hefði greitt fjóra milljarða fyrir Reykjavík Development. Þar kom jafnframt fram að Reykjavík Developmennt hefði keypt byggingarreitinn Hafnartorg fyrir 1,7 milljarða króna árið 2014.Tjónið upphaflega metið á 500 milljónir krónaÍ desember árið 2015 sagði Gísli Steinar Gíslason, forstjóri Reykjavík Development, að áætlaður kostnaður við að færa nýja og gamla hafnargarðinn næmi um 500 milljónum króna og sagði fyrirtækið ætla að gera kröfu á ríkið. Minjastofnun svaraði þeim orðum Gísla á þann veg að fyrirtæki hans hefði mátt vera ljóst frá upphafi af fyrirliggjandi gögnum hver kostnaður af flutningi verndaðra minja við Reykjavíkurhöfn yrði. Sagði Minjastofnun að kostnaður stofnunarinnar af verndun hafnargarðanna yrði enginn nema launakostnaður starfsmanna Minjastofnunar við eftirlit með verkinu.Reyna að finna skynsamlega útfærslu á uppsetningu garðanna Bjarki Þór Sveinsson, lögmaður ÞG Verks, segir kröfunni haldið til streitu er varðar bætur vegna friðunar hafnargarðanna. Enn séu viðræður í gangi við Minjastofnun um hvaða farveg málið verður sett. Hann segir að sátt sé um það á milli ÞG Verks og Minjastofnunar að reyna að lágmarka frekara tjón. Er í því fólgið meðal annars að finna skynsama útfærslu á uppsetningu hafnargarðanna tveggja þannig að minna tjón hljótist af en áður var talið. Hins vegar stendur eftir það tjón sem nú er þegar orðið en líkt og áður kom fram metur ÞG Verk tjónið á 630 milljónir króna. Minjastofnun hefur ekki viðurkennt það tjón og útilokar Bjarki Þór ekki að sú krafa gæti endað fyrir dómstólum. Tengdar fréttir H&M kemur í Smáralind og Hafnartorg Leigusamningar undirritaðir í dag. 8. júlí 2016 07:50 Forsætisráðherra vill yfirtaka lóðina á Hafnartorgi fyrir stjórnarráðið Samningaviðræður standa yfir um makaskipti á lóðum ríkisins við Skúlagötu og Landstólpa þróunarfélags við Hafnartorg. Forsætisráðherra vill hús sem sæmdi sér vel á póstkorti. 22. janúar 2016 18:39 Segir umhverfisráðherra fara með rangt mál Stjórnarformaður Landstólpa segir rangt hjá umhverfisráðherra að fyrirtækið beri hundruð milljóna kostnað við varðveislu á gömlum hafnargarði í Hafnartorgi. 19. febrúar 2016 12:32 Forsætisráðherra fær þrjár vikur til að koma með útlitshugmyndir Stjórnarformaður Landstólpa þróunarfélags segir sjálfsagt að skoða hugmyndir forsætisráðherra um útlit nýrra húsa á Hafnartorgi. Engin breyting á fjölda íbúða og verslana. 22. janúar 2016 13:26 Hafnargarðurinn: Um hvað var deilt? Upprifjun á deilum um friðun hafnargarðsins við Austurbakka. 11. nóvember 2015 16:00 Tveggja ára nafnaruglingsbaráttu lokið: Landstólpar þróunarfélag ehf. heitir nú Reykjavík Development ehf Landstólpar þróunarfélag ehf. hefur orðið að beiðni Landstólpa ehf. og skipt um nafn. 18. mars 2016 18:58 Frestur forsætisráðuneytis til að skila hugmyndum um Hafnartorg framlengdur um viku Landstólpar þróunarfélag hafa framlengt frest forsætisráðuneytisins til að skila inn hugmyndum um Hafnartorg til 19. febrúar. 9. febrúar 2016 14:06 Hafnargarðurinn fjarlægður, stein fyrir stein Landstólpi rennur algjörlega blint í sjóinn. 