Gætu þurft nýjar réttir á afréttinum vinni Króksbóndi dómsmálið Garðar Örn Úlfarsson skrifar 1. nóvember 2017 06:00 Safnið hefur verið rekið niður í Þverárrétt. vísir/valli „Það er töluvert stórt mál að loka fyrir leið eins stærsta fjársafns á landinu af afrétti,“ segir Gunnlaugur A. Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, vegna kröfu eiganda jarðarinnar Króks um að dómstólar viðurkenni að sveitarfélagið geti ekki heimilað bændum að fara með fé af fjalli um lönd Króks.Gunnlaugur A. Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar.vísir/pjeturGunnlaugur segir málið eiga sér tæplega eitt hundrað ára forsögu eða allt frá árinu 1924 þegar Upprekstrarfélag Þverárafréttar hafi keypt land úr Króksjörðinni. Gunnar Jónsson, sem keypti Krók árið 1989, hafi hins vegar talið sig eiga allt landið og á endanum unnið dómsmál um það álitaefni fyrir Hæstarétti á árinu 2013. „Eignarhald þessa lands var dæmt af Upprekstrarfélaginu á þeim forsendum að kaupsamningnum var ekki þinglýst,“ útskýrir Gunnlaugur. Af þessum sökum hafi sveitarfélagið fyrir hönd Upprekstrarfélagsins höfðað mál til að fá viðurkenndan hefðarrétt á Krókslandið. Málshöfðun Gunnars er svokölluð gagnstefna í því máli. „Upprekstrarfélagið er búið að nota þetta land í 90 ár í þeirri góðu trú að félagið ætti það,“ segir sveitarstjórinn. Vegna staðhátta beinist féð af afrétti niður eins konar trekt milli Norðurár og Hellisár, nyrst í Krókslandinu. Um sé að ræða safn upp á 10 til 15 þúsund fjár. Gunnar er með skógrækt á jörð sinni en Gunnlaugur kveður rekstrarleiðina liggja fjarri henni. „Hann hefur rétt á að hafa sína afstöðu en þetta er bara ónotað heiðarland; þarna er ekki ein einasta skógarplanta,“ segir sveitarstjórinn. Kristján Franklín Axelsson, formaður Upprekstrarfélagsins, segir að ef málið tapast og ekki sé rekstrarleyfi um Króksjörðina verði hugsanlega að byggja nýjar réttir inni á afréttinum, fyrir ofan land Króks, og flytja svo féð þaðan. Þetta hefði fordæmisgildi og gæti haft verulegar afleiðingar annars staðar á landinu. „Ég sé ekki fyrir mér að það væri hægt að loka þjóðvegi eitt á meðan þetta er rekið þarna niður. Það væri hægt að leysa þetta mál ef Gunnar myndi vilja leysa það, það skiptir engu máli fyrir hann þótt við fengjum að reka þarna í gegn,“ segir Kristján. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Skógarbóndi vill losna við níu þúsund kindur Gunnar Jónsson, eigandi Króks í Norðurárdal, krefst þess fyrir dómi að viðurkennt verði að Borgarbyggð megi ekki reka fé af fjalli um lönd hans. 31. október 2017 06:00 Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
„Það er töluvert stórt mál að loka fyrir leið eins stærsta fjársafns á landinu af afrétti,“ segir Gunnlaugur A. Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, vegna kröfu eiganda jarðarinnar Króks um að dómstólar viðurkenni að sveitarfélagið geti ekki heimilað bændum að fara með fé af fjalli um lönd Króks.Gunnlaugur A. Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar.vísir/pjeturGunnlaugur segir málið eiga sér tæplega eitt hundrað ára forsögu eða allt frá árinu 1924 þegar Upprekstrarfélag Þverárafréttar hafi keypt land úr Króksjörðinni. Gunnar Jónsson, sem keypti Krók árið 1989, hafi hins vegar talið sig eiga allt landið og á endanum unnið dómsmál um það álitaefni fyrir Hæstarétti á árinu 2013. „Eignarhald þessa lands var dæmt af Upprekstrarfélaginu á þeim forsendum að kaupsamningnum var ekki þinglýst,“ útskýrir Gunnlaugur. Af þessum sökum hafi sveitarfélagið fyrir hönd Upprekstrarfélagsins höfðað mál til að fá viðurkenndan hefðarrétt á Krókslandið. Málshöfðun Gunnars er svokölluð gagnstefna í því máli. „Upprekstrarfélagið er búið að nota þetta land í 90 ár í þeirri góðu trú að félagið ætti það,“ segir sveitarstjórinn. Vegna staðhátta beinist féð af afrétti niður eins konar trekt milli Norðurár og Hellisár, nyrst í Krókslandinu. Um sé að ræða safn upp á 10 til 15 þúsund fjár. Gunnar er með skógrækt á jörð sinni en Gunnlaugur kveður rekstrarleiðina liggja fjarri henni. „Hann hefur rétt á að hafa sína afstöðu en þetta er bara ónotað heiðarland; þarna er ekki ein einasta skógarplanta,“ segir sveitarstjórinn. Kristján Franklín Axelsson, formaður Upprekstrarfélagsins, segir að ef málið tapast og ekki sé rekstrarleyfi um Króksjörðina verði hugsanlega að byggja nýjar réttir inni á afréttinum, fyrir ofan land Króks, og flytja svo féð þaðan. Þetta hefði fordæmisgildi og gæti haft verulegar afleiðingar annars staðar á landinu. „Ég sé ekki fyrir mér að það væri hægt að loka þjóðvegi eitt á meðan þetta er rekið þarna niður. Það væri hægt að leysa þetta mál ef Gunnar myndi vilja leysa það, það skiptir engu máli fyrir hann þótt við fengjum að reka þarna í gegn,“ segir Kristján.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Skógarbóndi vill losna við níu þúsund kindur Gunnar Jónsson, eigandi Króks í Norðurárdal, krefst þess fyrir dómi að viðurkennt verði að Borgarbyggð megi ekki reka fé af fjalli um lönd hans. 31. október 2017 06:00 Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Skógarbóndi vill losna við níu þúsund kindur Gunnar Jónsson, eigandi Króks í Norðurárdal, krefst þess fyrir dómi að viðurkennt verði að Borgarbyggð megi ekki reka fé af fjalli um lönd hans. 31. október 2017 06:00