Skógarbóndi vill losna við níu þúsund kindur Garðar Örn Úlfarsson skrifar 31. október 2017 06:00 Kindur komast af afréttinum inn á Króksjörðina um hlið sem leitarmenn opna. Mynd/Jón Hjörtur Brjánsson „Við erum bara að reyna að verja okkar skógræktarland,“ segir Gunnar Jónsson á Króki í Norðurárdal, sem hefur stefnt Borgarbyggð fyrir dómstóla til að fá viðurkenningu á því að sveitarfélagið megi ekki heimila að farið sé með fé af fjalli á haustin um lönd hans. Fram kemur í stefnu Gunnars að Borgarbyggð telji sig hafa rétt til að heimila afréttarmönnum á leið í Þverárrétt að láta fé, sem rásar af fjallinu síðustu vikurnar fyrir leitir að hausti, safnast á landi Króks og vera þar á beit. Einnig að sveitarfélagið telji sig geta leyft þeim að reka safn af fjalli inn á land Króks og hafa það þar á beit í eina nótt áður en það er rekið til Þverárréttar. Í safninu séu um níu þúsund kindur.Gunnar Jónsson í KrókiÍ stefnu Gunnars segir að til þess að tryggja að féð safnist á land Króks vikurnar fyrir réttir opni menn á vegum Borgarbyggðar hlið að landi hans „án samþykkis hans og reyndar gegn vilja hans og banni. Þannig fór þessu fram á þessu hausti.“ Til vara krefst Gunnar þess, að verði Borgarbyggð dæmdur réttur til að heimila gegnumrekstur um óræktað land Króks, verði að reka það „viðstöðulaust án dvalar í landi jarðarinnar“. Krefst hann að sú heimild renni út árið 2020 þegar hefja eigi skógrækt á jörðinni allri. „Þetta hentar svolítið illa því Krókur er skógræktarjörð,“ segir Gunnar, sem orðinn er 84 ára og hefur síðan árið 2000 ræktað fjölnytjaskóg á 126 hekturum lands samkvæmt samningi við Vesturlandsskóga. Hann ræktar birki og aspir auk furu, sitkagrenis og lerkis. „Það má vel vera að þessar aðstæður séu víðar í landinu þannig að það hefur almenna þýðingu að fá úr þessu skorið fyrir dómstólum en auðvitað hefur þetta mesta þýðingu fyrir okkur.“ Að sögn Gunnars eru aðrar leiðir færar með fé af fjalli heldur en sú sem farin er í dag og hefur verið notuð frá árinu 1958. Í dag sé féð rekið meðfram girðingunni sem aðskilur skógræktarlandið frá beitarlandi jarðarinnar niður í Þverárhlíð. „Þetta er ansi mikið álag á skógræktina hér. Það heldur engin girðing hundrað prósent. Féð leitar inn í skógræktarlandið og við höfum orðið fyrir verulegu tjóni af því.“ Gunnar leggur sérstaka áherslu á að sé þessi réttur Borgarbyggðar fyrir hendi þá beri að fara um landið án þess að það sé nokkuð stoppað. „Borgarbyggð telur sig eiga á rétt á því að reka fé í gegn um heimalönd til réttar að haustinu. Það er ákvæði í fjallskilasamþykkt sem heimilar þetta. Það styðst ekki við lög en hugsanlega við hefðir,“ útskýrir Króksbóndinn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Fleiri fréttir Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sjá meira
„Við erum bara að reyna að verja okkar skógræktarland,“ segir Gunnar Jónsson á Króki í Norðurárdal, sem hefur stefnt Borgarbyggð fyrir dómstóla til að fá viðurkenningu á því að sveitarfélagið megi ekki heimila að farið sé með fé af fjalli á haustin um lönd hans. Fram kemur í stefnu Gunnars að Borgarbyggð telji sig hafa rétt til að heimila afréttarmönnum á leið í Þverárrétt að láta fé, sem rásar af fjallinu síðustu vikurnar fyrir leitir að hausti, safnast á landi Króks og vera þar á beit. Einnig að sveitarfélagið telji sig geta leyft þeim að reka safn af fjalli inn á land Króks og hafa það þar á beit í eina nótt áður en það er rekið til Þverárréttar. Í safninu séu um níu þúsund kindur.Gunnar Jónsson í KrókiÍ stefnu Gunnars segir að til þess að tryggja að féð safnist á land Króks vikurnar fyrir réttir opni menn á vegum Borgarbyggðar hlið að landi hans „án samþykkis hans og reyndar gegn vilja hans og banni. Þannig fór þessu fram á þessu hausti.“ Til vara krefst Gunnar þess, að verði Borgarbyggð dæmdur réttur til að heimila gegnumrekstur um óræktað land Króks, verði að reka það „viðstöðulaust án dvalar í landi jarðarinnar“. Krefst hann að sú heimild renni út árið 2020 þegar hefja eigi skógrækt á jörðinni allri. „Þetta hentar svolítið illa því Krókur er skógræktarjörð,“ segir Gunnar, sem orðinn er 84 ára og hefur síðan árið 2000 ræktað fjölnytjaskóg á 126 hekturum lands samkvæmt samningi við Vesturlandsskóga. Hann ræktar birki og aspir auk furu, sitkagrenis og lerkis. „Það má vel vera að þessar aðstæður séu víðar í landinu þannig að það hefur almenna þýðingu að fá úr þessu skorið fyrir dómstólum en auðvitað hefur þetta mesta þýðingu fyrir okkur.“ Að sögn Gunnars eru aðrar leiðir færar með fé af fjalli heldur en sú sem farin er í dag og hefur verið notuð frá árinu 1958. Í dag sé féð rekið meðfram girðingunni sem aðskilur skógræktarlandið frá beitarlandi jarðarinnar niður í Þverárhlíð. „Þetta er ansi mikið álag á skógræktina hér. Það heldur engin girðing hundrað prósent. Féð leitar inn í skógræktarlandið og við höfum orðið fyrir verulegu tjóni af því.“ Gunnar leggur sérstaka áherslu á að sé þessi réttur Borgarbyggðar fyrir hendi þá beri að fara um landið án þess að það sé nokkuð stoppað. „Borgarbyggð telur sig eiga á rétt á því að reka fé í gegn um heimalönd til réttar að haustinu. Það er ákvæði í fjallskilasamþykkt sem heimilar þetta. Það styðst ekki við lög en hugsanlega við hefðir,“ útskýrir Króksbóndinn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Fleiri fréttir Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sjá meira