27. nóvember 2015 14:57 Kostnaður við að færa hafnargarðana um 500 milljónir króna „Þetta endar á skattborgurum,“ segir forstjóri Landstólpa sem segir fyrirtækið einnig ætla að sækja um bætur vegna tafa. 17. desember 2015 14:11 Sóley spyr hvort forsætisráðherra ætli næst að fara að skipta sér af opnunartíma sundstaða Forseti borgarstjórnar segist undrast ítrekuð afskipti forsætisráðherra af málefnum Reykjavíkurborgar. 23. janúar 2016 15:00 Borgarstjóri og forsætisráðherra deila um ágæti Hafnartorgs Sigmundur Davíð Gunnlaugsson telur að endurhugsa þurfi frá grunni fyrirhugaða uppbyggingu norðan við Lækjartorg. Dagur B. Eggertsson segir svæðið hannað með tilliti til sögunnar. 9. janúar 2016 15:02 Landstólpi ber kostnaðinn af hafnargarðsflutningunum samkvæmt samkomulagi við Minjastofnun Minjastofnun mun aftur á móti bera launakostnað vegna eftirlits stofnunarinnar með framkvæmdum. 18. febrúar 2016 14:48 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Minjastofnun hefur ekki viðurkennt tjón sem hlaust af skyndifriðun hafnargarðanna við Austurbakka í Reykjavík. ÞG-Verk, sem sér um framkvæmdir á Hafnartorgi, áætlar að tjónið vegna þessarar friðunar nemi 630 milljónum króna. Þegar framkvæmdir hófust við Hafnartorg, sem verður sex hæða íbúða- og verslunarbygging, vorið 2015 komu í ljós stærðarinnar skipsskrúfur og tveir hafnargarðar. Miklar deilur upphófust vegna hafnargarðanna og var kallað eftir því að hafnargarðarnir yrðu varðveittir.Sjá einnig: Borga ekki krónu fyrir gamla hafnargarðinn Minjastofnun Íslands skyndifriðaði hafnargarðana 11. september árið 2015. Þurfti Minjastofnun að skila tillögum til þáverandi forsætisráðherra, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, vegna friðunarinnar.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var í miðju deilna um hafnargarðanna á sínum tíma.VísirAthugasemdir gerðar vegna vænhæfis Sigmundar Sigrún Magnúsdóttir, þáverandi umhverfisráðherra- og auðlindaráðherra, var settur forsætisráðherra í málinu eftir að borgarlögmaður hafði gert athugasemdir um vanhæfni Sigmundar Davíðs vegna athugasemda hans um hafnargarðinn.Sjá einnig: Ráðherra víki í friðlýsingardeilu 22. október árið 2016 tók Sigrún ákvörðun um að friða hafnargarðana tvo.Stein fyrir stein Minjastofnun gerði síðar samkomulag við fyrirtækið sem sá um framkvæmdir við Hafnartorg um að færa nýja og gamla hafnargarðinn. Samkomulagið kvað á um að færa þyrfti gamla garðinn, sem reistur var árið 1928, stein fyrir stein. Vinna við að fjarlægja nýrri garðinn var ekki eins mikil, þar sem aðeins þurfti að merkja efstu röð hans sem var með sérhöggnu grjóti. Gamli garðurinn var hins vegar allur með sérhöggnu grjóti og þurfti því að merkja hvert grjót þannig að hægt yrði að koma því aftur fyrir á nákvæmlega sama hátt og garðurinn var upprunalega reistur.Eldri hafnargarðinn, sem reistur árið 1928, þurfti að fjarlægja stein fyrir stein.Vísir/GVAFyrirtækið sem sá um framkvæmdirnar við Hafnartorg á þessum tíma hét Landstólpi þróunarfélag ehf. en skipti síðar um nafn og hét eftir það Reykjavík Development. Í apríl árið 2016 keypti Arcus ehf, systurfélag verktakafyrirtækisins ÞG Verk, Reykjavík Development og eignaðist þar af leiðandi verkið við Hafnartorg. DV sagði frá því að Arcus hefði greitt fjóra milljarða