Íbúar rólegir þrátt fyrir hræringar í Öræfajökli Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. nóvember 2017 07:00 Líklegasta skýringin á skjálftum og vísbendingum um landris virðist vera sú að djúpt undir eldstöðinni sé aukinn kvikuþrýstingur. Fréttablaðið/Jói K. „Það taka þessu allir af stóískri ró sem ég hef rætt við,“ segir G. Stígur Reynisson, sóknarprestur í Hofskirkju í Öræfum, um jarðhræringarnar í Öræfajökli undanfarið. Þessar hræringar kunna að leiða til eldgoss og hlaups úr jöklinum. „Fólk er voðalega rólegt. Það er einhvern veginn búið að bíta það í sig að þetta gerist ef það gerist og þá verður tekið á því,“ segir presturinn. Þessi lýsing kemur heim og saman við upplifun þeirra íbúa sem Fréttablaðið ræddi við. „Ég held að það séu nú bara flestir rólegir enn þá. Það er svo sem ekkert annað að gera,“ segir Eyþór Sigurðsson á Hofi í Öræfum og Nökkvi Reyr Guðfinnsson, starfsmaður í söluskálanum Freysnesi, er líka sallarólegur. „Ef þetta gerist þá bara gerist þetta. En maður má ekki hræða sig á þessum hlutum,“ segir Nökkvi Reyr.G. Stígur ReynissonMagnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir við Fréttablaðið að niðurstöður vatnamælinga Veðurstofunnar bendi til þess að rennsli úr jöklinum hafi farið heldur minnkandi. Um helgina voru sýni tekin úr vatninu sem rennur úr jöklinum, meðal annars í Kvíá. Niðurstöður efnafræðirannsóknar benda til þess að ekki séu kvikugös í vatninu heldur sé um að ræða aukningu jarðhitavatns sem geti skýrt stækkun sigketilsins á jöklinum. Magnús Tumi segir þessar niðurstöður ekki benda til þess að kvika sé komin upp í jarðhitakerfið. „En hins vegar eru allir sammála um það að líklegasta skýringin á þessum atburðum, skjálftum sem hafa verið og vísbendingum um landris, sé sú að djúpt undir eldstöðinni sé aukinn kvikuþrýstingur,“ segir Magnús Tumi. „En það eru enn sem komið er ekki vísbendingar um það að gos sé yfirvofandi,“ segir hann. Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands birti í gær nýjar gervihnattamyndir frá Geimvísindastofnun Evrópu sem sýna að sprungumyndun hefur aukist í miðri öskju Öræfajökuls. Í lok október voru engar sprungur í öskjunni. „Það er sprungumyndun í Öræfajökli sem er afleiðing af þessu vatnsrennsli. Við verðum bara að fylgjast með þessu, en ekki líta svo á að það sé að fara að skella á eldgos alveg á næstunni,“ segir Magnús Tumi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Sjá meira
„Það taka þessu allir af stóískri ró sem ég hef rætt við,“ segir G. Stígur Reynisson, sóknarprestur í Hofskirkju í Öræfum, um jarðhræringarnar í Öræfajökli undanfarið. Þessar hræringar kunna að leiða til eldgoss og hlaups úr jöklinum. „Fólk er voðalega rólegt. Það er einhvern veginn búið að bíta það í sig að þetta gerist ef það gerist og þá verður tekið á því,“ segir presturinn. Þessi lýsing kemur heim og saman við upplifun þeirra íbúa sem Fréttablaðið ræddi við. „Ég held að það séu nú bara flestir rólegir enn þá. Það er svo sem ekkert annað að gera,“ segir Eyþór Sigurðsson á Hofi í Öræfum og Nökkvi Reyr Guðfinnsson, starfsmaður í söluskálanum Freysnesi, er líka sallarólegur. „Ef þetta gerist þá bara gerist þetta. En maður má ekki hræða sig á þessum hlutum,“ segir Nökkvi Reyr.G. Stígur ReynissonMagnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir við Fréttablaðið að niðurstöður vatnamælinga Veðurstofunnar bendi til þess að rennsli úr jöklinum hafi farið heldur minnkandi. Um helgina voru sýni tekin úr vatninu sem rennur úr jöklinum, meðal annars í Kvíá. Niðurstöður efnafræðirannsóknar benda til þess að ekki séu kvikugös í vatninu heldur sé um að ræða aukningu jarðhitavatns sem geti skýrt stækkun sigketilsins á jöklinum. Magnús Tumi segir þessar niðurstöður ekki benda til þess að kvika sé komin upp í jarðhitakerfið. „En hins vegar eru allir sammála um það að líklegasta skýringin á þessum atburðum, skjálftum sem hafa verið og vísbendingum um landris, sé sú að djúpt undir eldstöðinni sé aukinn kvikuþrýstingur,“ segir Magnús Tumi. „En það eru enn sem komið er ekki vísbendingar um það að gos sé yfirvofandi,“ segir hann. Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands birti í gær nýjar gervihnattamyndir frá Geimvísindastofnun Evrópu sem sýna að sprungumyndun hefur aukist í miðri öskju Öræfajökuls. Í lok október voru engar sprungur í öskjunni. „Það er sprungumyndun í Öræfajökli sem er afleiðing af þessu vatnsrennsli. Við verðum bara að fylgjast með þessu, en ekki líta svo á að það sé að fara að skella á eldgos alveg á næstunni,“ segir Magnús Tumi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Sjá meira