Viðskipti innlent

H&M kemur í Smáralind og Hafnartorg

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
VÍSIR/GETTY
Fatakeðjan H&M verður opnuð í Smáralind í Kópavogi og á Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur árin 2017 og 2018. Leigusamningar þess efnis voru undirritaðir í dag.

*Uppfært 09.45* Tilkynnt hefur verið um að viðræður standi yfir um að opna einnig verslun H&M í Kringlunni sem opna eigi á síðari hluta næsta árs.

Reginn hf og dótturfélag þess, eignarhaldsfélagið Smáralind ehf, undirrituðu í dag leigusamninga um húsnæði undir tvær verslanir undir merkjum H&M. Þá er jafnframt unnið að fjölmörgum nýjum leigusamningum í Smáralind og Hafnartorgi, að því er segir í tilkynningu frá Regin, en þau verkefni verða kynnt á næstu mánuðum.

Sjá einnig: Á von á sambærilegu verði í H&M á Íslandi

„Það er mat Regins að tilkoma H&M í Smáralind muni hafa mikil og jákvæð áhrif á verslunarmiðstöðina og verða mikilvægt skref í endurskipulagningu Smáralindar m.a. með styrkingu leigutekna til framtíðar. Jafnframt er það mat Regins að samningurinn um verslun H&M á Hafnartorgi verði stór liður í uppbyggingu öflugrar verslana- og þjónustueiningar í miðbæ Reykjavíkur,“ segir í tilkynningunni.

Greint var frá því á  dögunum að verslun Debenhams í Smáralind verði lokað í síðasta lagi í maí á næsta ári, en fyrirtækið hefur verið starfrækt hér á landi í tæp fimmtán ár. Þá eru fleiri breytingar í farvatninu því verslun Útilífs mun færa sig um set innan Smáralindar og í minna verslunarrými og Hagkaupsverslunin verður minnkuð um nærri 200 metra. Verslun Karen Millen hefur einnig verið lokað í Smáralind og er nú aðeins starfrækt í Kringlunni.


Tengdar fréttir

Debenhams lokað í Smáralind á næsta ári

Hagar náðu ekki samningum við Smáralind um áframhaldandi leigusamning fyrir verslunina Debanhams. Henni verður því lokað í síðasta lagi í maí á næsta ári. Hefur ekkert að gera með mögulega komu H&M hingað, segir forstjóri Haga.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
0,74
21
379.188
EIM
0,42
2
4.695
BRIM
0,38
3
190
ISB
0,16
13
16.808
REGINN
0
4
28.389

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
-2
6
70.450
ICEAIR
-1,74
30
59.611
EIK
-1,68
1
10.530
SYN
-1,54
9
49.755
ORIGO
-1,49
4
8.569
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.