fyrir Reykjavík Development. Þar kom jafnframt fram að Reykjavík Developmennt hefði keypt byggingarreitinn Hafnartorg fyrir 1,7 milljarða króna árið 2014.Tjónið upphaflega metið á 500 milljónir krónaÍ desember árið 2015 sagði Gísli Steinar Gíslason, forstjóri Reykjavík Development, að áætlaður kostnaður við að færa nýja og gamla hafnargarðinn næmi um 500 milljónum króna og sagði fyrirtækið ætla að gera kröfu á ríkið. Minjastofnun svaraði þeim orðum Gísla á þann veg að fyrirtæki hans hefði mátt vera ljóst frá upphafi af fyrirliggjandi gögnum hver kostnaður af flutningi verndaðra minja við Reykjavíkurhöfn yrði. Sagði Minjastofnun að kostnaður stofnunarinnar af verndun hafnargarðanna yrði enginn nema launakostnaður starfsmanna Minjastofnunar við eftirlit með verkinu.Reyna að finna skynsamlega útfærslu á uppsetningu garðanna Bjarki Þór Sveinsson, lögmaður ÞG Verks, segir kröfunni haldið til streitu er varðar bætur vegna friðunar hafnargarðanna. Enn séu viðræður í gangi við Minjastofnun um hvaða farveg málið verður sett. Hann segir að sátt sé um það á milli ÞG Verks og Minjastofnunar að reyna að lágmarka frekara tjón. Er í því fólgið meðal annars að finna skynsama útfærslu á uppsetningu hafnargarðanna tveggja þannig að minna tjón hljótist af en áður var talið. Hins vegar stendur eftir það tjón sem nú er þegar orðið en líkt og áður kom fram metur ÞG Verk tjónið á 630 milljónir króna. Minjastofnun hefur ekki viðurkennt það tjón og útilokar Bjarki Þór ekki að sú krafa gæti endað fyrir dómstólum.
Tengdar fréttir H&M kemur í Smáralind og Hafnartorg Leigusamningar undirritaðir í dag. 8. júlí 2016 07:50 Forsætisráðherra vill yfirtaka lóðina á Hafnartorgi fyrir stjórnarráðið Samningaviðræður standa yfir um makaskipti á lóðum ríkisins við Skúlagötu og Landstólpa þróunarfélags við Hafnartorg. Forsætisráðherra vill hús sem sæmdi sér vel á póstkorti. 22. janúar 2016 18:39 Segir umhverfisráðherra fara með rangt mál Stjórnarformaður Landstólpa segir rangt hjá umhverfisráðherra að fyrirtækið beri hundruð milljóna kostnað við varðveislu á gömlum hafnargarði í Hafnartorgi. 19. febrúar 2016 12:32 Forsætisráðherra fær þrjár vikur til að koma með útlitshugmyndir Stjórnarformaður Landstólpa þróunarfélags segir sjálfsagt að skoða hugmyndir forsætisráðherra um útlit nýrra húsa á Hafnartorgi. Engin breyting á fjölda íbúða og verslana. 22. janúar 2016 13:26 Hafnargarðurinn: Um hvað var deilt? Upprifjun á deilum um friðun hafnargarðsins við Austurbakka. 11. nóvember 2015 16:00 Tveggja ára nafnaruglingsbaráttu lokið: Landstólpar þróunarfélag ehf. heitir nú Reykjavík Development ehf Landstólpar þróunarfélag ehf. hefur orðið að beiðni Landstólpa ehf. og skipt um nafn. 18. mars 2016 18:58 Frestur forsætisráðuneytis til að skila hugmyndum um Hafnartorg framlengdur um viku Landstólpar þróunarfélag hafa framlengt frest forsætisráðuneytisins til að skila inn hugmyndum um Hafnartorg til 19. febrúar. 9. febrúar 2016 14:06 Hafnargarðurinn fjarlægður, stein fyrir stein Landstólpi rennur algjörlega blint í sjóinn. 