Viðskipti innlent

Tveggja ára nafnaruglingsbaráttu lokið: Landstólpar þróunarfélag ehf. heitir nú Reykjavík Development ehf

Atli Ísleifsson skrifar
Arnar Bjarni Eiríksson, forstjóri Landstólpa, segir félagið hafa orðið fyrir ítrekuðu ónæði og hreinlega skaða vegna nafnaruglings.
Arnar Bjarni Eiríksson, forstjóri Landstólpa, segir félagið hafa orðið fyrir ítrekuðu ónæði og hreinlega skaða vegna nafnaruglings.
Landstólpar þróunarfélag ehf. hefur orðið að beiðni Landstólpa ehf. og skipt um nafn. Landstólpar þróunarfélag ehf. heitir nú Reykjavík Development ehf.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landstólpa en félagið fór í janúar fram á lögbann um að Landstólpar þróunarfélag ehf. yrði gert að skipta um nafn til að fyrirbyggja óþægindi og tjón vegna nafnaruglings þessara tveggja félaga.

„Hefur fyrirtækið Landstólpi ehf. unnið að því í tæplega tvö ár að fá nafngift Landstólpa þróunarfélags ehf. breytt enda hefur Landstólpi ehf. orðið fyrir verulegum óþægindum, tjóni og neikvæðri umræðu í fjölmiðlum, byggt á þessum nafnamisskilningi.

Í þessi tvö ár hefur Landstólpi ehf. leitað leiða til að fá einkarétt sinn virtan á vörumerkinu Landstólpa. Fyrst var leitað eftir afstöðu Fyrirtækjaskrá RSK og síðar Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Þrátt fyrir skráð vörumerki hjá Einkaleyfastofu höfnuðu bæði Fyrirtækjaskrá og ráðuneytið beiðni Landstólpa ehf. um að virða rétt þess á nafnanotkuninni. Voru rökin fyrir höfnun þau helstu að Landstólpi væri almennt orð og að félögin tvö störfuð ekki á sama sviði né á sama svæði. Þau rök standast þó ekki skoðun þar sem bæði félögin eru í bygginga- og verktakastarfsemi og starfsvæði Landstólpa ehf. er um allt land.

Landstólpi ehf. sá sig því knúið til að fara fram á lögbannsbeiðni á nafngift félagsins Landstólpar þróunarfélag ehf. Í því ferli ákvað félagið Landstólpar þróunarfélag ehf. að verða við beiðni Landstólpa ehf. og hefur skipt um nafn. Félagið heitir nú Reykjavík Development ehf.

Þar með lýkur tæplega tveggja ára baráttu Landstólpa ehf. til að fyrirbyggja frekara tjón og misskilning á nafnanotkuninni. Landstólpi ehf. getur því haldið ótrautt áfram að nota nafn sitt enda annt um 15 ára orðspor sitt á bygginga- og verktakasviði,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Landstólpi og Landstólpar

Telur sig hafa orðið fyrir margvíslegum skaða vegna nafnabrengls. Lögbannskrafa á Landstólpa þróunarfélag tekin fyrir í héraðsdómi.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
1,71
6
16.791
VIS
1,53
9
300.468
REITIR
1,21
5
111.540
SJOVA
1,09
8
81.238
FESTI
0,93
6
457.400

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
-2,82
8
9.870
KVIKA
-1,48
20
452.744
ICEAIR
-1,47
14
9.616
SYN
-0,78
5
70.590
ICESEA
-0,66
4
5.955
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.