27. nóvember 2015 14:57 Kostnaður við að færa hafnargarðana um 500 milljónir króna „Þetta endar á skattborgurum,“ segir forstjóri Landstólpa sem segir fyrirtækið einnig ætla að sækja um bætur vegna tafa. 17. desember 2015 14:11 Sóley spyr hvort forsætisráðherra ætli næst að fara að skipta sér af opnunartíma sundstaða Forseti borgarstjórnar segist undrast ítrekuð afskipti forsætisráðherra af málefnum Reykjavíkurborgar. 23. janúar 2016 15:00 Borgarstjóri og forsætisráðherra deila um ágæti Hafnartorgs Sigmundur Davíð Gunnlaugsson telur að endurhugsa þurfi frá grunni fyrirhugaða uppbyggingu norðan við Lækjartorg. Dagur B. Eggertsson segir svæðið hannað með tilliti til sögunnar. 9. janúar 2016 15:02 Landstólpi ber kostnaðinn af hafnargarðsflutningunum samkvæmt samkomulagi við Minjastofnun Minjastofnun mun aftur á móti bera launakostnað vegna eftirlits stofnunarinnar með framkvæmdum. 18. febrúar 2016 14:48 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Forsætisráðherra vill yfirtaka lóðina á Hafnartorgi fyrir stjórnarráðið Samningaviðræður standa yfir um makaskipti á lóðum ríkisins við Skúlagötu og Landstólpa þróunarfélags við Hafnartorg. Forsætisráðherra vill hús sem sæmdi sér vel á póstkorti. 22. janúar 2016 18:39
Segir umhverfisráðherra fara með rangt mál Stjórnarformaður Landstólpa segir rangt hjá umhverfisráðherra að fyrirtækið beri hundruð milljóna kostnað við varðveislu á gömlum hafnargarði í Hafnartorgi. 19. febrúar 2016 12:32
Forsætisráðherra fær þrjár vikur til að koma með útlitshugmyndir Stjórnarformaður Landstólpa þróunarfélags segir sjálfsagt að skoða hugmyndir forsætisráðherra um útlit nýrra húsa á Hafnartorgi. Engin breyting á fjölda íbúða og verslana. 22. janúar 2016 13:26
Hafnargarðurinn: Um hvað var deilt? Upprifjun á deilum um friðun hafnargarðsins við Austurbakka. 11. nóvember 2015 16:00
Tveggja ára nafnaruglingsbaráttu lokið: Landstólpar þróunarfélag ehf. heitir nú Reykjavík Development ehf Landstólpar þróunarfélag ehf. hefur orðið að beiðni Landstólpa ehf. og skipt um nafn. 18. mars 2016 18:58
Frestur forsætisráðuneytis til að skila hugmyndum um Hafnartorg framlengdur um viku Landstólpar þróunarfélag hafa framlengt frest forsætisráðuneytisins til að skila inn hugmyndum um Hafnartorg til 19. febrúar. 9. febrúar 2016 14:06
Hafnargarðurinn fjarlægður, stein fyrir stein Landstólpi rennur algjörlega blint í sjóinn. 27. nóvember 2015 14:57
Kostnaður við að færa hafnargarðana um 500 milljónir króna „Þetta endar á skattborgurum,“ segir forstjóri Landstólpa sem segir fyrirtækið einnig ætla að sækja um bætur vegna tafa. 17. desember 2015 14:11
Sóley spyr hvort forsætisráðherra ætli næst að fara að skipta sér af opnunartíma sundstaða Forseti borgarstjórnar segist undrast ítrekuð afskipti forsætisráðherra af málefnum Reykjavíkurborgar. 23. janúar 2016 15:00
Borgarstjóri og forsætisráðherra deila um ágæti Hafnartorgs Sigmundur Davíð Gunnlaugsson telur að endurhugsa þurfi frá grunni fyrirhugaða uppbyggingu norðan við Lækjartorg. Dagur B. Eggertsson segir svæðið hannað með tilliti til sögunnar. 9. janúar 2016 15:02
Landstólpi ber kostnaðinn af hafnargarðsflutningunum samkvæmt samkomulagi við Minjastofnun Minjastofnun mun aftur á móti bera launakostnað vegna eftirlits stofnunarinnar með framkvæmdum. 18. febrúar 2016 14:48